Nýtt kvennablað - 01.09.1945, Qupperneq 3
6. árg. — 5. tölubl.
MYTT
KYEMNABLAÐ
júní - sept. — 1945
JóNfNA LfNDAL, Lækjamóti:
Orlof húsmæðra
Á fyrsta landsfundi kvenna sem frú Bríet
Bjarnhéðinsdóttir boðaði til og stjórnaði, kom
virðuleg húsmóðir vestan af landi. Hún mælti:
Þessi fundur er einstakt fyrirbrygði í lífi mínu,
því það eru fyrstu dagarnir sem ég hef átt
frí“.
Hún var 71 árs að aldri.
Mundu ekki margar húsmæður mega mæla
slíkt hið sama. Þær hafa aldrei á langri æfi
eignast frí í heila viku. Nú var þessi kona, sem
mun hafa verið náskyld Jóni Sigurðssyni for-
seta, komin á fyrsta kvenréttindafund sem
henni var boðaður, til þess að heimta meira
frelsi fyrir sig og stallsystur sínar.
Þetta var fyrsta opinbera samkoman á landi
hér, sem henni gafst kostur á að segja frá kjör-
um sínum og stallsystra sinna. Engin mein
verða læknuð nema þau séu fundin og venju-
lega finnast þau með þeim hætti að sjúklingur-
inn segir sjálfur frá þeim.
Síðan þessi fundur var haldinn er liðinn % úr
öld, er það ekki nokkur umhugsunartími um
það, að þetta mein þurfi að læknast og þáð sé
mikil þörf og nauðsyn fyrir húsmæður, sem
hafa heimili og börn að annast, að eiga nokk-
urra daga frí á ári hverju.
Nú er svo komið, að allar konur sem vinna
einhver störf utan heimilis fá orlofsfé. Hlýtur
þá hverri konu með fullri skynsemi að vera
ljóst, hversu réttur hennar er fyrir borð borinn
með því að hún aldrei fær neitt orlofsfé og
hversu starf hennar er lítilsvirt í þjóðfélaginu
þrátt fyrir það, að liún annist uppeldi þjóðfé-
lagsþegnanna meðan þeir eru mest hjálpar-
þurfi, og er auk þess aflgjafi heimilisins og
umhyggjusöm húsmóðir manns síns.
Væri ekki að undra, þótt ungum konum ógn-
aði að ganga í hjónaband, þegar réttur giftu
konunnar er þannig fyrir borð borinn. Mætti
ekki ætla að þær hættu því með öllu.
Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir sagði frá
kennslustund í barnaskóla í útvarpserindi í vet-
ur. Þessi kennslustund var all merkileg, þar sem
hún reyndi að kynna sér óskir og þrár barn-
anna. Kom þar skýrt fram móðureðli smástúlkn-
anna og löngun þeirra til að annast lítið barn.
Þessi þrá er ein af dýrmætustu gjöfum skapar-
ans og þær gjafir ber að heiðra og beina þeim
í réttan farveg.
Eftir þessum athugunum að dæma er útlit
fyrir að engin hætta sé á því að konur hætti að
gifta sig. Því það er ósk þeirra og þrá að verða
mæður og húsmæður, en hvort þær í byrjun at-
huga allar þær skyldur, ábyrgð og ófrelsi, sem
húsmóðurstöðunni fylgir er annað mál.
Störfum húsmæðra er þannig háttað, að þar
er eilíf endurtekning í starfinu. Dag eftir dag,
viku eftir viku, ár eftir ár.
Ein eldri kona sagði við mig er við ræddum
um húsmóðurstöðuna. „Það tekur enda með
börnin, þau vaxa upp en það tekur aldrei enda
með matinn.“
Það er því engri stétt meiri nauðsyn en hús-
mæðrunum að fá orlof til viðhalds starfsgleði
sinni og lífsþrótti.
Þær konur, sem eru þannig settar, að eigin-
menn þeirra hafa orlofsfé, eiga augsýnilega
þetta fé jafnt þeim. En bændastéttin á nú ekki
því láni að fagna og verður því að skapa sér
orlofsfé sjálf ef vel gengur, en ella ekki neitt
og svo mun það jafnan verða. Enda mun flesta
bændur fýsa meira að gera umbætur á jörð
sinni eða kaupa sér vinnuvél fyrir þann af-