Nýtt kvennablað - 01.01.1950, Blaðsíða 13

Nýtt kvennablað - 01.01.1950, Blaðsíða 13
Hér ýtti samvizkan svo hranalega við honum, að hann kveinkaði sér. Nú var komið að skuldadögunum. Hér sat hann, einn og yfirgefinn, orðinn svo sjón- dapur að hann gat tæplega lesið sér til dægradvalar og mátti heldur ekkj reyna það á augun. Gott væri nú að eiga vin, sem vildi lesa upp hátt fyrir hann. Um Rikku var ekki að tala. Hún var víst tæplega staut- fær. Hann stundi þungan. Hjónabandið endaði með því að kona lians bilaðist á geðsmunum. Hún hætti að klæðast og sagðist vera veik. Þá bauð hann henni oft að lesa fyrir hana, en hún vildi það ekki. Það var enginn læknir nálægur, nema skottulæknir. Hans var vitjað en meðöl hans komu ekki að neinu gagni. Nágrannarnir sögðu að það gengi ekkert að henni, nema geðveiki. Þetta barst bræðrum hennar til eyrna. Þeir voru stórbændur inni í hlíðinni og hálfgerðir ribbaldar, sem voru vanir að láta hlýða sér. Einu sini, þegar hann fór í kaupstaðinn og kom ekki heim fyrr en í hálfrökkri, sat vinnukonan, sem var unglingsstúlka úr nágrenninu, ein og grátbólgin í baðstofunni og sagði að þeir mágar hans hefðu komið og haft konu hans burt með sér og bæði börnin. Hún iiefði helzt ekki viljað fara með bræðrum sínum, en þeir hefðu sagt, að hún væri víst búin að líða nóg í þessum bölvuðum kofum. Og svo bjuggu þeir um hana á sleða og börnin líka. Þetta var daufleg heimkoma. Stúlkan fór í burtu, þegar hún hafði lokið við að mjóika og skammta hon- um. Hún kom ekki aftur. Hann svaf einn í nokkrar nætur og svaf lítið. Loks gat hann fengið gamla frænku sína til að mjólka kýrnar og elda matinn. Hann tal- aði varla viS hana orS. Hann sá þaS á áhyggjufullu augnaráði hennar, að hún óttaðist að sömu forlög mundu bíða hans og konunnar. Honum leið illa. Hann vaknaði stundum á nóttunni við það að honum heyrSist börnin vera aS gráta ná- lægt sér. — Framh. PRJÓNAMYNZTUR. Fallegra er að hafa mikið lengra á milli unganna. AugaS og goggurinn er saumaS í á eftir. BOTNAR Fyrstu tvœr hendingarnar jyrri purlur ullra butnunnu. Ástin er lilja, seta lifir um vetur, iaufgast og blómgast um skammdegisnótt. aldrei gra'r ununarblómiS þaS betur, breiðir t'it vænginn er kyrrt er og hljótt. li. K. Hún er það blómstur sem mannsbarnið metui: mætasta hnossið ! jarðheima sótt. Björg á Borði. En breytt sér í Iiöggonn binn grimmasta gelur og gallbliindu eitraðri spúð yfir drótt. Björg á Burbi. Ástin er fjóla, sem fölnað ei getur fegurst og hreinust af þessa heims gnótt. — S. P. Kf hlýju og næringar notið ei getur í næðingum lífsins þá visna mun fljótt. Botninn er sunnan úr Borgarfirði, en höfundurinn vill fá botn í staðinn, við þennan visupart: Glatast oft í gleymskudá geymdur vizkuforði. Vegna fyrirspurna um „SKÁLHOLT við sólsetur" (útsaums- mynd desemberblaðsins), viljum við gefa þær upplýsingar, aS Vefnaðarstofa frú Karólinu Guðmundsdóttur, Ásvallagötu 10, Rvík. hefur góðfúslega leyft Nýju kvennablaSi aS benda á sig til fyrirgreiSslu á öllu efni til myndarinnar. Verður að taka fram hvort saumn á yfir 2 eða 3 þræSi, því stærð jafans fer eftir því. Fallegt er að sauma myndina með „gobelín" yfir 3 þræði. Fer þá 1 metri af jafa, breidd 55 cm. Eins þarf að taka fram, ef viðkomandi vill eitthvað breyta litum frá því sem ætlað' er í blaðinu, cð'a ef garn er fyrir hendi, en ekki nóg, eða ekki allir litirnir þá aS senda prufuenda af þvi, sem til er meS póntuninni svo litina sem bætast við só hægt að velja í tilliti til þess að' þeir falli vel saman. Þá hefur komið' fyrirspurn: Væri ekki viðeigandi að sauma nafniS á staSnum, neðan við til yinstri a$a fyrir nyðju? Sýnist okkur það vel Ólhlýðilegt. NÝTT KVENNABLAÐ Háttvirlu kaupenáur! „Og þú líka barnið mitt lirútus", vóru orð Cesars, er hann sá hinn unga vin sinn meðal sam- særismannanna. Mættuð þið minnast þeirra nú, er allt hækkar í verði og Nýtt kvennablað líka. Verð blaðuns hefur undanfarin 5 ár verið Kr. 10 árgangurinn. En fyrir áramót hækkaði enn út- gáfukoitnaður blaðsins, prentun, myndamóta- gerð, hefting o. s. frv. og burðargjald þess í póst- flutningi uni helnúng, tvöfaldaðisl. Verður því 10 króna gjaldið of lágt, og er verðið ákveðið framvegis, eða frá áramótum 1950 Kr. 12.00, tólf krónur árgangurinn. Vonum við fastlega að þess- ar tvær krónur, sem eru fram yfir hið venjulega ársgja..ld vei-ði ekki neinum að fótakefli. 11

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.