Nýtt kvennablað - 01.09.1945, Side 13

Nýtt kvennablað - 01.09.1945, Side 13
NÝTT KVENNABLAÐ 11 bræðralag. Öðrum fannst hún „ókvenleg", ekki sízt karlmönnum, sem lítið var um það gefið að konur seildust inn á þeirra verkahring, og jafn- vel óttuðust að þær tækju völdin í sínar hend- ur. Heima fyrir voru harðar rimmur háðar út af fyrirlestrum og skrifum frú Bríetar um jafn- réttismálin. En andúð og mótspyrna ýmsra, bæði karla og kvenna gegn kvenfrelsis- og jafnréttismálunum styrktu konur sem með þeim voru, í þeirri trú að þær væru líka menn og helmingur allrar þjóðarinnar og að þær gætu ekki lengur setið hjá aðgerðarlausar og látið karlmennina eina stjórna þjóðarbúinu. 19. júni 1915 fengu íslenzkar konur kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Þessum mikla sigri var fagnað. Djúp fagnaðaralda hreif hugi þeirra sem fyrir þessu höfðu barizt. En sem fyrr voru konur yfirleitt hlédrægar og höfðu sig lítið í frammi. Þá brýndi frú Bríet þær til þess að not- færa sér hin fengnu og lengi þráðu réttindi. Hún var alltaf ung í anda, hafði óbilandi kjark og vinnuþol og brennandi áhuga fyrir öllum framfaramálum þjóðarinnar. En íslenzk ein- angrun og kúgun var aldagamall vani og kon- unum lengi fjötur um fót. Margar eldri konur voru þyrstar í fróðleik og söknuðu þess alla æfi að hafa ekki í æsku getað notið skólamenntun- ar. Nú birti af nýjum degi. Skólunum fjölgaði og gáfaðar ungar stúlkur gátu ásamt bræðrum sínum gengið á æðri skóla og að náminu loknu stóð þeim opin leið að ýmsum störfum og em- bættum. En þá var sá þröskuldur í vegi, að fá- tækum stúlkum var erfitt að kosta sig til fram- haldsnáms. — Sumarkaup þeirra við erfiðis- vinnu hrökk skammt, oftast var það helmingi lægra en karlmanna, urðu því margar að hætta á hálfnaðri leið vegna efnaskorts. Frú Bríet fann hvar skórinn kreppti að og að úr þessu yrði að bæta. Vaknaði þá þessi hugmynd hjá henni að stofna þyrfti Menningarsjóð kvenna. — Er sá sjóður nú stofnaður og heitir Menn- ingar- og minningarsjóður kvenna og er hann nú orðinn kr. 25000.00. En betur má ef duga skal. Kvenþjóðin, og öll íslenzka þjóðin, stendur í mikilli þakkarskuld við frú Bríetu Bjarnhéð- insdóttur. Á engan hátt gæti hún heiðrað minn- ingu hennar betur, en með því að efla þennan sjóð sem mest, svo hægt væri að veita fé úr honum hið fyrsta. Ákveðið er að hafa einn sér- stakan söfnunardag á ári hverju til eflingar sjóðnum. Dagurinn er 27. september — afmæl- isdagur frú Bríetar. — í haust verður fyrsti fjársöfnunardagurinn. Þá er gott tækifæri fyr- ir íslenzku þjóðina að sýna í verki að hún minn- ist brautryðjandans og kann vel að meta starf hennar og um leið greiða götu ungu stúlknanna, svo þær hljóti þá menntun að þær séu færar um að leggja góðan skerf til að byggja upp hið unga íslenzka lýðveldi. Védís Jónsdóttir Útvarpið og „kvenlegir eiginleikar“. Nokkrum dögum eftir útvarpskvöld Kven- réttindafélags Islands 19. júní s. 1., þar sem konur töluðu að flestra dómi ágætlega fyrir launajafnrétti og öðrum réttinda- og áhugamál- um sínum, flutti Vilhjálmur Þ. Gíslason þáttinn „Um daginn og veginn“. Að sögn þeirra er hlýddu, (en sú sem þetta ritar fór á mis við þá ánægju) kom skólastjórinn nokkuð inn á það, sem vakið var máls á hér í síðasta blaði, að konur þyrftu oftar að láta til sín heyra í út- varpinu. Taldi hann öll tormerki á að liægt væri að fá kvenfólk að hljóðnemanum. Ýmist vildu þær það ekki, eða eiginmenn þeirra settu blátt bann fyrir slíkt. Þó voru heiðarlegar undan- tekningar. Einn elskulegur eiginmaður hafði t. d. tekið boði útvarpsins grátfeginn, því „hún talar þá ekki heima á meðan“. Smekklega sagt: En annars hafði Vilhjálmur Gíslason fullyrt, og má telja víst að hann hafi gert það fyrir hönd útvarpsráðs, að konur væri æfinlega vel- komnar með hugðarefni sín í útvarpið, ef þær töluðu í samræmi við sína „kvenlegu eiginleika“. (Eg treysti því að hér sé rétt með farið). Nú væri því næsta fróðlegt að spyrja: Hvað telur skólastjórinn og útvarpsráð kvenlega eigin- leika ? Er t. d. ókvenlegt af ungri stúlku, sem stund- að hefur nám við Verzlunarskóla fslands, svo eitt dæmi sé nefnt, að fara fram á sömu laun fyrir vinnu sína og skólabróðir hennar, er vinn- ur sama eða samskonar starf? Er ókvenlegt af húsmóðurinni að ætlast til að starf hennar sé metið til jafns við vinnu bónda hennar, og að henni sé því með nútíma tækni og félagslegri samhjálp tryggður hæfilegur vinnutími og sæmileg hvíld? Og þannig mætti lengi halda áfram. M. J. K. Nýju kvennablaði hefur verið sent hið nýja ársrit kvenna: EMBLA. Ritstjórar eru: Valborg' Bentsdóttir, Karólína Einarsdóttir og Valdís Halldói'sdóttir. Embia flytur: ljóð, sögur, ferðaminnigar o. fl. og er ætlað að vera bókmenntaleg. Er allvel af stað farið og óskar blaðið útgefendunum til hamingju með ritið.

x

Nýtt kvennablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.