Nýtt kvennablað - 01.09.1945, Side 8
6
NÝTT KVENNABLAÐ
Leconte de Lisle: PAYSAGE POLAIRE
y]orchir ui u eimóLamt
Eini k
venguðfræði
landsins
ngur
Sofandi heimur, heimur íss og mjalla,
húmveröld náhvít, döpru ljósi skyggð,
frostmekki hulin, klofin kuldans sigð,
klakaberg rísa á auðnum jökulvalla.
Yfir þennan ægi víða sæ
af ísi og snævi fer með nöprum hreimi
nístandi rok, í hels og ógna heimi
hvín það og ymur dimmt um dauðans glæ.
Hér ríkja í þrúðgri þögn um aldir alda
þursaleg nátttröll fornra máttarvalda,
samfrosta þeirra sál við ísinn bleika.
Rymjandi af kæti um klakans hálu gljá,
klæddur í feld sem líkist gömlum snjá,
riðandi höfði einn sést ísbjörn reika.
Fríða Einars þýddi.
WULr
Maðkur, sem unir moldarlífi þínu,
miskunn dalfiska enn um stund þér hlúi,
iðandi skari, moldarmaðka grúi,
— máttug er jörð og góð í eðli sínu.
Sæfiska mergðin merlar djúpa voga,
maurildisbjarmi skín af fölu djúpi,
iðandi lífið, vafið vatnsins hjúpi
víðáttur hafsins glæðir dularloga.
(Úr íslandskantötu).
Fríða Einars.
I Garðastræti 44 í Reykjavík búa ung hjón
með ellefu mánaða gamalt barn sitt. Kona.
tíguleg og björt yfirlitum, kom til dyranna
er eg hringdi dyrabjöllunni.
Eruð þér frú Geirþrúður Bernhöft, spurði eg,
og játaði hún því. Það var einmitt hún, seni
mér hafði leikið hugur á að sjá.
Frú cand. theol. Geirþrúður Bernhöft er fædd
19. júlí 1921 í Ingólfsstræti 9 í Reykjavík, dótt-
ir Jóns Sívertsen, skólastjóra, og Hildar konu
hans Helgadóttur Zöega, en gift Sverri Bern-
höft stórkaupmanni, syni Vilhelms Bernhöft
tannlæknis og konu hans Kristínar Þorláksdótt-
ur Johnson, 2'. júlí 1943.
12 ára gömul tók hún inntökupróf í Hinn al-
menna menntaskóla, lauk stúdentsprófi 18 ára
vorið 1940. Innritaðist um haustið í guðfræði-
deild Háskólans, og laulc nú í vor guðfræðiprófi
með 1. einkunn.
Hvað kom yður til að taka guðfræðina?
Ég var ákveðin í því í Menntaskólanum að
halda áfram og nema guðfræði. Það er skemmti-
legt nám. Það nær yfir miklu stærra svið en al-
mennt er haldið. Flytur nemandann gegnum
aldirnar og sýnir honum líf og hugsunarhátt
kynslóðanna. Eitthvað á þá leið mælti hún.
Guðfræðinemar við Háskólann taka grísku-
próf eftir þrjú misseri, en sjálft guðfræðiprófið
í einu lagi. En t. d. lögfræðingar taka embættis-
próf í tvennu- og læknar í þrennu lagi.
Á undan frú Geii'þrúði Bernhöft höfðu að
minnsta kosti tvær stúlkur innritast sem nemar
í guðfræðideildina, en hættu námi. Frúin sagð-