Nýtt kvennablað - 01.02.1953, Side 8

Nýtt kvennablað - 01.02.1953, Side 8
Margrét Jónsdóttir: Hálsbandið — Þær eru fallegar, sagði hún aftur. —• Hver gaf þér þær? Frú Valhorg tók fallegan kristalsvasa og kom rós- unum fyrir i honum. Hún var háff utan við sig. — Eg verð að finna upp á því að segja, að þær séu frá einliverjum, sem áreiðanlega er ekki væntan- legur hingað í dag, hugsaði hún, en sagði ekki neitt. * - -- Kannski væri hezt að segja blátt áfram sannleik- ann, að Agnar hefði sent þær. Tilviljunin kom henni til hjálpar, svo að hún losn- aði við að svara telpunni, að minnsta kosti í bili. Siggi litli sonur hennar kom inn í sömu andránni. Hann var rjóður og hraustlegur 9 ára gamall snáði, dökkur á brún og brá og dálítið svipaður móður sinni. Hann var með dálítinn, aflangan böggul í hendinni. — Gerðu svo vel, mamma, mælti hann sigri hrós andi. — Þetta er til þín frá okkur Rúnu. En pabbi keypti það. Frú Valborg opnaði böggulinn hálfhissa. Það var pappastokkur, og í honurn lá dýrindis hálfsfesti úr lyfrauðum kóröllum. Langt var síðan, að Gunnar hafði gefið henni skart- grip. Þetta hálfsband var ekki valið af verri endan- um. Það var áreiðanlega af finustu og dýrustu gerð. Hún horfði stundarkorn á festina, þar sem hún lá í hvítu baðmullarreifunum sínum. Það var eins og hún væri á báðum áttum. Mamma! sagði drengurinn og horfði á hana spyrj andi augum. — Þykir þér ekki vænt um festina? Ætl- ar þú ekki að setja hana upp? Frú Valborg rankaði við sér og faðmaði börnin að sér, hvert á fætur öðru og kyssti þau. — Jú, jú! Víst er hún Ijómandi falleg. Ég varð 'jara svo hissa. Síðan hélt hún áfram að horfa á liálsbandið og handleika það. — Þér þykir meira varið í rósirnar, sagði telþan allt í einu, og það kom eitthvað fullorðinslegt og undirfurðulegt í svip hennar. Frú Valborgu brá! Hún flýtti sér að láta festina um háls sér og leit síðan í spegilinn. Festin fór henni vel og átti sérstak- lega vel við silfurgráan kjólinn. Þetta var gjöf frá börnunum hennar. Dýrindis gjöf frá eiginmanninum, er hann lét börnin gefa henni! 6 Stofurnar hennar frú Valborgar fyllast af konum og blómum. Glaðværar raddir og dillandi hlálrar heyrast yfir ilmandi kaffibollum og gómsætum kökum. Allar eru konurnar samtaka um að dást að hálsbandinu, af- mælisgjöfinni fallegu frá bónda hennar og börnum. Allt gengur eftir hinni gömlu, ákveðnu áætlun. Gunn- ar er kominn heim og situr hress og hreifur í hús- bóndasæti og hefur fengið sinn þakkarkoss hjá hús- freyjunni fyrir festina fögru, sem er eitt aðalumræðu- efni þessarar samkomu. EinhvernVeginn berst Agnar í tal. Einhver nefnir hann, sjálfsagt af tómri tilviljun. Frú Valborg finn- ur blóðið þjóta fram í kinnar sér. — Já, Agnar Sveinsson, segir húsráðandi. — |Hann er nú að komast á græna grein. Hann fær háan skálda- styrk í ár, og þar að auki fær liann ferðastyrk lista- manna. Hann fer víst bráðlega utan — og nú getur hann sýnt, hvað í honum býr. Frú Valborg heyrir orðin eins og þau komi úr fjarska. Bara að enginn veiti því eftirtekt, hve hún er utan við sig. — Framandi lönd! Þú átt að fylgja mér og hjálpa mér til þess að verða mikill rithöfundur og skapa ó- dauðleg listaverk. — Og ég held, að hann eigi þetta nú mikið mér að þakka, bætir Gunnar við all drýgindalega. — Ég hef talað máli hans víða, bæði seint og snemma. Ég hef talsverða trú á listamannshæfileikum lians. Frú Vaborg smeygir sér út úr stofunni, þykist þurfa að ná í eitthvað. Það er orðið svo kveljandi heitt inni, finnst henni og henni óar við að taka þátt í samræð- unum, sem nú snúast allar um stund um Agnar Sveins- son og ritstörf hans. Hún fer inn í baðherbergið og dyftar sig og dregur andann djúpt nokkrum sinnum. Skyldi Gunnar vita allt? Og hvernig gat hann vitað það? Hvers vegna liafði honum doltið í hug að gefa henni þtssa dýrmætu festi einmitt nú og aldrei þessu vant. Var hann með því að minna hana á bandið, sem tengdi þau saman, sem skylda hcnnar var að varð- veita, halda í heiðri? Vildi hann binda hana fastar, kaupa hana í annað sinn með þessari fallegu gjöf. Frú Valborg tekur kortið úr barmi' sínum og lítur á það. Hún heyrir Ijóðið, sem Agnar hafði ort til hennar syngja í huga sér. — Eg vildi geta hrotið björg og klofið. Veg þinn sléttað og vafið rósum. NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.