Nýtt kvennablað - 01.01.1941, Blaðsíða 9
nýtt kvennablað
r
5
Oddný
Guðmundsdóttir:
Þáttur kon-
unnar í
menningar-
sögunni.
Útvarpserindi (stytt).
Margir niunu segja, að kvenréttindi séu á vorum
'lögutn bæði fullkomin og sjálfsögð. En þau eru
°kki eins úrelt ágreiningsefni og ætla mætti. Ég
kefi margsinnis heyrt unga menn halda því fram í
fullri alvörti, að kvenréttindi geti verið varasöm.
Þessvegna er það ekki fráleitt að gefa gaum að,
hvað kvenréttindakonur nútímans leggja til mál-
anna:
Sænsk kona, að nafni Ebba Th. Kolare, hefir
skrifað tvær bækur, sem heita: „Lýgin um Evu“
°R „Konan og lífshamingjan". Þær eru niikið lesn-
:ir, ekki sízt vegna þess, aö þær eru skemmtilegar,
en ekki svo vísindalegar, að ofraun sé að skilja þær.
Það hefir oft verið sagt. að marka megi menn-
'ngu hvers þjóðfélags á því, live mikið frelsi konan
hafi; með öðrum orðum, hvort réttur hins sterkari
se ótakmarkaður eða ekki. En höfundur bókarinnar
„Konan og lífshamingjan" tekur dýpra í árinni og
leitast við að sýna, aö menningin sé blátt áfram
afleiðing þess, að konan hafi verið hafin úr ófremd-
arastandi sínu, og að veilur menningarinnar eigi á
margan hátt rót sína að rekja til þess, að áhrifa
konunnar gæti ekki í neinum aðalatriðum, jafnvel
þó að hún hafi kosningarrétt og atvinnurétt á flest-
um sviðurn.
Þess ber einnig að gæta, að þessi réttindi konunn-
ar eru alveg óþekkt í miklum hluta heimsins. Og'
þar sem þau hafa gengið í gildi, eru ]jau mjög ung,
alveg eins og virðingin fyrir heimilislífinu og sam-
bandi karls og konu er, eftir því sem höfundur seg-
11'. yngsta þroskamerki menningarinnar, og það meir
að segja furðulega ungt, samanborið við sögu mann-
kynsins. Þaö er rotnun í rót hvers þjóðfélags, sem
ekki setur lífshamingjuna sem æðsta takmark sitt.
og það er konan, sem höfundur treystir til aö vera
slíku takmarki trú.
f hvert sinn, sem harðstjórn hefir lamað þjóðir,
hvort sem hún hefir verið stjórnarfarsleg eða trú-
arlegs eðlis, var þess jafnan gætt, að gleðin, ástin
og konan væri sett á bekk með 'syndum. Jafnvel á
vorum dögum eru til riki, sem ákveða að áhrif kon-
unnar eigi ekki að ná út fyrir eldhúsdyrnar. Þar af
dregur höfundur þær ályktanir: Það er samræmi og
hamingja í því fólgin, að konan sé andlegur jafnoki
mannsins. Og hamingjusamur maður er frjáls í
anda. Hann hefir enga naútn af að hlýða. Iff til
vill kann hann ekki einu sinni að meta þá sælu, að
klæðast einkennisbúningi og ganga í fylkingu!
En lítum nú yfir sögu hinnar svo kölluðu menn-
ingar, með hliðsjón af kjörum konunnar: Grikkir
voru vísinda- og listamenn. Og þeir voru skáld.
En ástina höfðu þeir ekki uppgötvað. Það hug-
tak, í núverandi merkingu þess, var ekki til, segir
höfundur. Annað mál er, aö Trójustriðið er sagt
hafa risið út af konu. Menelaus var Hlátt áfram að
hefna þeirrar móögunar, að gesturinn rændi þeirri
konu, sem var eign hans.
Um Penelope, konu Odysseifs, er það sagt, að hún
hafi hafnað öllum þiðlum af ótta við, að eignast
óvaskari mann en Odysseif. Og biðlar hennar sögðu,
að það væri ekki verst, þó að þeir hrepptu ekki kon-
una, heldur hitt, að enginn þeirra skyldi hafa afl til
að spenna boga Odysseifs. Skáldið er þvi aðeins að
sýna, hve Odysseifur hafi verið mikill maður og
góð skytta.
Konur Aþenu voru giftar 15 ára gamlar, og eftir
það voru þær ekki oft á almannafæri. Þær hittust
sjaldan og eiginmenn þeirra ræddu lítt við þær,
eftir ])ví sem Xenofon segir. Konan vissi ekki margt
um hina svokölluðu menningu Aþenu. Þessar ó-
menntuðu, ólifsreyndu konur fullnægðu engan veg-
inn hinum menntuðu Grikkjum. Rithöfundarnir,
þar á meöal Platon, fara aftur á móti skáldlega
væmnum orðum um vináttusambönd karhnanna, en
vara við ást konunnar, því að hún sé ekki andlegs
eðlis! „Eiginkonan er ill nauðsyn", segir Menander.
Perikles og Aspasia munu hafa veriö undantekning,
einkum í því, að hún bauð heim öðruin konum og
ræddi við þær. Fyrir þetta bárust um hana hneyksl-
issögur.
-----Rómverskar konur munu hafa verið mennt-
aðri en þær hellenzku. En hjónabandið lítur ekki út
fyrir að hafa notið mikillar virðingar í Róm, frem-
ur en í Hellas. Þess er stundum getið, að í Róm hafi
verið til kvennahreyfing, og er sagt að konur hafi
eitt sinn gengið í fylkingu á Forum Romanum 5°
árum f. Kr. Enginn má þó halda, að þær hafi gerzt
svo framtakssamar vegna kvenréttindamála. Þetta
voru eingöngu tignar konur, scm á þennan sköru-
lega hátt tóku sér fyrir hendur að mótmæla háum
eignaskatti!
Ekki er að sjá, að Rómverjar hafi metið konur
sínar mikils. Þingmaður nokkur flutti ræðu, þar sem
hann lét í ljós ótta við fólksfækkun og hvatti til
hjónabanda. Hann komst svo að orði: „Ef hjá því
yrði komizt, að bindast eiginkonu, mundum við vilja
vera lausir við þá þlágu, en vegna ríkisins og' þjóð-
arheildarinnar getum við ekki skorazt undan.“
Saga Rómverja er auöug af hjónbandshneykslum.
Ferrio segir einhversstaðar á þá leið : „Konunni var
fórnað fyrir pólitíska metorðagirnd feðra sinna. Þær
voru giftar nauðugar. Menn þeirra skildu við þær.
Þær giftust aftur og aftur. Enginn tók tillit til,
hvort menn þeirra höfðu nokkra persónulega verð-
leika eða ekki, eða þó að þeir ættu börn, sem voru