Nýtt kvennablað - 01.03.1953, Blaðsíða 10

Nýtt kvennablað - 01.03.1953, Blaðsíða 10
urinn væri þar til liúsa. SnilldarhandbragS einkenndi vinnu hennar alla. Svo sem Karitas átti ætt til, var hún ágætlega skýr kona, skemmtileg og hlý í viðmóti. Fróð var hún vel og minnug, ekki sízt á ættir manna. Hún var glögg í dómum, sannleiksunnandi og leitandi. Því eina fylgdi hún, er hún vissi réttast og þurfti ekki til annarra að sækja skoðun sína á málefnum eða mönnum. Kom það jafnan í ljós, ef álit voru sundurleit, að hún bjó yfir þekkingu, sem kostað var til og krufin hafði verið til mergjar. Karitas var kona fögur sýnum, bæði á vöxt og andlit. Þótt hún væri yfirlætislaus í fram- göngu, var hún festuleg og tilkomumikil í fasi. Svipur hennar var hár og hreinn. Augun dökkhrún, róleg og gáfuleg. Það segir sig sjálft, að Karitas liafði margra hylli og vináttu. Ekki aðeins vegna ytra þokka, held- ur og andlegra verðleika. Góðvild hennar átti naum- ast takmörk. Ollum vildi hún hjálpa og miðlnði af veraldarauði öllu því, er hún mátti, sem af allsnægt- um væri að taka, þótt efni væru lengst af skornum skammti. Þar að auki vakti hún yfir velfarnaði vina sinna með hollráðum og liðsinni á ýmsan hátt. Fjöl- margir eiga nú vinar að sakna, er hana má ekki lengur finna þessa heims, og sá söknuður sækir hugann heim eigi síður, þó að frá líði andláti hennar. Þórarinn Hi’lgason. Þjóðminjasafnið átti nýlega 90 ára afmæli. Hafði það verið stofnað með 15 munum, en á nú nálægt 15000. A 7 Aba t E L I’ u Fallcgur prjónakjúll prjónaður í tveim stykkjum. Fitjaðar upp 216 1 á hvoru stylcki, 5 prjónar ^arðaprjón, þá 10 pr. sléttlr, þd víxlprjón (háðir litir) 10 pr. síðan 10 pr. hvítir. I»á aftur víxlprjón 10 pr. I»á haldið áfram unz pilsið cr 41 cm, eru þá prjónaðar 2 og 2 1. saman, svo 108 1. vcrða á (það er mittið) 1 cm prjónaður. En svo byrjað að auka í aftur báðum inegin, 1 1. fjórðu hvcrja umf. tvisvar, svo aðra hverja umf. tvisvar. I»á auknar í 2 1 hvoru mcffin á fjórum nœstu prjónum og síðast 6 1. hvoru megin, undir höml. l»essar 6 1 eru svo garðaprjónaðar. Opið á annarri öxlinni. Felldar uf 10 1 í einu 3—4 sinnum. Teknar upp 80 1 í liálsmálinu og prjónaðir 5 prjónar. MÁLVERKASÝNING Undanfarna daga hefur málverkasýning Grétu Björnsson verið í Listamannaskálanum. Er þelta 6. sýning hennar í Reykjavík. Gluggatjöld, dúka og lakkeraða bakka hafði lista- konan einnig til sýnis og sölu. — Myndaflokkur úr kvæðinu „Ólafur liljurós“ vakti athygli sýningar- gesta, mynd úr hverri vísu kvæðisins. Það er næsta furðulegt að fleiri listamenn skuli ekki liafa spreitt sig á því viðfangsefni. Gréta Björnsson hefur víða farið um landið og „glöggt er gestsaugað“. Hestastóð, Á Hellisheiði og fl. myndir hennar væri gaman að eiga. BÓKMENNTAVIÐBURÐUR Ung stúlka semur lcikril. Steingerður Guðmundsdóttir, dóttir Guðmundar Guðmundssonar skálds, sendir frá sér: Rondo, leikrit í fjórum þáttum. Þetta er fyrsta hók hennar. 8 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.