Morgunblaðið - 12.06.2009, Qupperneq 39
Menning 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2009
Opið
mán.–föstud. 11–18
laugardag 11–14
Notað & Nýtt
Mörkinni 1
108 Reykjavík
sími 517 2030
pils
skór
buxur
náttföt
peysur
jakkar
skyrtur
50%
afsláttur
L A G E R S A L A
Svavar Pétur og Berglind Häsler,
einna best þekkt sem meðlimir
Skakkamanage, eiga hér útspil í
þessa veru undir merkjum dúetts-
ins Létt á bárunni. Á borðum er
kreppupopp í átta lögum. Platan
heitir Sexí og er með báða fætur á
kafi í einkar ósexí íslensku nútíma-
hallæri.
Svo sem kreppulistar er von er
áferðin á tónlistinni öll hin hráasta
og stúdíótrix öll í lágmarki. Svavar
leikur á gítar og Berglind á tromm-
ur, Svavar syngur. Þá eru lögin
frumsamin utan slorslagarann sí-
gilda, „Stolt siglir fleyið mitt“ eftir
Eftir því sem oss Íslend-ingum verður betur ljóssú grafalvarlega staðasem þjóðin á við að etja
í kjölfar bankahrunsins, eykst
framboðið á krepputónlist enda
verður að sögn listamönnum allt að
innblæstri þegar kreppir að og
herða þarf sultarólina. Hjónakornin
Gylfa Ægisson
og er óljóst
hvaða erindi það
lag á hér;
kannski til að
minna á mik-
ilvægi sjáv-
arútvegsins á erfiðum tímum? Ekki
gott að segja. Annars er hér sungið
um þrengingar íslensks tónlist-
arfólks sem lepur dauðan úr skel
(„á meðan Bubbi og Björgvin Hall-
dórsson raka inn öllum seðlunum“),
nýtt líf sem hefja skal langt upp í
sveit, og atvinnuvegina sem við fór-
um með í gröfina. Þá er ljóst að
þau hjónin gjalda varhug við töfra-
lausnum Evrópusambandsins; „eft-
ir Evróputilskipunum, gaula garn-
irnar í þjóðinni“ segir í laginu
„Síðasti Íslendingurinn“.
Líklega er erfitt að semja fágaða
og fínpússaða kreppumúsík og
hljóma sannfærandi um leið. Létt á
bárunni mega eiga það að þau
hljóma eins og leikið sé fyrir síð-
asta tíkallinn, svo gróft er sándið
og knöpp hljóðfæraskipan. Það er
útaf fyrir sig gott og blessað, en
það má samt ekki gefa of mikinn
afslátt af metnaðinum. Öllum er
ljóst hvers þau Svavar og Berglind
eru megnug ef mið má taka af efni
Skakkamanage og hér hefði hæg-
lega mátt vanda sig meir. Textarnir
eru margir hverjir lunknir og víða
má finna beittar ádeilur, en bitið er
sljóvgað með einbeittu skipbroti í
öllu sem viðkemur bragfræði, rímið
er hræódýrt, setningagerðin kauða-
leg og sándið verður einhæft þegar
á líður. Hrós fá þau fyrir lögin
„Bleikan stromp“ og „Síðasti Ís-
lendingurinn“ en hér hefði mátt
gera talsvert betur í það heila.
Kreppa er góð og gegn sem inn-
blástur en nái hún til metnaðarins
og úrvinnslu er illt í efni.
Kreppa – hvert sem litið er
Létt á bárunni – Sexíbbmnn
JÓN AGNAR
ÓLASON
TÓNLIST
KATIE Price, öðru nafni Jordan,
hefði aldrei skilið við Peter Andre
ef hún hefði fengið að ráða.
Breska glamúrfyrirsætan neitar
því að hún hafi lagt eiginmann sinn
í einelti eins og hann hélt fram fyrr
í vikunni. Hann sagðist vera orðinn
skugginn af sjálfum sér vegna konu
sinnar.
„Pete var sálufélagi minn. Þetta
var hans ákvörðun en ekki mín. Ég
hef alltaf elskað hann og líður mjög
illa yfir því að þetta hafi farið svona
en ég verð að hugsa um mig og
börnin mín núna,“ sagði Price.
Parið skildi fyrir þremur vikum
eftir rúmlega þriggja ára hjóna-
band. Hjónaskilnaðurinn kom í
kjölfarið á því að Andre sá myndir
af konu sinni drukkinni að daðra
við aðra karlmenn. Var hann líka
orðinn þreyttur á ráðríki hennar.
Söngvarinn flutti endanlega út í
vikunni og flaug svo til Hong Kong
til að kynna nýjustu plötu sína.
Parið á tvö börn saman, Junior
þriggja ára og Princess Tiaamii
tveggja ára og fyrir átti Price Har-
vey sem er nú sjö ára.
Búist er við að skilnaðarbarátta
þeirra hefjist fljótlega og að hún
verði erfið.
Bleik Katie Price, eða Jordan, er af-
ar vinsæl í Bretlandi.
Hefur alltaf
elskað Andre
SLEFIÐ hefur nú slitnað á milli
Paris Hilton og Doug Reinhardt
eftir sex mánaða samband. Það
væri ekki ofsögum sagt að parið
hefði verið áberandi í þann stutta
tíma sem það var saman, en þau
urðu t.d fræg fyrir kossaflens og
káf á nýliðinni kvikmyndahátíð í
Cannes.
Fjölmiðlafulltrúi fröken Hilton
staðfesti sambandsslitin við fjöl-
miðla og bætti við að þau væru enn
vinir og bað um að einkalífi þeirra
yrði sýnd virðing.
Áður fyrr Paris Hilton og Doug
Reinhardt á MTV-kvikmyndaverð-
laununum 31. maí síðastliðinn.
Búið spil