Nýtt kvennablað - 01.09.1945, Page 20

Nýtt kvennablað - 01.09.1945, Page 20
18 NÝTT KVENNABLAÐ og sláturgerð, ennfremur meðferð mjólkur og hirðing húsdýra, teljum vér æskilegt, að skólarnir hefjist um áramót. Sumarleyfi verði 6—8 vikur í mánuðunum júlí og ágúst. 3. 6. Landsþing kvenna beinir þeirri áskorun til for'- stöðukvenna og skólanefnda húsmæðraskóla í sveitum að taka upp þann sið, að ætla húsfreyjum héraðsins ein- hvern vissan tíma til hvíldar- og skemmtidvalar í skól- anum, svo sem þegar hefir verið gert um nokkura ára skeið við Blönduóssskóla. 4. 6. landsþing K. I. telur sjálfsagt að húsmæðrakenn- araskóli íslands verði heimavistarskóli í nánd við Reykjavík, og hafi skólinn land og bú til umráða. Skól- inn hafi aðgang að vöggustofu, og sé lögð hin ríkasta áhersla á, að gera nemendurna hæfa til að kenna hin- um verðandi mæðrum undirstöðuatriði andlegrar og lík- amlegrar meðferðar bamsins fyrstu árin. Svohljóðandi greinargerð fylgdi: Það er almennt álit uppeldisfræðinga, að áhrif þau, er barnið verður fyrir fyrstu ár ævi sinnar, marki svo djúp spor í sálarlífi þess, að þau verði varanleg ti! æviloka. Því er nauðsynlegt, að mæðurnar fái leiðbein- ingar, er veki þær til umhugsunar um þá ábyrgð og þann vanda, sem þær takast á hendur með því að sá fyrstu fræjum trúar og siðgæðis í sálu barnsins. 5. Vegna hins ágæta árangurs, sem fengist hefir af umferðakennslu ráðunautar Kvenfélagasambands ís- lands, ákveður 6. Landsþing kvenna að fela stjórn sinni að ráða svo fljótt sem auðið er, annan starfsmann til viðbótar til umferðakennslunnar. í byrjun fundarins minntist forseti K. f., frú Ragn- hildur Pétursdóttir, þriggja látinna merkiskvenna, þeirra frú Sigrúnar P. Blöndal, Hallormsstað, frú Sigríðar Sigfúsdóttur, Arnheiðarstöðum, frú Margrétar Pétursdóttur, Egilsstöðum og frk. Hólmfríðar Gísla- dóttur stofnenda Húsmæðraskóla Reykjavíkur, og risu fundarkonur úr sætum til að heiðra minningu þeirra. Síðar var svo eitt kvöld fundartímans helgað minn- ingu frú Sigrúnar Blöndal sérstaklega, en hún var einn hinn bezti starfskraftur, er K, 1. hefir átt. Var flutt þar minningarræða, er frú Margrét Friðriksdóttir á Seyðisfirði hafði sent þinginu. Sunginn var sálmur á undan og eftir. Daginn eftir ákvað þingið að gefa vandaðan ljósa- útbúnað á altari fyrirhugaðrar kapellu á Hallormsstað. Þá var og samþykkt að láta gera málverk af frú Elínu Briem, brautryðjanda húsmæðrafræðslunnar hér á landi. Skal myndin falin húsmæðrakennaraskóla ís- lands til varðveizlu. Stjórn K. I. skipa nú: frú Ragnhildur Pétursdóttir formaður, meðstjórnendur frú Guðrún Pétursdóttir og frú Aðalbjörg Sigurðardóttir. í varastjórn: frú Jónína Guðmundsdóttir. Þinginu lauk að kvöldi 8. júní með borðhaldi í Skíða- skálanum. Næsta dag voru fulltrúar boðnir til Bessa- staða og nutu þar hinnar alúðlegu gestrisni forseta- hjónanna. Fulltrúafundur Kvenréttindafélags íslands Fulltrúaráðsfundur Kvenréttindafélags Islands var haldinn í Skíðaskálanum í Hveradölum 26. og 27. júni síðastliðinn. Fundinn sátu auk miðstjórnar Kvenrétt- indafélagsins fulltrúar úr öllum fjórðungum landsins. Eins og kunnugt er var Kvenréttindafélag Islands gert að landsfélagi samkvæmt samþykkt síðasta landsfundar kvenna, sem haldinn var á Þingvöllum fyrir rúmu ári síðan. Miðstjórn Kvenréttindafélagsins skipa auk stjórnar K. R. F. í. í Reykjavík, fjórar konur, ein úr hverjum pólitískum flokki, búsettar í Reykjavík og þrír fulitrúar úr hverjum landsfjórðungi. Helztu mál fundarins voru: Minningar- og menning- arsjóður kvenna, samstarf kvenféiaga við K. R. F. L, útbreiðslumál, Hallveigarstaðir, og þátttaka kvenna í opinberum málum og aukin áhrif þeirra á þjóðfélags- mál. I Minningar- og menningarsjóð kvenna hafa þegar safnazt rúmar 25 þúsundir kr., þar af yfir 19 þúsund til minningar um Bríeti Bjafnhéðinsdóttur, sem var stofnandi sjóðsins. Hitt eru gjafir til minningar um ýmsar aðrar merkar konur. Tilgangur sjóðsins er að vinna að menningarmálum kvenna. a. Með því að styðja konur til framhaldsmenntunar við æðri menntastofnanir, hérlendis og erlendis með náms og ferðastyrkjum. Ef ástæður þykja til, svo sem sérstakir hæfileikar og efnaskortur, má einnig styðja stúlkur til byrjunarnáms, t. d. í menntaskóla. b. Með því að styðja konur til framhaldsrannsókna, að loknu námi, og til náms og ferðalaga til undirbún- ings þjóðfélagslegum störfum. c. Með því að veita konum styrk til ritstarfa eða verð- launa ritgerðir, einkum um þjóðfélagsmál er varða á- hugamál kvenna. Tekjur sjóðsins eru dánar- og minningargjafir, áheit og aðrar gjafir og tekjur af ýmsri starfsemi í þágu sjóðsins. Samþykkt var að hafa einn fjársöfnunardag á ári fyrir sjóðinn, var til þess valinn 27. september, sem er fæðingardagur Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Þá var og á- kveðið að 3/4 af því fé, sem inn kemur með fjársöfnun, merkjasölu eða minningarspjöldum megi þegar verja til námstyrkja samkvæmt tilgangi sjóðsins. Sjóðnum skal fylgja sérstök bók og skal, ef óskað er, geyma í henni nöfn, myndir og helztu æviatriði þeirra, sem minnst er með minningar- eða dánargjöfum. Ævi- minningar þeirra, bréf eða ritverk, sem eftir þær liggja, lætur sjóðstjórnin geyma á tryggum stað, t. d. í hand- ritasafni Landsbókasafnsins. Minningarbókin skal geymd á sama stað. — Stjórn sjóðsins er skipuð fimm konum. Samstarf kvenfélaga við K. R. I. F.: Kenfélög sem taka vilja þátt í starfi félagsins kjósi þriggja kvenna nefnd, sem starfi í sambandi við K. R. F. í. — Á fundinum var rætt um starf þessara kven-

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.