Nýtt kvennablað - 01.01.1941, Blaðsíða 12

Nýtt kvennablað - 01.01.1941, Blaðsíða 12
8 NÝTT KVENN'ABLAÐ Don?“ sagði hún með skjálfandi röddu. „Ég mundi ekki eftir því áðan, — ég er ekki viss um að geta komið þangað. Ef ég kem ekki, þá skul- ið þið hara halda áfram, og ég mun liitta ykk- ur hálftíma síðar, þegar þið komið aftur út úr Burney-stræti. Eg mun auðvitað reyna að koma þangað, en ég býst ekki við að geta það.“ Við spyrjum — Frá þessuni áramótum er að tilhlutun og aö ráöi Barnaverndarnefndar, bönnuö öll blaðasala barna bér í Rvík. Nær bann þetta til barna innarr 14 ára og telpna allt að 16 ára. Skal ekki dregið í efa, að Barnaverndarnefnd hefir góðar og gildar ástæður, sem að hennar dómi gera slíka ráðstöfun nauðsyn- lega, enda mun þetta af flestum mælast vel fyrir. Lítt þroskuðum, kærulitlum börnum getur orðið sú freisting um of, að hafa daglega handa á milli nokkra aura, og vanizt á að nota þá án leyfis for- eldra til sælgætiskaupa eða fyrir annan miður heppi- legan óþarfa. Þau geta og notað blaðasöluna sem skálkaskjól til að vera fjarverandi úr kennslustund- um og þannig vanrækt námið, og loks er Ijlaðasala á vetrum æði kuldalegt starf, og mun mörgum hafa runnið til rifja að sjá litla krakka i skjóllitlum föt- um, helblá af kulda, norpa á götum bæjarins við að bjóða vöru sína. Miklu mun hér og haía ráðið um afstaða skól- anna og nefndarinnar til „ástandsins“, og j>að álit hennar, að skylda beri til aö hamla sem mest á móti öllu samneyti barnanna við brezku hermennina. En það er önnur hlið á þessu máli, sem er þess verð, að leidd sé að henni athygli. Heimili margra barnanna munu þannig stödd efna- lega, að jafnvel þeir skildingar, sem þau öfluðu sér á þennan hátt og afhentu heima, voru virði þess mjólkurdropa, sem barnið mátti ekki skorta, eSa voru notaðir til annarra engu ónauSsynlegri þarfa. óróagjarnir, athafnasamir drengir, 12—14 ára, eru ófúsir að sitja við lexiulestur allan daginn. Allmörg- um þeirra hefir blaSasalan veriS starf, sem íullnægSi aS meira eSa minna levti starfslöngun þeirra og jók á sjálfstæðis- og sjálfsbjargarkennd. Á hvern hátt hygst Barnaverndarnefnd aS bæta snauöum barnaheimilum upp þann tekjumissi, sem bann þetta veldur þeim? Hefir hún gert ráðstafanir til þess að starfi og athafnalöngun tápmikilla unglinga sé beint inn á holl- ari bautir, t. d. með auknu félagslífi og íþróttum í sambandi við skólana, eða á hvaða atvinnu er viil við þeirra hæfi? Þessar spurningar eða aðrar likar munu hafa kom- ið í huga margra. Öll rök mæla með því, að þegar hið opinbera leggur hömlur á sjálfsbjargarviðleitni almennings, þá komi þar á móti skykla þess til að opna nýjar og betri leiðir, ella getur fariö svo, aö umbæturnar nái á engan hátt að vinna það verk, sem þeim var ætlað. — Snotur bekkur í tvíbandapeysu. á að Íýkkjurnar, sem táknaðar eru meö einföldum krossi, séu prjónaöar hárauöar, en hinar (hring- merktur kross) hvítar. Peysur i sauöarlitum eru nú mjög í tízku og bekkurinn nýtur sín vel í sauösvörtum lit og hvit- um á mórauöum eða gráum grunni. * ★ * Grindaprjón. (fallegt á vesti). Þaö eru haföir tveir litir í þetta prjón; betra er að aunar liturinn sé haldgott band, á honum er byrjað og prjónaöir 2 prjónar, svo er fest viö bandið, sem á að vera á milli grindanna, snýr þá réttan aö þeim, sem prjónar. Sá prjónn, sem þá byrjár, er þannig, að önnurhver lykkja er prjónuð, en hin lykkjan tekin laus, þannig allan prjóninn út. Næsti prjónn er eins. Sú lykkja, sem áður var tekin laus, er þaö enn, og hin er prjónuð. En nú snýr rangan að þeim, sem prjónar, og verður því að taka lausu lykkjuna bak við Irandið, svo aö þaö sjáist ekki á rétta borðinu. Svo eru prjónaðir tveir prjónar af yfirhtnum, eins og fyrr, svo tveir af undirlitnum og tekin laus önnurhvor lykkja. Þannig er haldið áfram. * ★ * Mæðravernd. 50 ríki liafa meö lögum ákveðiö, aö konur, sem atvinnu stunda, skuli eiga rétt á ákveðnu hvildar- fríi fyrir og eftir bai'nsburö. 49 lönd viðurkenna skáöabótakröfur vegna at- vinnutaps um meðgöngutímann. í 39 löndum er meö lögum bannað aö segja kon- um upp atvinnu vegna trúlofunar, giftingar eöa barnsfæöingar. NYTT KVENNABLAÐ Kemur út mánaðarlega frá október—maí, — 8 sinnum á ári, — fellur niður sumarmánuðina. Gjalddagi í október ár hvert. Verð árg. kr. 3,?5 Afgreiðsla: Fjölnisveg 7. Utanáskrift: Nýtt kvennablað, Pósthólf 013, Reykjavík. Guðrún Stefánsdóttir, Simi 2740. Maria J. Knudsen. Framnesveg 32. Jóhanna Þórðardóttir, Sinn 4744. Ritstjórar og útgefendur Prentað i Félagsprentsmiðjunni h.f. M. J. K.

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.