Nýtt kvennablað - 01.01.1944, Side 12

Nýtt kvennablað - 01.01.1944, Side 12
8 NÝTT KVENNABLAÐ Mæðralaun — barnastyrkir. Eins og áSur er tekið fram, felur „félagslegf öryggi“ í sér að öllum börnum sé séð fyrir sóma- samlegu uppeldi og menntun. Nú veit liver mað- ur, að það er að miklu leyti undir fárhag for- eldranna komið, með því þjóðfélagsfyrirkomu- lagi, sem nú er, livort barnið getur orðið aðnjót- andi góðs uppeldis og menntunar. Til þess að jafna þennan aðstöðumun, þurfa að koma barnastyrkir, sem færn eftir tekjum lieimilanna og væru bundnir við vissar lág'- markstekjur, en jafnframt miðuðust við ómaga- fjölda. Er þetta líka í samræmi við tillögur allra þeirra, er bezt hafa um þessi mál rætt og ritað. Slíkir styrkir ættu að sjálfsögðu að ganga til allra, sem liefðu börn á framfæri sínu, hvort sem um foreldra væri að ræða, einstæðar mæður eða fósturbörn ættu í hlut. Yæri hverri fjöl- skyldu þannig tryggðir þeir lífsafkomumögu- leikar, sem er nauðsynlegt skilyrði fyrir heil- brigðu og þroskavænlegu lífi. Nú gefur að skilja, að ef einstæð móðir, sem á mörg börn, á að annast þau sjálf og sjá þeim fyrir heimili, þá er það fullkomið starf handa henni, og hún gelur þvi ekki stundað aðra vinnu jafnframt, án þess að ofbjóða kröftum sínum og lieilsu, og það þó að hún gæti haft eitthvað af börnunum á leikskóla eða dagheimili og nægi- lega margt væri til af þeim stofnunum. Þvi er krafan um mæðralaun gömul og eru það aðallega kvenréttindafélögin, sem að henni standa. Er þá ætlast til að þjóðfélagið líti á móðurstarfið sem launavert starf í þágu heild- arinnar, og bæti konunni því upp, að liún getur ekki unnið launaða vinnu. Væru þá laun hennar frá rikinu, ásamt föð- urmeðlaginu, grunntekjur heimilisins, sbr. það, sem áður er sagt um barnastyrki. Ég veit ekki hvort mér Iiefir tekizt að gera það, sem ég vildi segja, nógu slcýrt og greini- legt. Það er erfitt i stuttri grein. En ég vona þó að það verði til þess, að konur Iiugsi um þessi mál, athugi hvert stefna beri og sjái hve lífs- nauðsynlegt er að við „fljótum ekki sofandi að feigðarósi“. Að við látum ekki semja lög um framtíðarskipan félagsmála án þess að álits kvenna sé leilað og án þess við sameinum radd- ir okkar í eina sterka, djúpa, volduga raust: Við viljum vera frjálsar að velja okkur stai’f, eftir því sem hæfileikar og menntun gerir okkur Ragnheiður Jónsdóttir: HILLINGAR Ilún var ein síns liðs á leiðinni suður og gaf sig ekki að neinum. En samferðafólkinu varð starsýnt á hana, þar sem hún sat teinrétt i sæt- inu. Sólargeislarnir léku um silfurhvítt hár henn- ar og yfir andlitinu, sem var slétt og bjart, hvíldi tignarleg ró, og dimmbláu augun virtust enn geyma ófölskvaðan æskueld. Fjarrænt bros lék um varir liennar. Hún var svo langt í burtu i sínum eigin húgsunum, að liún hrökk við i hvert skipti, sem bíllinn nam staðar. — Ætlar þú langt að ferðast, Þrúður? spurði einliver, sem var henni málkunnugur. — Já, ég ætla langt, sagði hún og brosti sínu bjarta brosi. — Eg ætla alla leið suður í átthag- ana. Ég hef ekki komið þangað í nær þvi fimm- tíu ár, ekki síðan ég var rúmlega tvítug. Samferðafólltið leit hvað á annað og undr- aðist. Gat það verið, að þessi glæslega kona væri komin yfir sjötugt? Og það horfði enn meira á hana en áður. Það var ekkert nýtt fyrir Þrúði, þó að hún vekti atliygli, enda virtist það ekki snerta hana neitt, og hún hvarf aftur inn i sinn draumaheim. Hún liafði eiginlega verið umtals- og undr- unarefni í hálfa öld, allt frá því að hún fluttist norður i ókunnugt byggðarlag og gerðist einbúi. Hún virtist bafa nóg fyrir sig að leggja. Um hverfis lítið, snoturt hús hennar var fagur blómagarður. Þar dvaldi hún löngum á sumrin og ræktaði mörg fágæt blóm. Á vetrum sat bún inni við hannyrðir og lest- bæfar til, án tillits til þess, Iivort við erum giftar eða ógiftar. Við viljum vera efnalega sjálfstæðar og óháðar manneskjur, en samt geta kosið að lifa heimilislífi, ala börn og annast þau. Við viljum ekki að börn okkar fari á mis við það, sem er frumburðaréttur bvers einasta manns, möguleikinn lil að lifa líkamlega heil- brigðu lífi, og tækifæri tii menntunar og and- legs þroska. María J. Knudsen.

x

Nýtt kvennablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.