Nýtt kvennablað - 01.05.1944, Side 10
6
NÝTT KVENNABLAÐ
Frú Ingibjörg
Þorsteins-
dóttir
Stephensen.
VINARKVEÐJA
..Seinl ég kem að signa þína gröf.“
Hún lézt í Rej'kjavík að Iieimili sinu Hóla-
brekku 19. april f. á. — Þeir sem liana þekktu
inyndu það mæla vilja, að líf hennar, persónu-
leiki og þrekraunir, hefðu verið þess virði, að
brugðið hefði verið upp mynd hennar i Ijósi
líðandi stundar. Skápgerð liennar, gáfur, tryggð
og vinarþel var svo fast mótað, og í svo miklu
samræmi, að ógleymanlegt verður þeim er nutu.
Við hlið liennar var skjól og öryggi skilnings
og kærleika. Þetta voru vöggugjafir hennar, og
hún varðveitti þær lil dauðadags. Hún bar þær
með sér bvar sem hún fór. Hún þroskaði þær
á allan hátt. Hún og allir þcir, sem með benni
voru, nutu þeirra á hamingjudögunum, þegar
sól skein í heiði og samvistir við eiginmann og
börn, veittu unað og gleði og vermdu hjartað.
()g — á dögum þrauta og þjáninga — 7 ára
sjúkdómslegu — lýstu þessir eiginleikar í
dimmunni, til styrktar og huggunar ástvinum
hcnnar, og öllum þeim, er af henni höfðu nokk-
ur kynni og unnu henni og kunnu að meta
sakir mannkosta og hugargöfgi.
ÖIl þessi ár, þessi 7 löngu ár, varð heimilið
sjúkrastofa hennar. En það var ekki sjúkrastofa
einmana sálar, sem allt verður að sækja til
vandalausra. Nei, bað var bið bezta og lilýjasta
vígi sem liugsanlegl var að hægt væri að veita
undir slíkum kringuinstæðum. Þar sem ástvinir
söfnuðust saman með alll, er til gleði gal orðið,
gáfu og þáðu jöfnum höndum, þar sem full-
orðnir synir fóru aldrei svo lil vinnu sinnar, að
ekki gæfu þeir sér tíma til, að lúta að mömmu
í kveðju skyni. Eiginmaður og börn tóku þar
böndum saman á hinn fegursta hátt. — Þar
sem bókaskápurinn stóð, j>ar voru þeir fjársjóð-
ir, er hún liafði notfært sér, og unnað heilum
hug, sígildar bókmenntir Jiví liún kunni að
velja og hafna. Hún kunni að lesa. Ljóðin kunni
hún og gal lil þeirra gripið hvenær sem var.
Þau áttu stað í hjarta hennar, þau fegurstu
þeirra.
Hugsjónir liennar og áhugamál voru svo lif-
andi og vakandi í sál hennar, að það var þraul-
in þyngst, að verða að liggja óvíg á miðjum
aldri, enda þótt þau hjón væru þá búin að ljúka
miklu dagsverki, þar sem upp voru komin ö
börn þeirra, mannvænleg og vel mennt.
En jiað var þó á þessari jiyrnibraut að Iugi-
björg Þorsteinsdóttir mín ógleymanlega
vina - varð stærst og minnisstæðusl. Þe 'ar
komið var í dyrnar að stofu hennar þá „skinu
augun langt á vegi“. Sá, sem kom og fór,
hann fór að auðugri af liennar fundi. Og aðdá-
un á þreki hennar og trúarraun, og kærleikur
og umhyggja ástvina hennar fylgdu honum æ
síðan, með þeirri ósk, að allir ættu slíka vernd
þegar á reynir, og slíkt heimili.
Enda liafði hún sjálf verið framúrskarandi
góð húsmóðir, og heimilið fyrirmynd að liátt-
prýði og reglusemi.
Ingibjörg var fædd 18. apríl 1875 að Högna-
stöðum í Þverárlilið. Dóttir Þorsteins Pétursson-
ar bónda þar, og konu lians Sigríðar Magnús-
dótlur.
Barn að aldri flullisl bann með foreldrum
sinum til Reykjavíkur. Ilún giftist árið 1902
Ögmundi Hanssyni Stephensen, binum ágæt-
asta mannkostamanni, vinsælum og vcl gefn-
um.
Þau byrjuðu búslcap að Hurðarhaki i Kjós,
á æskuheimili hans. Árið 1905 fluttust þau lil
Reykjavíkur að Iiólabrekku, og bjuggu þar
upp frá þvi.
Þau eignuðust 7 börn, dó eitl í æsku, cn 0
lifa.
Þessi fáu orð eru eigi annað en eins og einn
þáttur úr liðnu lífi göfugrar konu. Og fátæklegt
þakklæti fvrir gleði og góð áhrif æskuáranna,
og órjúfandi trvggð og vináttu til hinztu stundar.
S. E.
Hér eru nokkur spakmæli eftir Valtaire:
— Flestir menn deyja svo, að þeir hafa aldrei
lifað.
*
— Sá, sem ekki þolir að hugsa nema lil hálfs,
hann lifir ekki nema til hálfs.
★
— Sú stjórn er bezt, sem skipuö er sem fæstum
ónytjungum.