Morgunblaðið - 12.06.2009, Síða 40
FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 163. DAGUR ÁRSINS 2009
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Gunnar vill víkja
Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í
Kópavogi, bauðst í gærkvöldi til að
víkja sæti og greiða þannig fyrir
áframhaldandi samstarfi Fram-
sóknar og Sjálfstæðisflokks. Ekki
var samstaða innan Sjálfstæð-
isflokks um þessi málalok. »Forsíða
Víkur ekki
Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari
kveðst ekki sjá ástæðu til þess að
víkja úr starfi. Hann sagði kröfur
Evu Joly óljósar. Ragna Árnadóttir
dómsmálaráðherra hyggst funda
með Valtý og freista þess að leysa
málið. »4
Atvinnuleysi minnkaði
Atvinnuleysi var í maí 8,7% eða að
meðaltali 14.595 manns. Í apríl var
skráð atvinnuleysi 9,1% og minnkaði
þannig milli mánaða í fyrsta sinn frá
því í fyrrasumar. »12
SKOÐANIR»
Staksteinar: Tvöfalt siðgæði
Forystugrein: Mikilvægasta
rannsóknin
Pistill: Bítlatölvuleikur
Ljósvaki: Morðtól framtíðar …
UMRÆÐAN»
RÚV brýtur sínar eigin reglur
Áskorun til þingmanna
Hvar á að draga mörkin?
Kvóti ljóti
Bílasala tekur kipp í Frakklandi …
Reynsluakstur: Hóflegur lúxus
Þjónusta við eðalbíla
Góð landkynning
BÍLAR »
!
"
# $
%
%
"
&' ("'
" )
*+,-./
+*.-,0
**/-.1
+2-*.+
+.-*30
*/-/,3
**,-/2
*-0./,
*13-42
*31-4.
5 675 **# 89: +..1
*+,-03
+**-02
**/-20
+2-*30
+.-+0+
*/-30/
**,-13
*-0*./
*1,-*0
*,.-..
+0+-134,
&;<
*+,-/,
+**-,4
**/-33
+2-+22
+.-+1*
*/-3,4
**1-0.
*-0*22
*1,-3+
*,.-4.
Heitast 15°C | Kaldast 5°C
Norðaustan 3-10
m/s og birtir til vest-
anlands, en annars
skýjað og smáskúrir.
Hlýjast S- og SV-lands. »10
Fjórtán hljómsveitir
stíga á svið í Álafoss-
kvosinni á morgun á
árlegum tónleikum í
tilefni fánadagsins.
»34
TÓNLIST»
Tónleikar í
Álafosskvos
FÓLK»
Ljósmyndarar ættu að
vara sig á Grant. »37
FM957 á 20 ára
starfsafmæli í dag
og af því tilefni kíkja
gamlir góðkunn-
ingar stöðvarinnar í
heimsókn. »32
ÚTVARP»
Alltaf fjör
á EffEmm
FÓLK»
Hvað er að frétta af Brad
og Angelinu? »35
ÍSLENSKUR AÐALL»
Aðalskona vikunnar vill
hitta Franz Liszt. »33
Menning
VEÐUR»
1. Sáu fjölskyldumyndina í auglýsingu
2. Eva Joly er dínamítkassi
3. Hverjir fylla skarð Ronaldos?
4. Neitar orðrómi um framhjáhald
Íslenska krónan styrktist um 0,06%
»MEST LESIÐ Á mbl.is
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@mbl.is
„ÆTLI heilsan sé ekki bara góð eftir
aldri. Ég elda matinn í okkur en eig-
inkonan hjálpar mér stundum við að
steikja kjöt og svoleiðis,“ segir Ólafur
Pétursson á Giljum í Mýrdal sem
fagnar 100 ára afmæli í dag.
Eiginkona Ólafs, Þórunn Björns-
dóttir, er 97 ára og bundin við hjóla-
stól. Þau fá hjálp við þrif einu sinni í
viku en að öðru leyti hugsa þau um
sig sjálf þrátt fyrir sjóndepru.
„Við getum ekki lesið lengur. Það
þjáir mann nú heldur, en við hlustum
mikið á útvarp. Ég horfi lítið á sjón-
varp. Ég þarf að fara alveg að því til
að sjá en horfi ef mig langar mikið
til,“ segir Ólafur.
Hann fæddist í Vík í Mýrdal en fór
ungur í Skaftártungu og það var þar
sem hann kynntist Þórunni. „Við er-
um búin að vera gift í 71 ár og einum
mánuði betur,“ segir hann. Þau höfðu
verið par í einn vetur áður en þau
gengu í hjónaband en kynnst nokkr-
um árum áður. Þau eignuðust tvær
dætur en önnur dó skömmu eftir fæð-
ingu. Barnabörnin eru fjögur og
barnabarnabörnin 12.
Að Giljum fluttu þau árið 1943.
„Við vorum bæði með kýr og sauðfé.
Það voru skin og skúrir í búskapnum
eins og gengur en maður komst vel
af. Það eru um 20 ár síðan ég hætti
búskap en undir lokin var ég bara
með sauðfé,“ segir Ólafur sem í slát-
urtíðinni starfaði í sláturhúsinu í Vík.
Þar var hann deildarstjóri í mörg ár
og sláturhússtjóri í sjö ár.
Langlífið þakkar Ólafur góðum ís-
lenskum mat en lambakjöt er oft á
borðum hjá þeim hjónum.
Ekki gafst mikill tími til tómstunda
á búskaparárunum, að sögn Ólafs.
„Við fórum þó inn á hálendið að sumri
með öðru fólki, ýmist á hestum eða
bíl, og höfðum gaman af.“
Ólafur og Þórunn hafa einu sinni
farið í utanlandsferð. „Við fórum í
bændaferð til Noregs. Það var auðvit-
að ágætt en ekkert var ég nú hrifinn
af því að keyra klukkutímum saman í
gegnum skógartraðir.“
Afmælinu fagna Ólafur og Þórunn
á Hótel Höfðabrekku þar sem þau
taka á móti gestum frá klukkan 18 til
21.
100 ára og eldar ofan í sig
og eiginkonuna sem er 97
Ólafur Pétursson í
Mýrdal fagnar
aldarafmæli í dag
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Aldrei of seint „Eiginkonan hjálpar mér stundum við að steikja kjöt og svoleiðis,“ segir Ólafur. Hann lærði að hella
upp á kaffi og elda þegar eiginkona hans, Þórunn Björnsdóttir, veiktist fyrir tveimur árum. Nú hjálpast þau að.
FYRIR efnahagshrunið voru langhlaup frekar
ódýr íþrótt. Vafamál er að svo sé enn.
Hlauparar sem hlaupa mikið þurfa að gæta
þess að vera í góðum skóm. Misjafnt er hvaða
gerðir af hlaupaskóm henta hlaupurum og sé
röng gerð notuð getur það leitt til álagsmeiðsla.
Þeim sem þetta skrifar var ráðlagt, eftir hlaupa-
greiningu, að nota Gel Kayano-skóna frá Asics,
eða aðra álíka gerð frá öðrum framleiðanda.
Verðið á þessum útlensku skóm hefur hækkað
gríðarlega, en það er afar misjafnt eftir versl-
unum hversu mikið þeir kosta. Intersport á Ís-
landi selur slíkt skópar á 29.990 krónur en í Úti-
lífi eru skórnir 17% dýrari og kosta 34.990
krónur. Í Runners Need í London kostar parið
22.700, í Stadium í Svíþjóð kosta skórnir 28.600
en í Intersport í Danmörku er verðið jafnvel
hærra en í Útilífi, og er þá mikið sagt, eða 37.400
íslenskrar krónur. runarp@mbl.is
Auratal
MANDHESTER United gekk í gær að risatilboði
Real Madrid í hinn 24 ára gamla Portúgala, Crist-
iano Ronaldo. Tilboðið hljóðaði upp á 80 milljónir
punda eða sem nemur 17 milljörðum íslenskra
króna og verður Ronaldo því dýrasti leikmaður
heims. Brasilíumaðurinn Kaká var sá dýrasti, en
Real Madrid keypti hann frá AC Milan á mánu-
daginn var fyrir 56 milljónir punda, eða um 12
milljarða króna þannig að Florentino Pérez, nýr
forseti Real, hefur greitt 29 milljarða króna fyrir
tvo af bestu knattspyrnumönnum heims á tæpri
viku. Til gamans má geta þess að kaupverðið á
Ronaldo er það sama og aflaverðmæti alls upp-
sjávarfisks hér á landi. | Íþróttir
Ronaldo fór fyrir metfé
Real Madrid greiðir
United 17 milljarða
Reuters
Dýrastur Cristiano Ronaldo fer frá United til
Real Madrid fyrir 17 milljarða króna.