Nýtt kvennablað - 01.01.1941, Blaðsíða 10

Nýtt kvennablað - 01.01.1941, Blaðsíða 10
6 NÝTT KVENNABLAí) eldri en þær.“ Þa?5 er aö sjá, aS hjónaband, þar sem maBur og kona voru góðir vinir, hafi verið tal- ið óviðeigandi. Það er sagt að Cato hafi komið því til leiðar, að þingmanninum Maneliusi var vikið úr Senatinu og gefið það að Sök, að hafa kysst konu sína í nærveru barnanna! Það þarf ekki að fara langt aftur í tímann, ef tekin eru dæmi frá Kína, því að þar er niðurlæging konunnar ráðandi enn. Faðirinn velur sonum sín- um konur. Og sonurinn fær varla að sjá konuna, fyrr en þau eru gift. Eftir það hittir hann ekki að máli neina aðra heiðvirða konu. Kínverskir „ástar- söngvar" fjalla yfírleitt um svokallaðar ósiðvandar konur, sem þó jafnframt er litið niður á. Frægasta skáldsaga Kínverja frá 13. eða 14. öld heitir ,,T51ær í tunglsljósi". Rómantík bókarinnar er í því fólgin, að allt er lagt í sölurnar — framin morð og mein- særi. hvað þá annað — til að hindra það siðferðis- brot, að söguhetjurnar yrðu málkunnug fyrir brúð- kaupið. Ástarsaga á okkar mælikvarða er bókin því fráleitt. Enn er það svo í sumum Múhamedstrúarlöndum, að konan telur sér misboðið, ef maðurinn sér andlit hennar, áður en þau giftast. í Japan er konan útilokuð frá félagslífijiu og karl- mennirnir sitja einir veizlur sínar og samkvæmi. Munurinn á austurlenzkri og vesturlenzkri afstöðu til konunnar kemur vel fram í því, sem sagt er um japanskan stúdent í París, sem átti eitt sinn i kennslustund að þýða kvæði úr einhverju érlendu máli. f kvæðinu kom fyrir setningin alkunna ,,ég clska þig“. Japaninn sagði: „Þetta get ég ekki lesið upphátt. Bókmenntir ykkar eru grófar." Það, sem felst í þessu, er blátt áfram það, að Japaninn liafði enga hugmynd um, að Vesturlandabúar legðu nokkra fagra eða andlega merkingu i orðið ást. Frá Japanans sjónarmiði var ósmekklegt, að minnast upphátt á þessi mál. Indverska konan er auðmjúk ambátt, sem sam- kvæmt margra alda venju gengur þrjú stig á eftir manni sínum. í Tndlandi er barnsfæðingin talin vanlielg. Buddha bauð manninum að deyða allar hvatir sínar og konunni var skipað á bekk með hin- um syndugu tilhneigingum hans. „Allt j)að illa er verk konunnar", sagði Buddha. Indverjinri Maha- vira, sem boðaði jainismann indverska, sagði um konurnar í stuttu máli: „Talið ekki um þær, talið ekki við þær.“ Gömul indversk trúarsetning segir um afstöðu konunnar til mannsins: „Jafnvel þó maður hennar sé vanskapaður, gamall, drykkju- inaður, fjárglæframaður, kvennaflagari og hirðu- laus um heimili sitt, þá á eiginkona hans stöðugt að líta upp til hans og bera umhyggju fyrir honum, án ])ess að láta sig nokkru skiptá háttalag hans. Og ef hann slær hana án saka, á hún að kyssa hönd hans.“ Framh. * * * Mig dreymdi, Jara, að fimm konur þeystu í hlað- ið. Sú, sem var á undan, var allra glæsilegust. Jara (óðamála) : Og það hefir verið ég. Guðbjörg Jónsdóttir, Broddanesi: I rökkrinu. Rökkursvefninn er eitt af því, sem tilheyrir for- tíðinni en ekki nútímanum. Fólk er yfirleitt hætt að sofa í rökkrunum. — Áður var undantekning ef nokkrum manni datt i hug að vaka í rökkrinu, það voru þá helzt gamalmenni, sem hefðu þó helzt þurft að sofa, því þeirra eru oft andvökunæturnar, en'gerðu það fyrir krakka að vaka og segja þeim sögur. Þurfti þá fólkið að sofa svona mikið? Var ekki nóttin nógu langur svefntími? Auðvitað hefir þetta verið vani, en sá vani hefir skapazt af því, að myrkrið í gömlu bæjunum var svo mikið, og út- sýn um gluggana mjög lítil, alloftast. Fólkið svaf alveg eins þó að gott væri veður og fagurt út að líta. Það sá ekki þegar nóttin, hæg og hljóð, breiddi dökka feldinn sinri yfir láð og lög, eins og góð móðir, sem gengur að hvílu* barnanna sinna, breið- ir ofan á þau og signir þau, áður en þau sofna. Það sá ekki björtu dagsröndina í.vestri hverfa i næturhúmið, eins og góðan vin, sem fer og kemur aldrei aftur. Alla ])essa dýrð getur nútímafólk séð út um gluggana sína, það sefur heldur ckki i rökkrinu, það nýtur sinna vökudrauma. Eftir rökkursvefninn áður tóku við annir kvölds- ins, þegar Ijósið kom, og fólkið var búið að jafna sig, teygja sig- og geyspa. Sumir áttu matarleifar á hillunni sinni, sem gott var að grípa til. Diskur- inn var tekinn ofan, stundum hafði hann ekki ann- að inni að halda, en þorskhauskinn og hákarlsbita eða harðfisk og tólg, en allt var þetta þegið með þökkum eftir rökkurdúrinn. Stúlkurnar tóku rokkana sína, svo að nú var ekki lengur þögn í baðstofunni. Rokkhljóðiö og baðstofuhjal tvinnaðist saman eins og tveir þræðir, sem ])ó eru unnir úr ólíku efni. Ungu stúlkurnar rauluðu ljóð eftir Sigurð Breiðfjörð: „í forlaganna fleygistraumi" o. s. frv. Þær syngja saknaðarljóð yfir því, sem ennþá er ekki til, en verður ef til vill i framtíðinni. Og hugurinn spyr: hvert mun straum- ur forlaganna bera mig? Þeirri spurningu er löngu svarað. En nú er sögulesarinn kominn í sæti sitt, talið þagnar, og reynt er að láta rokkana hafa sem lægst. Nú hefst kvöldvaka fyrir fimmtíu árum. í lok samsætis, er konur í Reykjavik héldu skáldkonunni: Seinna löngu ég feng minn finn, feng má engum týna. Ujós og söng þið senduð inn i sálarlöngun mína. ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum.

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.