Nýtt kvennablað - 01.02.1953, Page 3
NÝTT
KVENNABLAD
14. árgangur.
2. tbl. febráar 1953.
Hugleiðingar um
unpeldismál
Sú öld bættra, — og framar öllu öðru — breyttra
Hfskjara, sem við lifum á, hefur fært íslenzkum for-
eldrum margvíslega aðstoð við uppeldi og menntun
barna sinna. Skólar og sérfróðir vísindamenn vinna nú
geysimikið starf í þágu þjóðaruppeldisins og íslenzk-
ar mæður hafa yfirleitt tekið allri starfsemi á því
sviði með opnum huga og mikilli námfýsi. Margur
Vandinn og áhyggjuefnið er þó samfara þessum
hreytingum og skyldi þá varast öfgarnar en því bet-
ur gœtt hinnar heilbrigð’u umhyggju.
Þess verður stundum vart, að litið er á hina lög-
bundnu uppeldisaðstoð skólanna sem algilda og full-
uægjandi, sem komi að öllu leyti í stað þess upp-
eldis, er heimilin veittu áður. Breyttir atvinnuhættir
hafa að vísu breytt heimilisháttum, bæði í bæjum og
sveitum, svo mjög, að mikill hluti þess andlega og
verklega uppeldis barna og unglinga, sem heimilin
veittu áður hefur óhjákvæmilega færst yfir á önnur
svið — og einkum skólana. — Fleiri og fleiri lieim-
'lisfeður stunda nú þess háttar störf, sem gera þeim
örðuga persónulega umgengni við börn sín og gildir
þetta bæði um nauðsynjastörf og tómstundaiðju.
1' leiri og fleiri börn alast nú upp, án þess að finna
þörf heimilis síns fyrir aðstoð þeirra smáu starffúsu
handa — þarna hvílir mikill vandi á móðurinni, að
tengsl barns við heimili sitt rofni þó ekki fyrr og meir
en nauðsyn krefur.
Ekki er við því að búast, að unnt sé á þessu sviði,
að sigla fyrir öll sker eða komast hjá öllum mistök-
um. — Nú er svo margt rætt og ritað um uppeldi
öarna og árangur þess, og það er að vonum um svo
NÝTT kvennablað
Jarþrúður Einarsdóttir.
viðkvæmt efni, að oft gætir meiri viðkvæmni er vera
þyrfti og hollast væri. Það er gömul kenning og sí-
gild, að börnum sé ekki holt að hlusta á foreldra
sína deila um uppeldi þeirra. En allar umræður í
útvarpi og dagblöðum má segja að fari fram í áheyrn
barnanna, og skyldi því þar allt með hófi og gát.
Heimili og skóli verða á marga lund að starfa hvor
á sínu sviði, en svo aðeins getur skólinn leyst af
hendi starf sitt í þjónustu heimilanna og báðir þessir
aðilar í þjónustu þjóðfélagsins, að skilningur og
sanngirni riki þar á báða bóga.
Slörf flestra húsmæðra hafa færst í það horf að
hún ver nú meiri tíma en áður til þvotta, ræsting-
ar og breytilegrar matreið lu, en minni tíma til kyrr-
látrar iðnar og iðju. Verður henni þá örðugra að
fræða börnin og skemmta þeim jafnframt starfi sínu.
Þá hefur og nokkuð gætt þess mikla misrkilnings,
að hin almenna skólaskvlda valdi því, að börnin séu
tekin af heimilunum og úr þeirra ábyrgð, ev hún
hefst — við 7 ára aldur — og hljóti því uppeldið
frá þeim tíma að færast að mestu leyti yfir á opinbera
aðila. — Það er að vísu rétt og skylt, að foreldrar
geri sér og börnunum ljóst, að fræðslulögin eru liin
fyrstu borgaralegu lög, sem til þeirra taka persónu-
lega, og þeim beri að sýna hlýðni og virðingu. Getur