Nýtt kvennablað - 01.09.1945, Blaðsíða 14
12
NÝTT KVENNABLAÐ
RANNVEIG SCHMIDT
^JJjáip h cincía ^J^L
ina
Tlöf. þessarar greinar, frú Eannveig- Schmidt, mun lesendum blaðsins kunn. I
sumar var hún á ferð hér heima eftir 30 ára dvöl erlendis. Nú er hún búsett vestur i
Iíaliforníu í Norður-Ameríku. Hún hefur skrifað mikið um ísland og- flutt f.jölda
fyrirlestra um land og þjóð í mörgum borgum Vesturheims. S. 1. ár kom út eftir
hana bókin „Hugsaö heim“, sem var m.jög vel tekið og kaflar hafa verið lesnir úr i
útvarpinu. Frú Rannveig hefur fjölmörg áhugamál og tekur mikinn þátt í félagslífi.
Hún er lítil og hnellin og heitir frá Quo. Þeg-
ar hún situr á stól ná tærnar ekki niður á gólf-
ið; andlitið er frítt á kínverska vísu, augun
nokkuð skásett, eins og lög gera ráð fyrir, en
brosið indælt og lýsir gæsku og vinarþeli við
allan heiminn. Hún er klædd í dökkan, erma-
lausan kjól úr kínversku, rósóttu silki, með því
sniði, sem allar kínverskar tískukonur með frú
CÍiiang-Kaj-shek í broddi fylkingar, nota nú á
dögum. Kjóllinn er sniðinn beint upp og ofan og
ekkert skraut á honum; sniðið heimtar fyrst og
fremst, að konan hafi fallega handleggi — en
frú Quo hefir fallega handleggi og sérlega litlar
hendur. Á öxlinni hefir hún venjulega forkunn-
arfagrar nálar, stundum stóra „jade“-nál,
stundum blikandi nál úr ótal stórum demönt-
um, en demantana er hægt að skrúfa úr nál-
inni og eru þeir þá eyrnahringir. Þessi nál vek-
ur alltaf mikla athygli.
Hún heitir fullu nafni frú Quo TaiChi, en áður
en hún giftist hét hún Shu Dar-Chu, sem þýð-
ir dyggð. Maðurinn hennar, Dr. Quo, var sendi-
herra Kína í Lundúnum í tíu ár, síðar varð hann
verndarráðherra Chiang Kaj-shek’s í Chung-
king. Frúin — Madame, eins og við köllum
hana — er í Bandaríkjunum vegna heilsu yngsta
sonar síns, sem er 10 ára gamall. Hann fæddist
í Lundúnum á ríkisárum Edvards áttunda og
heitir í höfuðið á konunginum. Edvard litli er
mesti myndardrengur, síbrosandi og vinalegur.
Ekkert segist hann kæra sig um að verða sendi-
herra, þegar hann verði stór, nei, hann hefir
heyrt svo mikið um matarskort víðsvegar í
heiminum og vill verða bóndi og rækta korn.
Eldri sonurinn gengur á háskólann í Santa
Barbara. Yngri systir frú Quo, hin mesta fríð-
leikskona, dvelur lijá henni í Santa Barbara;
hún heitir frú Tennyson Tan, en maður hennar
er nú aðalræðismaður Kína í Lundúnum. Frú
Tan hefir gengið á ameríska háskóla og talar
ágætlega ensku. Systurnar tala líka fi’önsku,
enda hafa þær átt heima nokkur ár í París, og
þær segja mér að franskan sé þeim léttari en
enskan. Systurnar eru framúrskarandi viðfeldn-
ar og hafa mikinn áhuga og þekkingu á alþjóða-
málum, en sérstaklega bera þær auðvitað fyrir
brjósti velferð Kína og 450 miljóna þeirra er
landið byggja .... milljónanna, sem hafa bar-
ist meira en tíu ár með svo ótrúlegri hreysti
og úthaldi við djöflana frá Japan.
Við vorum sextán konur í Santa Barbara, sem
tókum boði frú Quo um að kenna okkur kín-
versku, en við störfuðum allar á einn eða annan
hátt fyrir kínversku hjálparstarfsemina þar, og
kennslan fór fram á heimili frú Quo í Monte-
cito, sem er fallegasti bæjarhlutinn í Santa
Barbara. Það er dálítill partur af Kína, sem
þarna hefir verið gróðursettur í Montecito, þvi
þeir, sem eiga heima í húsinu tala kínversku sín
á milli, borða með ,,chopsticks“,*) klæðast kín-
verskum búningum og taka á móti gestunum
með hinni annáluðu kínverksu gestrisni. Frú
Quo segir, að Montecito minni sig að mörgu
leyti á enska sveitasælu, háu trén í garðinum,
fuglakliðurinn og kyrrðin, en lifnaðarhættirnir
eru óbrotnari þar en í Lundúnum, en stórar ljós-
myndir af ensku konungshjónunum standa í
silfurrömmum á borði í daglegu stofunni og
yfir kamínunni hangir stórt málverk af dr. Quo.
en hann er í einkennisbúningi stöðu sinnar með
ótal orður.
Kínversku tímarnir hennar frú Quo voru allt-
af skemmtilegir og við höfðum allar áhuga að
læra málið. Stundum veitti okkur erfitt að ná
rétta framburðinum og við kvörtuðum sáran.
Þá hló Madame og sagði: „Kínverska er miklu
auðveldari en enska“. Hún bjóst við að geta
*) matprjónum.