Nýtt kvennablað - 01.05.1944, Page 12

Nýtt kvennablað - 01.05.1944, Page 12
8 NÝTT KVENNABLAÐ a<5 vei-ða að veruleika. Island er að verða frjálsl Iýðveldi. Aldrei hefir konum hoðist amiað eins tæki- færi til þess að ná fullkomnu jafnrétti við karl- menn, að svo miklu leyti sem löggjöf geiur skapað slikt. Nú liggur fyrir að búa til stjórnar- slcrá íslenzka lýðveldisins, þá verða íslenzkar konur að iaka höndum saman lil þess að krefj- ast ])ess að sjálf stjórnarskráin tryggi þeim full- komið jafnrétti. Til þess verða konur allra flokka að hindast föstum samtökum. Landsfundur kvenna i júlí i vor mun eink- um ræða þessi aðalmál: 1. Jafnréttiskröftir kvenna og lýðræðisstjórn- arskráin. 2. Skipulagning kvenfélaga landsins um sam- hand um kvenréttindamál.“ „----— Við skorum á kvenfélög landsins að gera sitl ílrasla lil þess að senda fulltrúa á Landsfund kvenna í vor, og nota hið einsíæða tækifæri til samvinnu, sem sjálfsagt kemur aldrei oftar i okkar lífi. Merkari tímamót hefir Island aldrei lifað. Látum það ekki verða sagl um íslenzkar konur, að þær hregðist skyldu sinni við hið unga lýðveldi. Léggjum fram okk- ar skerf til þess að skapa lýðræði í þessu landi með virkri þátttöku kvenna í þjóðmálum. Sam- einum okkur um kröfuna um fullkomið jafn- rétti karla og kvenna. Komum sem flestar á Landsfund kvenna í vor og hjálpum lil þess að gera hann ógleym- anlegan.“ MAMMA. (Jóhanna Fr. Loftsdóttir, Borg). O, mamnia, ó, mamma, það elskaða orö á unaðar-bernskunnar lieini, og ungum sem gömlum þess ómur um storð ber indælan söngvanna hreim. Er barnshjartað viðkvæma hýsti sinn harm, er hræðsla og kvíði það skar, þú tókst mig í faðm, við þinn blessaða barm, á burtu allt mótlæti var. Ef sálarstríð baka mér samvizkan vann og sízt vildi auðsýna grið, ég sagði þér frá og þú sýndir mér H a n n, sem segir: „Ég gef yður frið“. í unaði’ og sorg varstu athvaríið mitt og enn er það huga míns þrá, að halla mér ástríka hjartað við þitt og heyra það fyrir mig slá. Þó oft værir, mamma, að efninu snauð, það ætíð var Ijóst fyrir mér, að sálin þín geymir þann gimsíeina-auð, sem göfgusíu drottningu ber. Og gnægð til að miðla frá Guði þú lilauzt — — til góðverka lundin er fús —. Að líkna þeim bágstöddu löngum þú kaust, já, líka hinni’ aumustu mús. Því kærleikans faðmur þinn umvefur allt, sem andar og hrærist þér nær. O, værirðu horfin, hve væri þá kalt þeim verum, sem ertu svo kær. í stjórn Kvenréttindafélags íslands eru eftir- taldar konur: Laufey Valdimarsdóttir formað- ur, Aöalhjörg Sigurðardóttir varaformaður. Meðstjórnendur: Maria J. Knudsen, Guðrún Stefánsdóttir og Charlotta Alhertsdóltir. Hjálpum til að klæða landið. „Sú kemur tíð, er sárin foldar gróa sveitirnar fyllast, akrar hylja móa, brauS veitir sonum móðurm Jdin frjóa, menningin vex í lundum nýrra skóga.“ (IJ. Hafstein). Hve særðan oft gladdi þín sól-hlýja lund, — það sá enginn maður né veit, — og öreigann saddi þín örláta mund. Það Alfaðir himnanna leit. Og þjáningasagan þín þeygi var skráð. En þrautirnar berðu með ró, því Frelsarinn segir: „Þér nægir mín náð“, og náðin hans veitir þér fró. Já, hann er í lííinu hjálp þín og skjól, tii himinsins vegurinn beinn, þitt eilífa lífið og sannleikans sól, er sífellt þér ljómar, — hann einn. — Og þegar hann kallar þig þrautunum frá, aö þiggja sín náðarlaun dýr, hve dásamleg verður þér dýrðarvist þá og dagurinn bjartur og nýr! í himninum fjársjóði finnurðu þá, sem fátækum miðlaðir hér. í Ijómanum kærleiks þeir lýsa þér frá, þú Lausnsrans helgaða ker.

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.