Nýtt kvennablað - 01.12.1946, Blaðsíða 6

Nýtt kvennablað - 01.12.1946, Blaðsíða 6
til siðs að setja konur til mennta. Þótti gott og fullnægjandi, að konur kynnu að lesa og skrifa, lærðu kver og biblíusögur, svo að kristnaðar yrðu. Lögð var ríkari áherzla á, að þær kynnu algeng verk, helzt úti sem inni. Lífið sjálft varð lang flestum eini skólinn. Vandasamasti skólinn að vísu, sá er allir verða að ganga í gegnum. Er það sýnilegt af lífi og athöfnum hinna eldri, að vel mega þeir yngri gera, sem nú alast upp við stofuarin, rafljós og hverskyns þægindi, ef þeir eiga að skila af sér jafn ágætum einkunnum úr lífsins skóla og sumir liinna, sem gengnir eru. Helga heitin hóf snemrna skólagöngu sína. Ung fór hún að heiman. Ung varð lnin að treysta á mátt sirin og megin og standa ein og óstudd. Eina veganesti hennar var hið strang-heiðarlega uppeldi, sem blés henni í brjóst sjálfbjargarvið- leitni og heiðarleik í hvívetna. Árið 1891, 12. maí, gekk hún að eiga eftirlif- andi mann sinn, Eirík Sigurðsson. Bjuggu þau fyrst í Svartárdal í Skagafirði, en lengst á írafelli. Eignuðust þau tvær stúlkur, en önnur þeirra andaðist nýfædd. Eftir tuttugu og þriggja ára bú- skap fluttust þau með Steinunni dóttur sinni til Akureyrar. En Steinunn var þá gift Stefáni Stefánssyni járnsmið. Dvöldu þau á vegum þeirra í 31 ár samfleytt. Helga heitin var mæt kona og merk, því finnst mér og öðrum, sem til liennar þekktu, að með henni sé horfin óvenjuleg kona, sem þrátt fyrir 86 ára aldur átti enn í sál sinni þann arineld, sem gerði þeim Hfið bjartara og betra sem með henni dvöldu. Helga heitin var ekki skólagengin. Hún var barn þeirrar kynslóðar, sem nú er að hverfa. Henni var ekki kennt að gera kröfur til guðs og manna, heldur til sín sjálfrar. Það gerði hún trúlega. Því tókst henni að Ijúka prófi með þeim ágætum, að öllum ber saman um að líf hennar hafi varpað ljósi á leið samferðamannanna og orðið öðrum til blessunar. Blessuð sé minning hennar. ÞÓRUNN BALDVINSDÓTTIR. Hún var fædd að Hvammkoti í Tungusveit í Skagafirði, 7. okt. 1870, —■ dáin 23. okt. 1937. Hún var meðalkona á hæð en þéttvaxin, föl- leit, með grábrún augu og ljósjarpt hár, er á sló gullnum blæ. Minnist ég ekki að hafa séð hárprúðari konu. Mér er þessi kona í minni frá æskuárum mínum. Þær voru vinkonur móðir mín sáluga og hún. Reyndist hún móður minni 4 ávallt hinn bezti drengur og aldrei þó betur en ef áreyndi. Ég býst við, að slíkt hið sama geti allir sagt, er með Þórunni dvöldu og þekktu hana rétt. En það var um hana eins og oft er um beztu mennina, að það þurfti nána kynn- ingu til þess að glöggva sig á því, hve mörg gullkorn leyndust í brjósti hennar. Hún telfdi engu að óþörfu fram á yfirborðið til sýnis al- menningi, svo sem til þess að fegra og gylla. En á athöfnum hennar og umgengni var sá höfð- ingsblær, er ætíð einkennir hinar beztu konur. Hún var rólynd. Samúð hennar var rík með þeim sem bágt áttu, og hjálpfýsi hennar var við brugðið. Hún giftist Guðmundi Stefánssyni, trésmið. Þau byrjuðu búskap með tvær hendur tómar. En með frábærum dugnaði og atorku græddist þeim fé svo, að á síðustu búskaparárum voru jsau talin sterkefnuð. Munu margir hafa notið jrar af, því að Guðmundur er höfðingi í lund. Voru þau og samtaka í því að vilja öllum gott gera. Verksvið sveitakonunnar er og hel'ur verið takmarkað við heimili og fjölskyldu. Heimili Þórunnar sálugu var hennar heimur. Áhugamál hennar voru velferð allra er heimilið gistu, og j)á ekki hvað sízt velferð barna hennar, Óhætt er að fullyrða, að hún kostaði kapps um að gera þau sem færust til lífsbaráttunnar. En geta má nærri að heimilið hefur verið ærið um- svifamikið, þar sem oft voru til heimilis yfir tuttugu manns. Þar við bættist tvennt, sem sízt létti Þórunni störfin, Guðmundur var tímum saman að heiman við smíðar, og svo var hún oft kölluð frá heimilisstörfum til hjálpar skepnum sem ekki gátu hjálparlaust fætt afkvæmi sín. Við það starf fataðist Þórunni aldrei. Nokkrum árum áður en Þórunn andaðist, brugðu þau hjónin búi og fluttu til Sauðárkróks. Börn þeirra voru þá uppkomin, en hún farin að kenna J)ess sjúkdóms, sem dró haria til dauða. Börn hennar voru fjögur, Jónas Jóhannsson, er hann búsettur á Akureyri. Átti hún hann áð- ur en hún giftist. Með Guðmundi átti hún þessi Hervin, trésmiður, búsettur á Siglufirði, Stefána, gift Ólafi Sveinssyni, kaupmanni frá Mælifellsá, Sveinn, kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki, og Unn- ur, gift Magnúsi Sigurðssyni á Sauðárkrók. Þórunn andaðist í Reykjavík eftir stutta legu. Minningin um hina hreinhjör.tuðu konu mun ávallt verða hugljúf í hjörtum þeirra, sem þekktu liana bezt. Blessuð sé minning hennar. Elinborg Ldrusdóttir. NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.