Nýtt kvennablað - 01.05.1944, Qupperneq 16

Nýtt kvennablað - 01.05.1944, Qupperneq 16
12 NÝTT KVENNABLAÐ Þeim þykir minnsta kosti gaman aS lesa ])ar skálda- mál kvennanna. Þar er líka sumstaSar slegi'5 á fína strengi, ekki síöur en hjá skáldum karlkynsins. Einu sinni geröi hagyrðingur i sveitinni minni eftirfarandi vísu til stúlku, sem einnig var hagorö : Þráfalt prísar þjóöin fín þær, sem vísur mála. Gáfum lýsa ljóöin ]>ín lágar dísin bála. Honum þótti vænt um hagoröu stúlkurnar þessum. Og þeim þykir þaö líklega fleirum. Ljóö kvenn- anna eru líka oft svo rik af næmum tilfinningum. Fallegt þótti mér jólaæfintýriö i desemberblaöinu, og væri gaman aö heyra fleira frá þeirri konu. — Frú Guðbjörg á Broddanesi er nú aö veröa þjóð- fræg kona fyrir sínar „Gömlu glæöur“. Þaö er ekki aö íurða þó aö mér hafi þótt góð sagan hennar úni hana Hcrborgu á Heiði.“ Úr öðru bréfi: ,,Þaö verður nú víst komandi til Reykjavíkur eða öllu heldur verandi þar til heimilis ]>egar hitaveitan er komin; mér finnst þetta bara eins og í æfintýr- um, livað allt er að veröa fullkomiö hér á jörðu — út á við — aö mirmsta kosti. — Vatniö streymir inn i húsin, hreint og tært, og allt það óhreina burt. Hitinn streymir inn í ýmsum myndum; auðvitað hverfur þá kuldinn að sama skapi; og allur óhroði sem okkar gömlu upphitun fylgir — enginn til lengur. — Ætli við hljótum ekki aö veröa betri menn líka?“ (Það verður aldrei ofmælt livaö hitaveitan er góö. Nú ætti bréfritarinn að koma „sviptúr" til Reykjavíkur og vita hvaö honum þætti um gæði mannanna). * Frá kvenfélögum í Danmörku. Síðan striðiö hófst, berast fáar fréttir frá hinni hernumdu dönsku þjóð, um dagiegt líf hennar og viðhorf í félagsmálum innanlands. Hitt vitum viö, að hún er hart leikin af erlendri kúgun, og aö of- sóknir og ofbeldi eru þar nú tíðir viðburðir, en að viðnám hennar eykst eftir þvi sem kostir hennar þrengjast. Á þessum erfiðu árum hafa kvenfélög og kvenna- samtök landsins leyst af höndum geysimikið verk. Þau hafa lyft merkinu hátt og haldið ótrauð áfram starfi. Jafnframt hafa þau snúið sér að nýjum verkefnum, til að bæta úr þeirri þörf, sem breytt- ir tímar skapa. Meðal annars hafa þau komið á fót hjálpar- stúlkustöðvum víðsvegar um landið. Þangað geta heimili snúið sér, þegar veikindi ber að höndum eða húsmóðirin verður að taka sér hvíld heilsu sinnar vegna. Stöðin sendir þá hjálparstúlku heim á heimilið og húsmóðirin getur verið róleg. Þá hafa verið settar á slofn vinnustofur, sem taka að sér allskonar viðgerðir á fatnaði gegn ótrúlega lágu gjaldi. Má geta nærri hve ómetanlegt hagræði slíkt er einyrkja húsmæðrum bæði í sveitum og borgum. Vinnustofur þessar gera auk ]>ess tvö- fallt gagn — þær veita mörgum konum og stúlk- um atvinnu, sem ekki hafa tök á að vinna fullan vinnudag utan heimilis sins, en hafa þó tíma og vilja. eða þörf fyrir að vinna sér eitthvað inn, og hæta þannig hag sinn. Hvorutveggja þessi starfsemi er borin uppi fjár- hagslega af hinu opinhera. * Mjög íallegur kjóll, sem er nothæfur við flest tækifæri: Fyrirmyndin er hlár með bronz'elituðum stjörnum. Smásteik. Höggvið kjötið smátt. Þerrið þaö, ef með þarf, með klút, undnum úr heitu vatni. Sjóðhitið pönnuna. Ketið steikt í J4 matsk. af smjörl. eða tólg, með ör- litlu salti, pipar og lárberjalaufi. Hell sjóðandi vami á og það soðið í —i klukkustund. Ketið þá fært upp úr. Sósa löguð með hveitijafningi og henni helt yfir. Borðað með kartöflum. NÝTT KVENNABLAÐ Kemur út iiiánaðarlega frá október—mai, -— Gjalddagi í júni ár hvert. Verð árg. kr. 8.50. 8 sinnum á ári, — fellur niður sumarmánuðina. Afgreiðsla: Fyrir Reykjavík: Framnesveg 38. Fyrir sveitirnar: Fjölnisveg 7. Utanáskrift: Nýtt kvennablað. Pósthólf 613, Reykjavík. Ritstjórar og útgefendur Guðrún Stefánsdóttir, Fjölnisveg 7. Sími 2740. María J. Knudsen, Framnesveg 38. Sími 5516. Prentað í Félagsprentpsmiðjunni li.f.

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.