Nýtt kvennablað - 01.04.1946, Blaðsíða 8

Nýtt kvennablað - 01.04.1946, Blaðsíða 8
Anna og Poul Rcumert (193b) sínu. Veit ég, að það hefur ekki verið sársauka- laust, því að Anna Borg er viðkvæm og ástúðleg kona, og móðurást á hún í ríkum mæli. „Það var 21. marz 1945 kl. 11. Það var síðasta æfing á leikritinu „Kjartan og Gudrun", sem búið var að auglýsa frumsýningu á daginn eftir. I sama augnabliki og ég kom. inn á leiksviðið, hófst loftárás á borgina, allir fóru í loftvarna- byrgi. Að árásinni lokinni var aftur tekið til starfa. Það er erfitt að lýsa því hugarástandi, sem ríkti hjá okkur, sem urðum að halda áfram verki okkar á leiksviðinu. Ekki var leyft að fara út á götuna eða grennslast eftir nánari upplýsing- um — maður var örmagna. Ég mátti ekki hringja heim til þess að vita, hvernig sonum mínum liði, sem voru í skóla í nágrenni við árásarsvæðið. Við fréttum, að búið væri að sprengja Shellhúsið, háborg Þjóðverja, en um leið hafði skólahús, sem var þar í nánd, verið eyðilagt og mörg hundruð saklaus börn látið lífið. Við vissum, að foreldrar og ástvinir barnanna leituðu í ör- vinglan að börnum sínum. Ég einbeitti huganum að rósemi og sannfærð- ist um, að ég gat ekkert aðhafzt, nema það eitt að gera skyldu mína í leikstarfinu og máske með því móti hrifið einhvern úr angistarástandi til þess að hugsa um fjarskylt efni, og um leið sanna það, að leiklist er ekki eingöngu til skemmtun- ar". (Ej blot til Lyst). Ég veit, að Anna Borg hefur verið stoð og stytta margra íslendinga, sem hafa dvalið í Kaup- mannahöfn, og þá sérstaklega á hernámsárunum. Málsvari íslands hefur hún verið af hjarta þegar þess hefur þurft. 4. febrúar síðastl. átti hún t. d. upptök að því, að magister Westergaard-Nielesn var fenginn til þess að halda fyrirlestra um ís- land í „Kvindernes Diskussionsklub" um afstöðu íslendinga gagnvart uppsögn sambandslaganna. Var fyrirlesaranum prýðilega tekið. Hélt hann þó á málinu eins og bezti íslendingur. Tvlargir merk- ir menn og konur tóku til máls á eftir, en eins og fundarstjóri, prófessorsfrú Richard Petersen, sagði er hún þakkaði ræðumönnum öllum: „Hér urðu engar kappræður, fyrirlesarinn sá um það, hann sannfærði alla um rétt íslendinga í sam- bandsmálinu". Ég var gestur önnu Borg þetta kvöld. Hún er ein í stjórn klúbbsins. Get ég ekki með orðum lýst fögnuði Önnu yfir því, hvað þetta hafði tekizt vel. Eins og kunnugt er var talað um andúð af hálfu Dana í okkar garð eftir sambandsslitin. Líklega hefur verið gert meira úr því en skyldi. En hvað um það. Þarna notaði Anna Borg að- stöðu sína til þess að fá þennan draug kveðinn niður á þessum stað, og það á eftirminnilegan hátt. Þannig mætti lengi telja og frá mörgu segja NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.