Nýtt kvennablað - 01.09.1945, Blaðsíða 22

Nýtt kvennablað - 01.09.1945, Blaðsíða 22
20 NÝTT KVENNABLAÐ Frú — Húsfreyja — Ungfrú. Oft hefir verið um það rætt og ritað, hvort ekki mundi heppilegast að breyta núverandi ávarpsformi kvenna þann veg að ávarpið „frú“ væri notað við allar konur, ungar og gamlar, giftar og ógiftar, á sama hátt og „herra“ er notað við alla karlmenn. Þó hefir þetta aldrei komist lengra en í umræður einar. En nú hefir ritstjóri Samvinnunnar Jónas Jónsson alþm. gengið fram fyrir skjöldu og til- kynnt að hann muni á næsta Alþingi bera fram tillögu í frumvarpsformi, um að ávarpið „frú“ verði lögfest. Ættu því konur, hvern titilinn sem þær nú bera, að taka til yfirvegunar, hvort þær telja æskilegt að breyta þessu, eða ekki. óneitanlega hefir þessi breyting mikið til síns máls, og þægi- legra væri að þurfa ekki að gera sér rellu út af því hvort kona er gift eða ógift, en aftur á móti kynni maður líklega hálf illa við fyrst í stað, a. m. k., að skrifa „frú“ utan á jóla- eða af- mæliskort til 3—5 ára telpu. Snotrir kjólar á ungar stúlkur. Væri gáman að heyra álit kvenna. Skrifið blaðinu hvað þið kjósið í þessu efni. ÚR BRÉFUM: Nú á þessum tímum er ekki hægt að fá börn til þess að gjöra neitt nema fyrir svo og svo mikla peninga og tel ég það illa farið, finnst mér að börn séu farin að fá of mikil yfirráð yfir peningum, og er það mikið hættumál fyrir komandi kynslóð, því ekkert er nauðsyn- legra lítilli fámennri þjóð en að kunna að fara með fjármál sín, og er það ailt undir æskulýð landsins komið með það sem svo margt annað að það vel takist. Tel ég það mál skólanna í landinu að kenna börnum og ungl- ingum að fara vel með það sem þau eiga, er mér þetta mál dálítið kunnugt, því það kemur oft fyrir að ég verð þess vör að drengir 8—10 ára komi og kaupi sér sæl- gæti fyrir 5—10 krónur. En ekki má skilja mál mitt svo að ekki sé rétt að greiða börnum fyrir það sem þau gjöra, síður en svo, en ekki að kaupa þau til þess að fara í sendiferð fyrir mömmu og pabba, vill það þó víða koma fyrir. Kona, sem skrifar okkur, hefur flutt í aðra sveit, og líkar sumarið í nýju sveitinni ekki upp á það bezta, endar bréfið svona: „Við sjáurn hvað setur, senn kemur vetur. Hver veit nema rökkrið reynist mér betur!“ Fallegt í serviettuhorn og hrahkasmekk NÝTT KVENNABLAÐ kemur út mánaðarlega frá október—maí, — 8 sinnum á ári, fellur niður sumarmánuðina. Gjalddagi í júní ár hvert. Verð árg. kr. 10.00. Afyreiðsla: Fyrir Reykjavík: Guðrúnargötu 4. Fyrir sveitirnar: Fjölnisveg 7. Utanáskrift: Nýtt kvennablað. Pósthólf 613, Reykjavík Ritstjórar og útgefendur Guðrún Stefánsdóttir, Fjölnisveg 7. Sími 2740. María J. Knudsen, Guðrúnargötu 4. Sími 5516. Prentað í ísafoldarprentsmiðju h.f.

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.