Nýtt kvennablað - 01.01.1950, Blaðsíða 5
ín frá Esjubergi fór á kjörfund og kaus. iNokkru síð-
ar fengu konur ieyfi til að taka fjórð’a bekkjarpróf og
stúdentspróf frá Latínuskólanum, þó máttu þær ekki
sitja í skolanum. 191)7 fengu konur jafnrétti við karl-
menn í sveitarstjórnannalum, kosningarett og kjör-
gengi. Við bæjarstjórnarkosningar í jan. 1908 settu
konur upp lista og komu öllum fjórum frambjóðend-
um að.
1911 fengu konur jafnan rétt til embælta og jafnan
rétt við karia til allrar æðri menntunar. Þær gátu með
öðrum oröum orðið læknar, logmenn, prestar og
jafnvel sýslumenn, en hölöu þó ekki pólitisk réttindi.
Þau hlutu þær ekki fyrr ezi með stjórnarskrárbreyt-
ingunni l91b og 1918 á sama grunctvelli og karlar
meö sambandslogunum.
Fögnuður kvenna var mikill yfir fenginni viður-
kenningu fyrir manngildi sínu og réttindum. Samtök
urðu her í lleykjavík meðal kvenfelaganna, til að minn-
ast þess í verki og ofan á varð að konur skyldu beita
sér fyrir með odai og egg í ræöu og riti, að koma upp
spítala fyrir landið. Þetla var í senn framfaramál,
nauosynjamál og mannuðarmál. Landsspitalasjóðs-
nefndin var sett á laggirnar, formaður hennar var Ingi'
björg H. Bjarnason, gjaldkeri Þórunn Jónassen og rit'
ari Inga L. Lárusdóttir.
En hvað snertir þetta Ingu Lárusdóttur. Það, sem
halda mun nafni hennar á lofti á komandi árum er
einmitt nátengt kvenréttindahreyfingunni, það er mán'
aðarblaðið „19. júní“, sem hún stoínaði og var rit-
stjóri fyrir í 12 ár. 1917, tveim árum eftir, að konur
fengu stjórnarfarsleg réttindi, gaf I. L. út blað á há-
tíðisdegi kvenna, 19. júní. Var blaðið helgað degin-
um og nefnt eftir honum og skyldi Landspítalasjóður-
inn hafa allan ágóða af sölunni. Þetta varð svo til
þess, að I. L. hóf útgáfu blaðsins, 19. júní. Þýðingu
blaðsins fyrir Landsspítalamálið og framgang þess,
þekkja þeir bezt, sem lifðu á þessum tímum. Það mun
þykja ótrúlegt nú, að fyrir 30—40 árum þótli bygging
landsspítala mjög vafasamt fyrirtæki, þótt ekki sé
nieira sagt. Þess má geta hér um leið, að fyrir Minn-
ingargjafasjóð Landsspítalans, vann 1. L. mikið frá
upphafi sjóðsins og til æfiloka, og var formaður
sjóðsstjórnarinnar síðuslu átta árin, eftir lát Ingi-
bjargar H. Bjarnason, 1941.
1922, 8. júlí átti í annað sinn að fara fram lands-
kjör og kjósa þrjá fulltrúa lil efri deildar Aljzingis, ég
get persónulega hiklaust sagt, að það var lnga Lárus-
dóttir, sem fyrst átti hugmyndina um, að gjörlegt
mundi vera, eins og ástæðurnar voru þá á pólitíska
beimilinu í landinu, að koma að fulltrúa á kvenna-
lista. Enginn vann að framgangi listans með meiri
byggindum en Inga Lárusdóttir, það kynni að vera
freistandi að nefna fleiri nöfn einkum þeirra, sem
NÝTT KVENNABLAÐ
nú eru látnar. Ogleymanleg verður mér ferð okkar
austur á framboðsfund við Þjórsárbrú, og þó að ekki
væri ltáll á okkur risið, konunum, eða við gerðum
lukku, j)á varð útkoman sú að listinn kom að einum
fulltrúa af Jzremur, sem j)á voru kosnir, Ingibjörgu H.
Bjarnason og lngu Lárusdóttur til vara. Slarf Ingi-
bjargar H. Bjarnason og lngu Lárusdóttur fyrir Lands-
spítalamálið verður varla að fullu metið.
Inga hafði helgað krafta sína Landsspítalamálinu, og
hún var eins og komizt er að orði um hana í eftirmæl-
um í einu dagblaðanna hér í Beykjavík „ljúf kona og
hörð í horn að taka, ef henni var veittur átroðning-
ur, hjarta hennar var hlýtt og viljinn einbeittur.“
19. júní átti að verða tengiliður milli kvenna í
landinu, það átti að flytja nýjar hugsanir og nýja
strauma. „Hún vill svifta burt áhugaleysinu og deyfð'
inni úr hugum kvenna í o])inberum málum“. í grein,
sem hún skrifar og heitir „Hvert stefnir“, segir hún
„Kyrrstaða og iðjuleysi — leiðir af sér deyfð og
dauða. Starfið og lífið er livort öðru skylt. Við mun"
um aldrei geta forsvarað ]>að, ef vér sitjum hjá. Til
hvers höfum við ])á þótzt vera að berjast fyrir okkar
sjálfsögðu mannréttindum? Yfir liverju erum við þá
að fagna, er vér minnumst J)ess dags, er færði okkur
j)au? Væri það með Jrví, að við gætum ])akkað öllum
þeim, sem fórnað hafa starfskröftum sínum og frelsi
til að útvega okkur þessi réttindi“. Henni finnst J)að
ekki viðunandi að konurnar ])ekki ekki einu sinni }>au
lög, sem snerta Izagsmuni þeirra sérstaklega — hún
vill láta bíða með afgreiðslu frumvarpa um stofnun
og slit hjúskapar og lög um afstöðu foreldra til óskil'
getinna barna, þar til þau hafa verið kynnt fyrir kon-
um rækilega. Þegar saga kvenréttindamálsins verður
skráð mun Inga Lárusdóttir fá þar veglegan sess; hún
hefur sjálf lagt fram málgögnin í 19. júní.
Það er engu líkara en }>að væru einhver ill álög á
íslenzkum konum. þegar j)ær gengu að 19. júní dauð-
um. Var j>að J>riðja málgagnið, sem ])ær höfðu lagt í
gröfina vegna sinnu- og skilningsleysis á sjálfs síns
liögum“. Inga sagði einhvern tíma við mig, að ekkerl
væri heimskulegra en að líta á vinnuna sem böl. Þegar
drottinn allsherjar sagði við Adam: „I sveita þíns and-
litis, skaltu þíns brauðs neyta“, J)á væri það svo að
skilja að starfið væri ekki hegning syndarinnar, starf-
ið — nytsamt starf væri einmitt lausn frá syndinni.
Inga Lárusdóttir var mjög listelsk kona. Ilún lagði
ung stund á fagrar hannyrðir, en hugur hennar lineigð'
ist til þess, sein fornt var og þjóðlegt, og kom þar jafn"
framt fram fróðleiksfýsn liennar. Stuttu fyrir 1930
fékk hún nokkurn styrk frá J)inginu til að kynna sér
fornar íslenzkar hannyrðir í söfnum erlendis. Fór hún
í því skyni tvisvar til útlanda, fyrst til Norðurlanda og
síðan til Englands. Tók hún J)á upp mörg fögur göm-
3