Nýtt kvennablað - 01.05.1944, Blaðsíða 5

Nýtt kvennablað - 01.05.1944, Blaðsíða 5
P¥YTT KVENNABLAÐ ----------- - .1.111 I . ¦ I _ ¦__I------1_|—l_l-------------I — ¦— I Ml_¦----—,—----—---------------,------1|—~——- — ' ~ ——— -—»--—----_^_____---------^ _. _------1 -— ~ — - — ¦¦ ----------------— — - — Ragnheiður Pétursdóttir: 5. árg. - 4. tbl. Apr.,Maí. 1944. (fútuntUi clKCl mínKLnfy nLns ísímftlccL wjmyÁÍcLfyS. I fundarbók Hins íslenzka kvenfélags segir svo: „Hinn 26. janúar 1894 var fundur haldinn í Goodtemplarahúsinu í Reykjavík. Til fundarins höfðu boðað 8 konur i Reykjavík, til þess að koma á samskotum til styrktar háskóla á ís- Jandi. Á fundinum mættu hér um bil 200 konur úr Reykjavík og af Seltjarnarnesi. Tryggvi Gunn- arsson var fundarstjóri og lýsti tilgangi fundar- ins, en Þorvaldur Thoroddsen hél't langan fyrir- lestur um háskóla í ýmsum löndum. Þorbjörg Sveinsdóttir liélt langa ræðu um málið. Fund- urinn ályktaði i einu hljóði að safna gjöfum og efna til hlutaveltu, sem lialda átti næsta haust. — I nefnd voru kosnar 18 konur, sem áttu að hafa allar framkvæmdir í þessu mikla máli. Þessar konur voru kosnar: Sigþrúður Friðriksdóttir, Kristjana Hafstein, Jarþrúður Jdnsdóttir, Valgerður Björnsson, Þorbjörg Sveinsdótlir, Sigríður Eggerz, Anna Petersen, Kristjana Thorsteinssen, Hólmfríður Björnsdóttir, Marla Pétursdóttir, Þóra Thorodd- sen, Kristin Einarsdóttir, María Kristjánsdóttir, Elinborg Kristjánsson, Ingibjörg Grímsdóttir, Ingunn Hansdóttir og Guðrún Sigurðardóttir. Þrjár konur til vara: Kristín Arason, Þorhjörg Hafliðadóttir og Sigriðúr Magnúsdóttir." Eftir að hafa lesið fundarbækur Hins Islenzka kvenfélags og hugsað um fundarsamþykktir félagsins, finnst mér þessi hreyfing, sem rís hér í bæ í ársbyrjun 1894 vera andmæli gegn þing- inu, sem þá hafði oft fellt frumvarp um að stofna háskóla á Islandi. En mótmælin gegn hessari neitun Alþingis kom frá þeim konum, sém Jón biskup Helgason segir svo réttilega í sögu sinni um Reýkjávik, að hafi sett svip á bæinn. — Það gerist hér úti á íslandi það sama og gerzt hafði nokkurum tugum ára áður i Bandaríkjum Ameríku, að konurnar rísa upp og berjast fyrir frelsi annara. Þar byrjaði kven- frelsisbaráttan á því, að konur lóku sterkan þátt í því að þrælahaldið yrði afnumið. Hér er fyrsta pólitíska kvenfélagið stofnað til aukinn- ar háskólamenntunar og þá sérstaklega laga- menntunar. Þetta sýnir glöggt stórhug þessara kvenna. Að byrja starf sitt með því að auka andlegt frelsi þjóðarinnar. Það var samboðið upphafs- starfsemi kvenréttindanna á Islandi. Það var vitin'lega skipað i 18 kvenna nefnd- ina. Háyfirdómarafrúin var kjorin forseti. Hún hafði efni góð og góð húsakynni. Hún var höfð- ingi í lund og fyrirmannleg að vallarsýn. Um hana hlutu konur bæjarins að fylkja sér. Vara- forsetinn Þorbjörg Sveinsdóltir hefir efalaust átt mikinn þátt í þessari hreyfingu. Eldheit og álcöf fylgiskona hvers þess máls, sem hún áleit að væri þjóð sinni til frama og velferðar. — Elinborg Kristjánsdóttir, systir frú Sigþrúðar Friðriksdóttur og móðir frú Rristínar Vidalin Jacobsson var höfðingi, sem ekki átti marga sina líka. Og svona mátli segja um þessar kon- ur, sem kosnar voru í stjórn liáskólanefndar- innar. Það hefir verið stór fundur 1894 þar sem 200 konur voru saman komnar í einu. Og allar voru á sama máli um að hefja fjársöfnun til að koma upp háskóla á Islandi. Og málið átti að ná til allrar þjóðarinnar. — Ég býst við því, að bak við þetta mál sé pólitík sú á Alþingi, að hvað eftir annað hafði verið fellt frumvarp um stofnun liáskóla á Islandi. En flutningsmaður þess frumvarps var Benedikt sýslumaður Sveinsson, bróðir Þorbjargar ljósmóður. Ekki finnst mcr ég ganga þess dulin, að for- ystukonunum að þessari vakningu hafi verið það Ijóst, að þær með þessari fjársöfnun yrðu

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.