Nýtt kvennablað - 01.02.1951, Síða 6

Nýtt kvennablað - 01.02.1951, Síða 6
Guðrún Jónsdóttir frá Minna-Núpi. Þar sem Nýtt kvennablað liefur minnzt nokkurra merkra kvenna, vil ég biðja það að taka tvö smá kvæði sem ort eru af Guðrúnu Jónsdóttur frá Minna-Núpi, svo og fáein minningarorð, sem fylgja. Guðrún var fædd á Minna-Núpi 16. júní 1848. For- eldrar hennar voru, Jón Brynjólfsson og Margrét Jóns- dóttir, hjón á Minna-Núpi. Hún ólst upp hjá foreldr- um sínum ásamt 5 systkinum. Voru J>að Brynjólfur Jónsson, fræðimaður, Jón, bóndi á Minna-Núpi, Guð- mundur, bóndi á Baugstöðum, Sesselja. húsfrú á Lambastöðum í Flóa og Þóra, er dvaldi með systur sinni, l)úlaus. Þær fluttu síðar til Reykjavíkur. Guðrún mun hafa farið að heiman sem bústýra til Guðmundar Magnússonar frá Skarfanesi, er })á bjó í Sölvholti. Þessi grein, sem hann nefnir „Útilegumenn" er að mínum dómi ólíkleg til þess að auka ábyrgðartilfinn- ingu karlmannsins, })ar sem úrbót sú, er hann telur æskilegasta, er, að ríkið komi upp stofnunum, þar sem karlmönnunum sé kennt að fullnægja fýsnum sínum án þess að auka kyn sitt. í grein þessari er sjálfsagt margt, sem vert er að athuga, en æskilegra fyndist mér, að við einhvern af hinum nýju skólum vorum væri sérstök deild, skipuð bæfustu mönnum, körlum og konum, sem reyndu að leiðbeina drengjum og stúlkum á vissu aldursskeiði og auka svo sem mögulegt er ábyrgðartilfinningu þeirra, sem verðandi foreldra. Til viðbótar vildi ég sVo segja þetta: Það þarf að brúa bilið jnilli örbirgSar og óhófs, m. ö. o. Það verður að skapa réttlátari heim, sem gerir bróður- kærleikshugsjónina að veruleika. Máttugt og óum- breytanlegt lögmál stendur að baki þeim sannleika: Sælir eru þeir, sem heyra Guðs orð, til að breyta eftir því. Þá kemur allt á eftir. Því viturri erum vér, sem vér lifum belur í samræmi við hið æðra ljós. Lilja Björnsdóttir. Ekki varð úr því hjónaband, og fór hún heim aftur, en giftist litlu síðar Vigfúsi Ásmundssyni Benedikts- sonar í Haga. Reistu þau bú í Haga árið 1887, og bjuggu þar til ársins 1892, að þau fluttu að Fjalli á Skeiðum. Höfðu þeir, Gísli Einarsson, bóndi í Fjalli og Vigfús jarðabýtti. Bjuggu J)au svo í Fjalli fram að aldamótum, en brugðu þá búi, og skiptu milli sín fén- aði og eignum. Ekki varð þeim barna auðið. Eftir það stundaði Guðrún barnakennslu á velrum en vann fyr- ir nokkrum skepnum sínum á sumrin. Barnakennslan var farkennsla, áem þá var títt. En svo breyttist kennsla hennar, síðari árin, í það að kenna tornæmum börnum eða vanþroska. Var hún bæði lagin og þolgóð að koma })eim lil þess þroska, sem krafizt var til fermingar. Guðrún var dugnaðar og tápkona mikil, prýðilega greind og margfróð, mikill dýravinur og málsvari ])eirra, sem voru minni máttar, lagin að hjúkra sjúk- um og bæði nærgætin, hjálpsöm og kjarkgóð við þau tilfelli, sem oft reyndi á, þar sem erfitt var um læknis- hjálp á þeim tíma. llún var atorkukona til allra verka og kunni vel lil allra búverka utan og innan bæjar. Hún hafði skýrt og gott næmi, og trútt minni, safn- aðist því hjá henni nokkuð mikill fróðleikur, miðað við aðslöðu þá, sem hún pg aðrar sveitastúlkur og konur höfðu á hennar tíma. Til marks um það má nefna að síðasta árið, sem hún lifði og var svo heilsu- biluð að hún varð að hætla vinnu, tók luin að grípa í að skrifa upp ferskeytlur, sem hún mundi og kunni. Svo féll hún frá því, án þess að víst sé að allar væri upptaldar. En þá hafði hún skrifað upp nær 2 þús- und ferskeytlur, sem hún hafði numið á lífsleið sinni. Þetta er nokkuð mikið af þessari einu tegund fróð- leiks, }>ví svo komu kvæði og sálmar, sögur og sagn- ir, kynni íslendingasagna og margt og margt, sem hún vissi eða bar gott skyn á. Við vísnasöfnun hennar er sá galli, að yfirleitt er ekki getið lilefni vísnanna, og aðeins öðru hvoru get- ið höfundar. Vísurnar munu líka margar hafa verið gamlir húsgangar, bæði tilefni og höfundur gleymt. Kvæði þau, sem fylgja lýsa betur en lengra mál huga þeim, sem Guðrún bar lil málleysingjanna eða smælingjanna, sem kallaðir eru, eins og líka þau sýna, að hún gat fært hugsanir. sínar í laglegt rímað mál, og að hún hafði þá öruggu trúarvissu, að lífinu sé ekki lokið með líkamsdauðanum, ekki heldur lífi málleys- ingjanna, sem við köllum. Hún andaðist í Skaftholti hjá vinkonu sinni, Kat- rínu Magnúsdóttur, 22. maí, 1922. Dagur Brynjóljsson. 4 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.