Nýtt kvennablað - 01.01.1950, Blaðsíða 14
Of löng skðlaseta daglsga
Með þessu áframhaldi í skólunum — 7 tíma
útivist frá heimiluinum, frá hálf átta á morgn-
ana til kl. tvö og þrjú, ættum við að vinna að
því að unglingarnir fái almennilega máltíð í skól-
anum. Bandalag kvenna skoraði á okkur mæð-
urnar að láta börniin hafa með sér brauð og mjólk
í skólann, svo þau slippu frá því að borða víner-
brauð og sitron eða „kók". En er í framhalds-
skólana kemur, vilja börnin ráða því sjálf, hvern-
ig þau hafa það, og öll kúgun í þeim efnum er
gagnslaus. Sé ríkinu nauðsyn á, að láta börnin
sitja 6—7 tíma í skólanum til andlegs vaxtar,
ætti því að vera jafn mikil nauðsyn á, að gefa
það mikið fyrir líkamlega heilbrigði, sem góð
máltfð mætti veita þeim. Hitt er rányrkia.
Það er sorglegt að sjá unglingana í löngu frí-
mínútunum, hér í Reykjavík, (en þær eru hinn
eðlilegi matmálstími, sem hætt var við er vega-
lengdir jukust, að láta nemendur fara heim að
borða). Þeir reykja og drekka gosdrykki. í þessu
sambandi vil ég geta ummæla skólastjóra elins.
Hann sagði að heilsufar færi versnandi, og um
væri að kenna, svefnleysi og slæmu mataræði.
Þarna er nærri skólunum höggvið. Þesíi langa al-
menna skólaseta, daglega, orsakar sem sé þessa
versnandi hætti.
Ætli það væri nær, eitt af tvennu, að stytta
skóladaginn, svo unglingarnir kæmust heim til
sín, nálægt matmálstíma; eða þá setja upp mötu-
neyti fyrir nemendur.
Þetta unga fólk er auður þjóðar'innar, sá dýr-
mætasti. Hvaða skammsýni er þetta hjá ráða-
mönnum skólanna? Ekki hafa þeir foreldra með
í ráðum! Nei. Þeir stofna til þess, að unglingarn-
ir lenda í hinum mesta solli, heldur en leita að
möguleika til úrbóta hjá þéim. Foreldrar geta
aðeins, er þeir ganga framhjá, séð hópana, svanga
og þyrsta svolgra ,,kók" og aðra óhollustu ofan í
sig.
Líklega vill engiinn hverfa að því, að ungling-
arnir fari í skólann aðeins annan hvern das;, eins
og víða tíðkast um sveitabörn. En nám þeirra
margra verður fyrir það haldgott, og sjáum
Við þá að haga má kennslu þannig að árang-
ur verði nokkur þó skolatíminn væri styttur,
daglega.
Hugsið þið um þetta með mér, við verðum að
12
Þú kœri Helguíoss í fjallasal
ert fegurst hnoss í öllum Mosfellsdal.
Þú breiðir tœrar bylgjur móti sól,
því bera vil eg á þig mikið hól.
Þín undrasterku. fögru iimbulljóö
þau fœrðu mér svo margoft hita í blóð.
eg stóð við Grímmanns fríða fjallið hátt
og fann þig syngja gleði i hverja átt.
Þinn feiknasterki máttur mikill er
— mœlt hann enginn hefur ennþá hér,
því lcveður þú svo frjáls í fögrum sal.
þó fœrt þú gœtir ljós um Mosfellsdal.
Sá eg þig í sólarljósi oft
og sá þinn úða bera hér við loft.
Þá heyrði eg fagra hörpusláttinn þinn,
því há er raust þín, œskuvinur minn.
Jórunn Halldórsdóttir.
~-^**—**^~^-~^*^-+-^-ir~^^*+-^--*
Fram hefur komið á Alþingi svohljóðandi tillaga
til þingsályktunar um rannsókn á réttarstöðu og at-
vinnuskilyrðum kvenna. •— Flm.: Rannveig Þorsteins-
dóttir.
Alþingi ályktar að kjósa þrjá menn í milliþinga-
nefnd til að gera ýtarlega athugun á réttarstöðu og
atvinnuskilyrðum kvenna. Að lokinni þeirri athugun
skal nefndin gera tillögur um:
1. Breytingar á gildandi lögum, er nauðsynlegar
kunna að reynast til að tryggja konum jafn-
rétti við karla að lögum og í framkvæmd.
2. Ný lagaákvæði," er rétt þykir að setja til að
Iryggja konum sömu aSstöðu og 'karlmönnum
til að sjá fyrir sér og sínum og njóta hæfileika
sinna í starfi.
Tillögur nefndarinnar skulu lagðar i'yrir Al"
þingi svo fljótt sem unnl er.
^¦¦^••^¦•^¦¦^¦¦^•^^^¦¦^¦^^^¦^•¦^'^•¦^¦^'^¦¦^¦^^¦^
hafa áhrif í þá átt, að þessu verði eitthvað breytt
frá því sem nú er. Annað hvort stytta skóla-
daginn, eins og Nýtt kvennablað hefur áður bent
á að bæri að gera eða láta unglingana fá holla
máltíð í „löngu frímínútunum" í staðinn fyrir
sígarettur, vínerbrauð og „Kók".
Móðir.
NÝTT KVENNABLAÐ