Nýtt kvennablað - 01.09.1945, Blaðsíða 19

Nýtt kvennablað - 01.09.1945, Blaðsíða 19
NÝTT KVENNABLAÐ 17 Sjötfa landsþing Kvenfélagasambands íslands 6. landsþing Kvenfélagasambands íslands var haldið í Skíðaskálanum í Hveradölum dagana 4.—8. júní s. 1. Þingið sátu 34 fulltrúar frá 30 félagssam- böndum, auk starfsmanna sambandsins, Svövu Þorleifsdóttur heimilismálastjóra og Rannveig- ar Kristjánsdóttur, heimilismálaráðunauts. Á síðastliðnu ári setti K. f. upp skrifstofu í Reykjavík og hefir nú tvo fasta starfsmenn í þjónustu sinni. Vinnur annar að skipulagsmál- um og veitir skrifstofunni forstöðu en hin að umferðakennslu í húsmæðrafræðum. Heimilis- málaráðunautur hefir ferðast um Gullbringu- og Kjósarsýslu og Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og haldið námskeið fyrir húsmæður bæði í sveit- um og þorpum og fyrir telpur í barnaskóla Borgarness. Annað námskeið fyrir barnaskóla- stúlkur hafði K. í. á Akranesi. Kennari þar var Þorgerður Þorvarðardóttir, húsmæðrakennai’i. Á þinginu voru, auk fjármála sambandsins og lagabreytinga, rædd ýms merkileg mál og gerð ? ar ályktanir um nokkrar nýjungar í starfi K. í. og verður hér stiklað á því merkasta: Sýningar. Heimilismálaráðunautur bar fram tillög’u um að K. í. efndi til heimilismálasýningar, helzt nú í haust, og gerði grein fyrir hinum ýmsu atriðum, sem hún hugsar sér að sýningin fjalli um. Samþykkt var áskorun til stjórn- ar K. í. um að beita sér fyrir framkvæmdum þessa máls. ins. Þetta er þó í raun réttu smámunir hjá því sem ágætt er og timabært. Og jafnvel þótt höf. virðist ekki að fullu vera laus undan áhrifum hefðbundinnar fyr- irframskoðunar á eðli konunnar, er skilningur hans djúptækur, hreinskilni hans og djörfung einstæð og jafnréttiskennd hans óvenju viðtæk og heilbrigð á þessu sviði. Kæmi mér ekki á óvart, þótt hann að því leyti væri á undan flestum kynbræðrum sínum — og þó engu síður konunum — sumum hverjum. Eða munu þeir og þær almennt hafa gert sér ljóst sannleiksgildi þessara °rða höfundar: „Meðan konan er ekki fullkomlega frjáls, (eða veit ekki að hún er það), getur karlmaður- lnn ekki orðið frjáls heldur. Karlmennirnir eiga að skoða konuna í einu og öllu sem jafningja sinn og fé- laga, en ekki sem munaðarvöru eða glingur". Hvað segið þið konur? Megum við ekki þakka þeim karlmanni, sem er svo andlega frjáls að skrifa þannig? /. Þ. Ú tvarps frxðsla. Látin var í ljós óánægja yfir því, að húsmæðratímar útvarpsins hefðu fallið niður, og samþykkt að beina til útvarpsráðs áskorun um að sá þáttur yrði tekinn á ný umsjónar. Sömuleiðis að stjórn K. í. semdi við útvarps- á dagskrá útvarpsins, og hann falinn stjórn K. I. til ráð um flutning erinda, er varða áhugamál kvenna. Áhaldakaup o. fl. Samkvæmt áskorun frá sambandi sunnlenzkra kvenna samþykkti þingið að fela stjórn Ií. í. að fylgjast með nýjungum, er varða hagkvæm áhöld til heimilisnotkun- ar og beita sér fyrir að þau fáist flutt inn með sömu kjörum og Búnaðarfélag íslands fær áhöld til land- búnaðar. Samþykkt áskorun til stjórnar K. í. um að hlutast til um að selt verði á frjálsum markaði sveppager til heim- ilisnotkunar, en fáist það ekki, þá selt beint til kven- félaganna. Málgagn fyrir K. í. Frú Valgerður Helgadóttir frá Hólmi í Landbroti bar fram ósk um að K. í. sæi sér fært að koma upp blaði, sem ræddi áhugamál sambandsins og þau mál, er varða húsmæðurnar og heimilin. En þar sem fjárhagur K. í. var talinn of þröngur til þess að standast kostnað blaðs eða tímarits, var samþykkt að fresta málinu um tveggja ára skeið. Hallveigarstaðir og framtíðarheimili K. I. Samþykkt var að verða við tilmælum skilanefndai' kvennaheimilis Hallveigarstaða um að K. I. kysi 3 full- trúa í framkvæmdastjórn sjálfseignarstofnunarinnar, sem nú er í undirbúningi í stað hlutafélagsins. Þá var og samþykkt að K. í. legði á næstu fimm árum fram kr. 5000.00 árlega til byggingar Hallveigarstaða og tryggði sér með því húsnæði fyrir skrifstofu sína. Handbók fyrir húsmæður. Flutningsmaður, frú Jónína S. Líndal, Lækjarmóti. Taldi hún mikla nauðsyn á slíkri bók, sem komið gæti húsmæðrum að álíka notum og Kvennafræðari Elínar Briem gerði á sínum tíma. — Tillaga frá Jónínu S. Líndal var samþykkt og voru kosnar til að annast út- gáfu bókarinnar: Frú Jónína S. Líndal, frú Rannveig Kristjánsdóttir, frú Fjóla Fjeldsted. Ályktanir og samþykktir þingsins: 1. 6. Landsþing Kvenfélagasambands íslands lýsir á- nægju sinni yfir störfum milliþinganefndar í skólamál- um og telur að samræmingin, á skólum landsins, sem til- lögur hennar eru byggðar á, hljóti að verða stórt fram- faraspor i uppeldismálum þjóðarinnar. Jafnframt leggur þingið áherslu á, að menntun þeirra kvenna, er eiga að verða kennarar við húsmæðraskóla landsins, verði hliðstæð menntun þeirri, sem kennurum við gagnfræðaskóla er skylt að hafa. 2. C. landsþing K. í. telur nauðsynlegt, að húsmæðra- skólar í sveit starfi í 10 mánuði á ári. Vegna þess að sjálfsagt er, að þar verði kennt garðyrkja, niðursuðu-

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.