Nýtt kvennablað - 01.02.1953, Page 10
Heimabakstur
Margir halda að það sé svo mikill vandi að búa
til lagkökur að það megi aðeins heppnast faglærðum.
En ef þið bara byrjið eftir uppskrift hafið þið ein-
mitt sérstaklega gaman af að geta búið til terludeig,
þar sem deigið má bafa í margt fleira. Deig lagað
af 250 gr. smjörlíki og jafnri vigt af hveiti er ekki
dýrt. En smjörlikið má ekki vera salt, sé svo verður
að þvo saltið úr því í volgu vatni. Kreista með hrein-
um höndum saltið út úr og svo vatnið úr því og kæla
það. Þið verðið að laga tertudeig á köldum stað og
vinnuborðið verður að vera hart og kalt. Verði deigið
volgt verður það klesst og seigt og illa, heppnað.
Prýðilegt er að laga það daginn áður en það er not-
að. Má jafnvel viku áður, en þá þarf að geyma það
á vel köldum stað og vefja það í smjörpappír eða
mjölvað stykki.
LAGKÖKUDEIG (terta).
250 gr. hveiti, 250 gr. smjörlíki, l/j dl. vatn, 1
teskeið edik eða konjak.
Ósöltu smjörlíkinu skipt í 3 hluta, hveitið sigtað
og 1/3 af smjörlíkinu nuddað út í. Kalda vatnið
blandað edikinu sett í og þetta hnoðað saman. (Ekki
of lengi, þá verður deigið seigt). Látið híða á köld-
um stað 14 stundar (ekki frjósa). Þá er það flatt út
í ferkantaðan hleif. Helmingurinn af smjörl., sem
eftir var hnoðað með örlitlu hveiti og sett í smá kladda
á hleifinn og því smurt með hníf yfir 2/3 hluta hans.
Leggja svo þann 1/3 sem ekki var smurður inn á
miðjuna og hinn yfir (kakan þreföld) og flelja út
með hraða og geymt kl.tíma í kulda. Nú á hleif-
urinn að vera stærri. Það sem eftir er af smjörl. svo
unnið inn í deigið á sama hátt, og það enn sett í
kulda 14 tíma.
Þegar baka á deigið, hvort heldur er sama daginn
eða næsta dag, er deiginu skipt, kakan á að vera ca.
1 cm. þykk. í napóleonskökur og eftirfarandi kökur
má hún vera aðeins þynnri og pikka þá ögn til að
forðast loftbólur.
Kökurnar eru settar á hreinar, ósmurðar plötur,
kældar rennandi vatn, þær svo hafðar á köldum stað
áður en þær eru settar í ofninn. Þá settar í ofninn
miðjan, vel heitan. Lækka má hitann, þegar kökurn-
ar eru hefaðar og hafa fengið bökunarlit. Þykkar
kökur, sem venjulega þurfa langan bökunartíma á að
þekja með smjörpappír svo þær verði ekki of dökkar.
Þessar kökur heldtir minnka um sig við bökunina.
sérstaklega ef deigið er ekki nógu kalt.
Hringir, liálfmánaðar og hanakambar úr þessu
tertudeigi: „I allar þessar tegundir stemmir að breiða
út ferkantaðan hleif ca. 32x32 cm og taka undan
glasi ca. 8 cm. kökur (þvermál).
Hringir, hálfmánar og hanakambar úr þessu tertu-
deigi: „1 allar þessari tegundir' stemmir að breiða
möndlum.
2. Hálfmánar: Láta kökurnar á vel kælda,
j)lötu, láta lítið sultutau á hvprja, leggja þær saman,
en ekki hafa kantana alveg jafna. Standa í kulda
stundarkorn. Penslaðir yfir með eggi.
3. Hanakambar: Sullutau sett á hverja köku á
vel kældri jdötu, þær lagðar tvöfaldar og köntunum
þrýst vel saman og skorið í þá hér og hvar með hníf.
Kælt. Penslað með eggi. Hakað í vel heittim ofni.
★
FYRR OG NÚ
f.
Einu sinni ung ég var.
og átti margar þrár.
Þœr glötuðust í gleymshu-mar,
er gengu liSin ár.
/ skyndi dró upp skýja-fjöld,
er skyggfiu á himinninn.
Og fljótt kom líka frostrós köld.
og fönn á gluggann minn.
Nú eilíf sólin upp mér rann,
allt annaö reyndist tál.
Því ég hef fundiS Frelsarann
og friS í minni sál.
Gréta.
Sú aumasta kytra, sem rúmar kærleikann innan
\eggja sinna, er guða höll, en liöll án kærleika er
varga bæli.
Þegar guðinn Brahma hafði skapað manninn og
konuna, sagði hann við sjálfan sig: „Látum þau nú
fá tóm til að vera ástfangin hvort í öðru, því ég vil að
ástin sé ætíð undanfari hjú:?kaparins.“
Og er næturgalarnir hófu sinn hljómfagra klið, þá
hittust hinir sælu elskendur í ljósi tindrandi stjarna.
Þau héldust í hendur og sátu innan um blómin upp í
iðgrænni brekku. — ímyndið ykkur þessa ástafundi.
Engir tilvonandi tengdaforeldrar! .... (ISunn)
8
NÝTT KVENNABLAÐ