Nýtt kvennablað - 01.05.1944, Qupperneq 5

Nýtt kvennablað - 01.05.1944, Qupperneq 5
NÝTT KVENNABLAÐ 5. árg. - 4. ttol. Apr.,Maí. 1944. Ragnheiður Pétursdóttir: tfim.tntíu qaol ntÚMbiQ. Aúts LsíenJilca. hv£.n$.éda.%s. I fundarbók Hins íslenzka kvenfélags segir svo: „Hinn 26. janúar 1894 var fundur haldinn í Goodtemplarahúsinu í Reykjavík. Til fundarins höfðu boðað 8 konur i Reykjavík, til þess að koma á samskotum til styrktar háskóla á ís- Jandi. Á fundinum mættu hér um bil 200 konur úr Reykjavík og af Seltjarnarnesi. Tryggvi Gunn- arsson var fundarstjóri og lýsti tilgangi fundar- ins, en Þorvaldur Tboroddsen hélt langan fyrir- lestur um báskóla i ýmsum löndum. Þorbjörg Sveinsdóttir hélt langa ræðu um málið. Fund- urinn ályktaði í einu hljóði að safna gjöfum og efna til lilutaveltu, sem balda átli næsta liaust. —- í nefnd voru kosnar 18 konur, sem áttu að hafa allar framkvæmdir í þessu mikla máli. Þessar konur voru kosnar: Sigþrúður Friðriksdóttir, Kristjana Hafstein, •larþrúður Jónsdóttir, Valgerður Rjörnsson, Þorbjörg Sveinsdóttir, Sigríður Eggerz, Anna Þetersen, Kristjana Tborsteinssen, llólmfriður Björnsdóttir, Marla Pétursdóttir, Þóra Tborodd- sen, Kristin Einarsdóttir, María Kristjánsdóttir, Elinborg Kristjánsson, Ingibjörg Grímsdóttir, Ingunn Hansdóttir og Guðrún Sigurðardóttir. Þrjár konur lil vara: Kristin Arason, Þorbjörg Hafliðadóttir og Sigríður Magnúsdóttir.“ Eftir að bafa lesið fundarbækur Ilins Islenzka kvenfélags og bugsað um fundarsamþykktir félagsins, finnst mér þessi breyfing, sem rís hér í bæ í ársbyrjun 1894 vera andmæli gegn þing- inu, sem þá bafði oft fellt frumvarp um að stofna háskóla á Islandi. En mótmælin gegn þessari neitun Alþingis kom frá þeim konum, sem Jón biskup Helgason segir svo réttilega í sögu sinni um Reykjavík, að liafi selt svij) á bæinn. — Það gerisl hér úti á íslandi ]iað sama og gerzt bafði nokkurum tugum ára áður í Bandaríkjum Ameríku, að konurnar rísa upp og berjast fyrir frelsi annara. Þar byrjaði kven- frelsisbaráttan á því, að konur tóku sterkan ])átt í því að þrælahaldið yrði afnumið. Hér er fyrsta pólitíska kvenfélagið stofnað til aukinn- ar báskólamenntunar og ])á sérstaklega laga- menntunar. Þetta sýnir glöggt stórbug þessara kvenna. Að byrja slarf sitt með því að auka andlegt frelsi þjóðarinnar. Það var samboðið upphafs- starfsemi kvenréttindanna á íslandi. Það var viturlega skij)að i 18 kvenna nefnd- ina. Iláyfirdómarafrúin var kjörin forseli. Hún hafði efni góð og góð húsakynni. Hún var höfð- ingi í lund og fyrirmannleg að vallarsýn. Um hana blutu konur bæjarins að fylkja sér. Vara- forsetinn Þorbjörg Sveinsdóttir hefir efalaust átt mikinn þátt í þessari breyfingu. Eldheit og áköf fylgiskona livers þess máls, sem hún áleit að væri þjóð sinni til frama og velferðar. — Elinborg Kristjánsdóttir, systir frú Sigþrúðar Friðriksdóttur og móðir frú Kristinar Vidalin Jacobsson var höfðingi, sem ekki átti marga sina líka. Og svona mátti segja um þessar kon- ur, sem kosnar voru í stjórn báskólanefndar- innar. Það hefir verið stór fundur 1894 þar sem 200 konur voru saman komnar í einu. Og allar voru á sama máli um að befja fjársöfnun til að koma upp háskóla á íslandi. Og málið átli að ná til allrar þjóðarinnar. — Ég býst við því, að bak við þetta mál sé pólitík sú á Alþingi, að bvað eftir annað hafði verið felll frumvarp um stofnun háskóla á íslandi. En flutningsmaður þess frumvarps var Benedikt sýslumaður Sveinsson, bróðir Þorbjargar ljósmóður. Ekki finnst mér ég ganga þess dulin, að for- ystukonunum að þessari vakningu bafi verið það ljóst, að þær með þessari fjársöfnun yrðu

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.