Nýtt kvennablað - 01.01.1950, Blaðsíða 3
NÝTT
KVENNABLAD
11. árgangur.
1. tbl., jan. 1950.
Áramótaþankar
Svona er líliö — koaiingar og aftur kosningar.
í október, ;irið sem leið, alþingiskosningar, nú í
janúar 1950 bæjaratjórnar- og sveitarstjórnar-
kosningar. Ogsvo prestkosningar t. d. í Fríkirkju-
söfnuðinum í Reykjavík.
Prestkosningin er öllu mannlegri, þar sem um
mann er valið, en í þingkosningum og bæjar-
stjórnarkosningum er valið um flokk. Það þykir
fullkomið lýðræði, en er |dó ekkert nema véla-
brögð.
Þjóðin á ca. 70 menn, sem raða hverjir öðr-
um upp á listana, og þá megum við kjósa. þ.
e. a. s. einn listann. En þó þetta sé grár leikur,
eru kosningar þannig háðar í lýðfrjálsum lönd-
um, og lengur gildir ekki; Bara ef lúsin íslenzk
er o. s. frv. í þennan búning eða bönd eru stjórn-
málin vafin, illu heilli.
Það skeði margt á árinu, sem leið. T. d. skeöi
það, að við konurnar gengum berfættar bæja
á milli, áttum ekki sokka á fæturna. Piltarnir
vestlislausir, af því ameríski móðurinn er aðeins
buxur og jakki. Öll íslenzk börn frá 7—16 ára
aldurs fóru í skóla.
Við munum öll að síldin brást og vorið brást
fram eftir öllu. En það tvennt dá menn, al-
mennt, mest allra liluta.
Bókaútgáfa var mlikil á árinu og gleðiefini
liversu margar konur voru í liópi höfundanna.
Út kom 1. bindi „Rit Kristínar Sigfúsdóttur“,
4. og síðasta bindi „Dalalíf" Guðrúnar frá Lundi,
„í biðsal hjónabandsins" eftir Þórunni Elvu
Magnúsdóttur, „Tvennir tímar“ eftir Elínborgu
Lárusdóttur, 4. hindi „Dóra“ eftir Ragnheiði
Jónsdóttur, „Gengin spor“, ljóðabók eftir Guð-
rúnu Árnadóttur, „Úlfhildur“ og „Vængjaþyt-
ur“, ljóðabók eftir Hugrúnu, „Sveitin okkar"
eftir Þorbjörgu Árnadóttur, „Tveir júnídagar"
eftir Oddnýju Guðmundidóttur o. fl. og nokkrar
bækur í þýðingu kvenna.
NÝTT KVENNABLAÐ
Fjöldli lista- og iðnsýnimga voru á árinu, en
Reykjavíkursýningin í hinu nýja stórhýsi Þjóð-
minjasafnsins fjölsóttust. Margi'ét Indriðadóttir,
blaðamaður, minnir mig að kæmist að orði eitt-
hvað á þá leið um eina þeirra, að til fjáröflunar
Jijóðhollra fyrirtækja væri engin leið eins
skemmtileg og sú, að halda sýningu. Báru menn
Reykjavíkursýninguna, að ágætum, saman við
Búnaðarsýninguna 1947, en hún var, þeim er
þetfa skrafar, einskonar paradís allra sýninga.
Þýzkt verkafólk var flutt til landsins til land-
búnaðarvinnu, af því að íslenzkt starfsfólk fæst
ekki til að vera í sveitinni á veturna. Hafa þýzku
stúlkurnar g.ifzt, hver af annarri, svo árið hefur
þannig lagt nýjan hornstein í grunn þjóðlífsins.
Skemmtiferðalög landsmanna til útlanda voru
mikil, og sömuleiðis ferðalög innanlands, þar eð
allir fá nú frí frá vinnu sinni til einhverra til-
breytiinga. Hótelum fjölgaði eitthvað úti um
sveitir landsins, en ekki nóg. Húsnæð ð er mikið
atriði fyrir gesti og gangandi. í kaupstöðunum er
húsnæðiseklan alvarlegt vandamál.
Húsaleigulögin, sem hrellt hafa og eyðilagt.
sambúð fjölskyldna eru enn í fullu gildi og stór-
íbúðaskatturinn nú mjög umtalaður, ef stofan
er nógu stór, þar sem fara á eftir gólffleti, gæti
'svo farið að eigandinn þyrfti að taka inn á sig
minnsta kosti eina fjölskyldu. Og þeir húsnæðis-
lausu settir til erkióvinarins. Nú má engiti kona
manni treysla til að skaffa sér þak yfir höfuðið,
þeir eru þess ekki megnugir síðan fjárfestingin
er nauðsynleg vegna gjaldeyrisskorts. Svona er
lífið. Konan verður að treysta sínum flokki.
Við höfðum nóg að borða árið sem leið, því
ekki að færa það í letur, sem mest var um vert,
þó skömmtunarseðlar skertu matarlystina og
fleiri kvillar. Nú hefur nýtt ár rótað við okkur
og mætturn við óska, að það tæki ekki á okkur
harðari höndum en fyrirrennari þess.
1