Nýtt kvennablað - 01.01.1950, Blaðsíða 9
ESTRID BREKKAN:
KONA vUavörður
í þrjátíu ár
Olga hét hún og var einkabarn vitavarðar og
konu hans á Knippelholmen, lítil eyja, eða rétt-
ara sagt lítið klettasker í skerjagarðinum við Ar-
ós Gautelvar. Þar var vitaturninn og vitavarðar-
húsið og svo var ekk'i pláss fyrir meira. Lítil
vík var sunnan megin eyjar.nnar, þar sem bátur
gat legið óhultur, nema í verstu veðrum.
Það l’yrsta, sem Olga lærði, var að vara sig á að
detta ekki í sjóinn, og svo dálítið seinna að synda,
en Jjá var líka kominn tími til þess, að hún lærði
að róa og sigla bát. Hún var ekki gömul, þegár
hún var orðin eins og bezti sjómaður.
Vitaturninn var eins og gefur að skilja, gamal-
dags, með tröppum utan á, maður varð að fara
varlega til þess að detta ekki niður. Þar var auð-
vitað gamaldags olíulampi með gleri, sent þurfti
'iðulega að pússa. Ekki mátti slokkna á lampan-
um, og oft var vakað alla nóttina, þegar vont var
veður og hættulegt væri, ef vitinn ekki logaði
sem skyldi. Olga lærði snemma að lijálpa til við
vörzluna og hún lærði fljótt að skilja, hve mikil-
vægt starf J^að var að vera vitavörður. Ekki gat
hún farið í skóla eins og önnur börn, og ekki átti
hún leikfélaga. Ríkið sendi árlega um mánaðar-
tíma kennara út í vitann, og Jjegar Olga var um
fermingu dvaldi hún eitt missiri á prestssetfi, en
Jtar fyrir utan var skerið alltaf hennar heimur.
Þegar hún var um tvítugt, var skipaður aðstoð-
armaður til föður hennar, Jtá var líka byggður
nýr viti, sem þá var alveg nýmóðins, með hreyf-
anlegt gler og mikið flóknari lampa, sent um leið
var auðveldara að passa. Vitavarðarhúsið var end-
urnýjað og stækkað eins ntikið og plássið leyfði,
en ekki var Jaað mikið. Nokkru seinna giftist
Olga aðstoðarmanni föður sín>. Svo liðu nokkur
ár, ungu hjónin eignuðust tvær dætur, sem urðu
að læra eins og móðir þeirra, að detta ekki í sjó-
inn, að synda, róa og sigla bát. Þegar faðir henn-
ar andaðist, ekki mjög gamall, var maður hennar
skipaður vitavörður. Hann sótti nú um leyfi til
þess að hafa konu sína fyrir „aðstoðarmann“,
fékk mörg og góð meðmæli frá mörgum, sem
þekktu dugnað hennar, en isamt var það ekki
auðhlaupið að fá hana viðurkennda. Umsóknin
var send fram og aftur milli Gautaborgar og
Stocliolmsborgar, í þrjú ár lá pappínnn til skipt-
iis á skrifborði hjá hinum og þessum af em-
bættismönnum, en enginn gat fundið nokkra
lagagrein, sem gæfi konu réttindi til Jjess að vera
vitavarðaraðstoðarmaður með kaupi. Á meðan
var Olga aðstod' manns síns, og loksins var úr-
skurðað að hún fengi stöðuna. Það var líka í
raun og veru ekki pláss fyrir fleira fólk á sker-
inu!
Nú liðu nokkur ár, og lijónin ásamt dætrum
þeirra önnðust vitavörzluna svo vel að sögur fóru
af. En brátt fór að bera á heilsuleysi hjá vitaverð-
inum, og nú var gott að hafa konu og dætur,
sem kunnu verkin. í tíu ár var Olga hin veru-
legi vitavörður, Jdó að maðurinn hennar væri lög-
skipaður og Jægar hann andaðiist, hélt hún áfrant
eins og venjtdega. Hún sótti um stöðuna með
dætur sínar sem aðstoð. Allir, sem Jjekktu hana,
ráðlögðu henni að gera þetta, og hún fékk svo
mörg meðmæli, að það var eins og bók, sent
fylgdi umsókninni. En aftur voru menn í vand-
ræðum, ekki væri mögulegt að skipa konur til
vitavörzlunnar. Pappírarnir voru sendir eins og í
fyrra iskiptið fram og til baka, á meðan logaði á
vitanum og allt fór sinn vana gang. Vitavarðar-
kaupið var borgað út, éinnig aðstoðarmannskaup-
ið. Og enn eftir J>rjú ár var felldur úrskurður,
sem var einsdæmi. Kona var löglega skipuð vita-
vörður á mjög mikilvægum stað í Gautelvi, á
fjölförnustu siglingaleið Svíaríkis!
Aftur var byggður nýr viti og nýtt vitavarð-
arhús, og fyrst, Jregar Olga Gustafsson var sjötíu
ára, hætti hún störfum og íluttist til Gautaborg-
ar. Hún fékk margs konar viðurkenningu fyrir
starf sitt, en mesta viðurkenning, sem hún gat
fengið var sú, að aldrei, á meðan hún var við
vörzlu, hafði slokknað á vitanum. Gott ef við
öll gæturn fengið svona eftinnæli!
E. F. B.
Síðasta hók Elínborgar Lárusdóttur: Tvennir tímar, lýsir
útakanlega erfiðum tímum í uppeldismálum á seinni hluta
19. aldar, og gefur mikð efni til nmliugsunar. Að slíkt skuli
hafa getað átt sér stað seinnipart aldarinnar.
7
NÝTT KVENNABLAÐ