Nýtt kvennablað - 01.10.1941, Side 11

Nýtt kvennablað - 01.10.1941, Side 11
NÝTT KVENNABLAÐ 7 Davið Stefánsson: GULLNA HLIBIB Þaö hefir verið mælzt ti! þess viö mig, að eg skrif- aöi ritdóm um hiö nýja leikrit Davíös Stefánsson- ar, „Gullna hliöiö", og þótt eg telji mig lítt færa til þeirra hluta, vildi eg ekki alveg skorast undan aö veröa við þessari ósk, og biö eg því lesendurna aö taka viljann fyrir verkiö. Leikrit þetta er byggt á islenzkri þjóðsögu, „Sál- in hans Jóns míns“, og lýsir ást, sem allt fyrirgefur °g tryggö, sem aldrei bregzt, þótt sá, sem þessa nýtur, sé þess alls óveröugur. Jón bóndi liggur fyrir dauöans dyrurn og er að kveðja þennan heim. Hefir hann flest boöorö brot- ið og ekkert gert sér til ágætis, en þrátt fyrir þaö, aö kerlingu hans er þetta vel ljóst, hefir hún ákveö- ið aö sjá sál bónda síns borgið, aö því leyti sem í hennar valdi stendur. Er i. þáttur um viöskilnað Jóns. Heldur kerling siöan af staö í himnaförina, meö sál manns síns í skjóöu. Hittir hún marga gamla kunningja á leið sinni og Óvinurinn er þar alltaf á ööru leiti, en Jón bóndi er alltaf samur viö sig. Er kerling vondaut' um sáluhjálp karls síns, en heldur samt ótrauð leiöar sinnar. Vonar hún, aö guðsmóöir og aðrar góöar sálir muni líta meira á þörfina en veröleikana og veröur aö lokum ekki fyrir vonbrigðum í því efni. Leikritiö er létt aflestrar og að mínu áliti prýði- leg mynd af trúarhugmyndum fyrri daga. Er von- andi, aö áhorfendurnir taki ekki þá stefnu, aö hneykslast á því, þvi að „til þess er leikurinn ekki geröur", eins og höf. sjálfur tekur fram i forleikn- um fyrir leikritinu, þar sem hann segir: „Sízt er vort rnark, að særa þá, sem trúa“, enda viröist mér barnaskapur, aö taka þaö frá þeirri hlið. Aðalpersónurnar eru Jón bóndi og kerling hans. Er kerlingin alltaf á sviöinu og er þaö galli, því aö hvortveggja cr, aö þaö gerir miklar kröfur til leik- andans, en engu síðu hitt, aö þaö reynir mjög á þol- mmæöi áhorfendanna. Tilsvör Jóns eru oft bæöi skringileg og skemmtileg, en hann er því miöur lengst af í skjóöunni og býzt eg viö, aö þau njóti sin síöur fyrir bragöiö, en leikstjórinn kann að finna einhver ráö til aö bæta úr því. Aðrir leikendur eru : grasakona, ýmsir fornkunn- ingjar Jóns bónda og konu hans, meöal þeirra skemmtilegur ]>restur i bænabókarstil, höfuöpaur- inn sjálfur, Lykla-Pétur, Páll postuli, María mey, englar og púkar. Síöasti þátturinn er skemmtilegastur, enda er Jón þá komirin úr skjóðunni. Er þaö hejtpilegt aö siö- asti þáttur sé góöur, þegar um leikrit er að ræöa, því aö áhrif hans eru vanalega ríkust i huga áhorf- endanna, þegar heim er komið og ræöur því oft niiklu um aösókn aö leikritum. Hefir nokkuð veriö ritaö urn leikrit ]ietta i blöö- in og á ýntsa lund. Sumir halda því fram, aö þetta sé bezta verk Davíðs, en ekki get eg verið þeim sammála. Hygg eg að kveðskapur hans muni lengst halda nafni hans á lofti, af þ>vi, sem enn hefir komiö fram eftir hann. Aftur á móti get eg heldur ekki tekiö undir með þeim, sem telja það lélegt, þvi aö margt er skemmtilegt og vel sagt í því öllu, en ekki hvaö sizt i siðari þáttunum. Hefi eg heyrt sagt, að leikfélagiö ætli aö taka það sem jólasýningu og geta menn þá sjálfir séö og dæmt. En eitt er víst, að menn fá þar aö sjá mynd at beztu hliðum konunnar, og er sizt vanþörf á þvi. eftir þá afskræmismynd, sem menn hafa haldið á lofti, framan í almenningi, á þessum síöustu og verstu dögum. Eufemia Waage. TILLÖGUR Kvenréttindafélags íslands um starfssvið væntan- legrar kvenlögreglu í Reykjavík, samþykktar á fundi félagsins í aprílmánuði 1941. 1. Kvenlögreglan sé sérstök deild innan lögregluliös- ins, er heyrir beint undir lögreglustjóra. 2. Verksviö i aðalatriðum sé: a. Umsjón með konum á öllum aldri, sem teknar eru höndum, á meðan þær eru í vörzlu lögreglunnar. Hér viljum við benda á, að það mun venja að stúlk- ur, sem teknar eru „úr umterð", eins og kallaö er, séu geymdar i kjallara lögreglustöðvarinnar. Alít- ur K.R.F.Í. nauðsynlegt, aö löjreglukonur séu jafn- an til taks, er slíkt kemur fyrir, svo og ef leita þarf á konum. b. Yfir-eftirlit meö útiveru barna á kvöldin, þannig að náiö samstarf sé á rnilli kvenlögreglunnar og þeirra lögregluþjóna, er hafa götugæzlu á hendi. Hlutverk kvenlögreglunnar yrði þá að vera tengi- liöur á rnilli heimila barnanna og lögreglunnar, og myndi á þann hátt eflaust nást betri árangur en fengizt hefir hingaö til i þá átt, aö uppræta óholla og óheppilega útivist barna og unglinga á kvöldin. c. Eftirlit tneö barnaleikvöllum, samkomum, baö- stöðum og öðrum stöðum, þar sem börn og ungling- ar venja komur sínar. Sömuleiðis eftirlit með hrein- læti á þeim stöðum, sem selja og framleiöa tilbúinn mat, svo sem mjólkur- og matvælabúðum, fisksölu- stööum og veitingastööum og yfirleitt allstaðar þar, sem almenningsheill krefst fullkomins hreinlætis. Er félaginu kunnugt um, aö lögreglustjóri er formaður heilbrigöisnefndar og telur það því mjög heppilegt. aö kvenlögreglan annist slikt eftirlit, sem íélagiö álitur bráðnauösynlegt, þar sem hreinlæti á mörgum slíkum stöðum er mjög ábótavant. d. Skoöun á húsnæöi, sem kært er yfir að ekki se ibúðarfært. Eftirlit með húsnæöi skóla og vinnu- stööva. Viljum viö i því sambandi nefna hina tnörgu smábarnaskóla, sem starfa hér í bænum. Rannsókn á heimilum, sem kært hefir veriö yfir varöandi með ferö þurfamanna bæjarins (sbr. framfærzlulögin. 44. gr.). Þá álitur félagiö að oft muni injög æskilegt, aö hægt sé aö nota aðstoð kvenlögreglunnar, þegar leitaö er hjálpar lögreglunnar vegna ölæöis eöa ann- arra heimilisástæöna. Að síðustu viljum viö taka fram, aö viö álítum tví- mælalaust æskilegt, aö kvenlögreglan aöstoöi rann- sóknarlögregluna viö meöferö mála varöandi börn og unglinga, sérstaklega unglingsstúlkur.

x

Nýtt kvennablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.