Nýtt kvennablað - 01.01.1950, Blaðsíða 6
ul mynztur, sem henni því miður mun ekki hafa unn"
izt tími til að ganga frá að öllu leyti. Þegar Iðnsaga
íslands var ekráð ritaði hún í hana þátt, sem hún
nefnir: Vefnaður, prjón og saumur. Liggur að baki
þessarar ritgerðar óvenju miki) þekking, bæði bók-
menntaleg og listræn.
Kem ég þá að kennsluslörfum I. L.
Hún hafði ung stundað nám hér í Keykjavík, því
næst lá leið hennar til útlanda. Eftir þriggja ára náms-
dvöl erlendis, í Danmörk og Svíþjóð, kom hún heim
1907. Varð hún þá þegar kennari við Barnaskóla Rv.
Kenndi hún litlu stúlkunum handavinnu en drengjun-
um - smíðar. Við Kvennaskólann í Rv. kenndi hún
líka, auk þess hafði hún fjölda nemenda í einkatím"
um, kenndi þar auk hannyrða, tungumál, ensku og
dönsku.
Síðar kenndi hún í mörg ár dönsku við Kvenna"
skólann í Reykjavík þar til kraftarnir þrutu og hún
va'rð með öllu að láta af störfum.
Ung kynntist I. L. ungmennafélagsskapnum. Átti
hún frá þeim tímum margar góðar minningar og trygga
vini.
I. L. var alla tíð mikil félagshyggju kona. Að telja
hér upp öll þau félög, sem hún samdi drög að lögum
fyrir, eða vann fyrir á einn eður annan hátt ætla ég
mér ekki, til þess brestur mig þekkingu. Hún var ó"
venju starfshæf og fús til þess að vinna að öllu því,
er hún trúði að gagni mætti koma. Tvisvar sótti hún
alþjóðaþing kvenna (The International Counsel of
Women). í Osló 1920 og í Washington í Bandaríkj"
unum 1925. í Bæjarstjórn Reykjavíkur sat hún eitt
kjörtímabil (1918—1922).
Inga Lárusdóttir var að eðlisfari kona mjög yfir"
lætislaus og óeigingjörn. Kom þetta aldrei ljósar fram,
en þegar hún rétti bágstöddum hjálparhönd. Um það
mátti helzt enginn vita, jafnvel ekki þiggjandinn sjálf-
ur mátti vita hvaðan gjöfin kom.
í 1. tbl. 1. árg. 19. júní, er smákvæði eftir Maríu
Jóhannesdóttur, skáldkonu, sem endar á þessu erindi:
Óttumst ei, vinir, þótt þróttur vor þrotni,
né þrekið á hálfnaðri leið.
Sé önnur höndin helguð drottni,
en hin vígð annarra neyð.
Inga L. Lárusdáttir var fædd að Selárdal í Arnar-
firði 23. sept. 1880. Foreldrar hennar voru Lárus Bene-
diktsson, prestur og frú Ólína Ólafsdóttir, dómkirkju-
prests í Reykjavík. Systkini Ingu eru: Ólafur Lárus"
son, próf. Ólafía, ekkja Björns Magnússonar frá
Hnausum í Húnaþingi, Benny kona Magnúsar Jóns-
sonar, prófessors og Áslaug, gift Þorsteini Þorsteins-
syni, alþingismanni og sýslumanni Dalamanna.
Steinunn H. B/arnason.
Gripið í annarra prjóna
„List er það lika og vinna"
að Ijúða í garginu hinna,
af hendi það hlulverk að inna,
hljómana dýrstu að finna.
„List er það líka og vinna"
í lífssorþi gimstein að finna.
Sorgir með sólskini þynna
og sitja ekki i Ijósraufum hinna.
„List er það lika og vinna"
að láta svolitið minna,
úr ógöngum útleið að finna
en aka ekki i kjölfarið hinna.
„List er það líka og vinna"
Ijósið að taka og sþinna,
A gullsnældu glcðinnar tvinna
gœfuþráð meðbrœðra sinna.
„List er það líka og vinna"
í lífinu mörgu að sinna,
sjálfum sér friðland að finna
og fœra út blómreiti hinna.
„List er það lika og vinna"
á liknstaj þá rdðning að finna:
að beygðu og brákuðu hlinna
en bulla um kærleikann minna.
„List er það lika og vinna"
þá litlu er orðið að sinna
á óhroða œfinnar grinna,
ilmstrá og lifgrös þar finna.
(Kvœði þetta birtist í 19. júni, nafnlaust).
HATTVIBTU UTSÖLUKONUR!
Aldrei er blaðið ykkur nógsamtega þakklátt fyrir
ykkar mikla óeigingjarna starf.
Kaupendur Nýs kvennablaSs Akureyri!
Gerið svo vel að vitja blaðsins framvegis, í Gjafa-
húðina til Guðrúnar Valgerðsdóttur.
NÝTT KVENNABLAÐ