Nýtt kvennablað - 01.01.1950, Blaðsíða 12

Nýtt kvennablað - 01.01.1950, Blaðsíða 12
GUÐRÚN FRÁ LUNDI: Kvöldgeislav Nýja framhaldssagan. Stóra skipið brunaði inn bárulausan fjörðinn og þeytti þykkum hvínandi gufustrók upp í loftið, áður en það lagðist fram undan litla sjóþorj)inu undir háu brekkunni, þar sem verzlunarhúsin og íbúðarhús kauj)- mannsins voru eiginlega einu húsin, sem nokkuð kvað að. Hitt voru bara smáhýsi, flest með torfþökum og veggjum úr sama efni. Flest voru með þilstöfnum á suðri. Þá voru sum, sem voru ekki einu sinni svo mynd- arleg, en voru þó mannabústaðir og litu ótrúlega vina- lega út í sólskininu þennan bjarta, hlýja júlídag. Krakkarnir höfðu verið klædd í beztu fötin og sátu efst í brekkunni. Þau vissu að það var einhver hátíðis- dagur. Þau eldri sögðu þeim yngri, að á þessu stóra skijji væri augnlæknir, sem gæti látið alla sjá vel, sem væri illt í augunum. Þess vegna kom það, að gamla frúin, móðir kaupmannsins var svo sjóveik, að hún gat ekki farið yfir um fjörðinn. En svo náttúrlega nýt- ur allt þetta fólk, sem kom þarna ríðandi í smáhó])- um ofan götuna, sem lá fram í sveitina, góðs af því að hann er kominn hingað. Þannig töluðu börnin. Þau höfðu heyrt fullorðna fólkið segja þetta, þá hlaut það að vera satt. Við gluggann á syðsta húsinu, rétt við götuna, sat roskinn maður fríður sýnum, dálítið gráhærður í vöngum. Hann horfði á ferðafólkið, án þess þó að veita því neina sérstaka eftirtekt. Hann þekkti hvert einasta andlit. Þetta voru sveitungar hans og kunn ingjar. Sumir veifuðu til hans í kveðjuskyni, en það var líkast því að hann sæi það ekki. Þessi maður var Þórhallur kennari. Hvert manns" barn í sveitinni og víðar þekkti hann. Þarna var hann fæddur og uj)j)alinn, hafði í mörg ár verið barnakenn- ari og öllum var hlýtt til hans. Hann var fjarska j)rúð- ur maður og börnin voru vel uj)j)frædd og lærðu góða siði af honum. Svo átti hann líka sína sögu, eins og allir aðrir og hans saga var raunaleg. Sumir, sem voru miður vægir í dómum sínum sögðu, að hann hefði smíðað gæfu sína isjálfur. En það var lítil raunabót. Hér sat hann einn, öllum vinum horfinn, iipma ráðs" konunni, henni Rikku gömlu, svo kölluðu hana allir, þó var hún Iítið meira en miðaldra, en megurð og hár" leysi gerðu liana gamla fyrir tímann. Þar að auki var hún kaldlynd og tortryggin og hafði því frekar litla mannhylli og það orsakar jafnan að fólk verður eldra í umtali. En hún var fyrirmyndar húsmóðir og dekr- aði og stjanaði við húsbónda sinn svo alla furðaði á þolinmæði hennar. Það var eins og ævi Þórhalls rynni fram hjá hon- um, í huga hans, þennan bjarta sólskinsmorgun, án þess þó að hann kærði sig um það, því samvizkan ýtti við honum öðru hvoru ekki sem vægilegast Hann hafði alizt upp í stórum systkinahóp, en ólík- ur þeim að flestu leyti. Þau voru vinnuhneigð en hann vildi helzt alllaf liggja í bókum, föður sínum til mik- illar gremju, sem var mikill búmaður. Samt hafði hann getað fengið tilsögn, svo liaun gat tekið að sér barna- kennsluna, þegar allt annað þraut. Rúmlega tvítugur hafði hann gifzt konu, sem var tólf árum eldri en hann. Hún var góð kona og elsk' aði hann mikið. Hann gat eiginlega aldrei gert sér það ljóst, hvað það var, sem kom honum til að gera slíkt glappaskot. Það sá hann fljótlega að því nafni gat það heitið. Líklega var ]>að helzt það, að konan lians leit upp til hans og dekraði við hann á allan hátt. Þau fóru að búa á sæmilegri jörð frammi í daln- um. Hún var dugleg og þrifin. Hún lagði flest til bús- ins, hann sama sem ekki neitt. Iíann þótti víst ekki sér- Iega góður við búskapinn. Hún átaldi liann aldrei, en vann því meira sjálf, sem hann var hlédrægur. Sam- búðin varð fljótlega þreytandi. Hann var að eðlisfari þunglyndur og fáskiptinn, en hún var vön margmenni og glaðværð. Hann vildi helzt gleyma ]>ví tímabili, en gat það ekki. Honuin leiddist búskapurinn, en hún hafði yndi og áhuga fyrir honum. Hann greip bók hvenær, sem hann gat. Oft bað hún hann að lesa upp liált á kvöldvök- unni, þegar hún þurfti að sinna börunum og hugsa um þjónustubrögð. En liann lét sem hann heyrði ekki til hennar. 10 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.