Nýtt kvennablað - 01.03.1953, Blaðsíða 15

Nýtt kvennablað - 01.03.1953, Blaðsíða 15
Að heftnan ég fór Eg fór að heiman, er ég hafði hlustað á dr. Þorkel Jóhannesson tala um fyrri hluta 19 aldarinnar, árið 1835, en það er fæðingarár Tryggva Gunnarssonar og Matthíasar Jochumssonar, og lilutföll atvinnuveganna, landbúnaðarins og sjávarútvegsins, aukningu bústofns- ins og frumbýlingsár íslenzkrar verzlunar. Erindi dr. Þorkels var svo vel gert og greinargott að unun var a að hlýða, enda um allkært efni. Nefndi hann mörg mikilmenni, sem miklú komu til leiðar landsmönnum í bag: Skúla Magnússon, Tryggva, Ólaf Thorlacius, Bjarna rjddara, Guðm. Scheving o.fl. Ferðinni var heitið niður á Lækjartorg og með strætisvagni ínn að Litla-Landi til frú Lilju Björns- dóttur og þaðan í hennar samfylgd til Lauganess- kirkju. Það þóttu hofferðir í sveitinni að fara á aðrar kirkjur. Höfum við Reykvíkingar nú góða aðstöðu til þeirrar tilbreytni, því að 8 kirkjur eru í Reykja- vík, og líklega þó enn betri, er tímar líða, því að til okkar sækja ]>restarnir og kirkjunum virðist ætla að Ijölga. En það er nú svo, að hversu fögur, sem kirkjan er, og hversu vel, sem að henni er búið, þá er það prest- urinn, sem við erum að finna, þegar við förum til kirkju, eingöngu presturinn. Það er áhugasamur prestur, sem Reykvíkingar hafa lengið með. Árelíusi Níelssyni. Hann talar af fjöri og hefur þannig góð áhrif á sína kirkjugesti. Hann hefur Hka boðskap að flytja. „Til komi þitt ríki“ er önnur bæn Faðirvorsins, þar bætir síra Árelíus smáorði inní, sem prýðir. Hann segir: „Til vor komi þitt ríki“, sama sem: Guðsríki komi niður til okkar á þessa jörð. Hann var ekkert viss um að Kristur hefði getað mellað 5000 manns á fjallinu, hefði ekki ungur mað- ur verið þar með nesti sitt. En kærleikurinn gæti miðl- uð af litlu, satt alla. Og í því sambandi minntist hann fátæku kvennanna í okkar kæra landi, kvenmanna, sem einu sinni bjuggu við lítil efni í kotunum, sem nú standa í eyði. Þær gátu deilt björginni, gefið margan niálsverð af j )ví lilla, sem þær höfðu lianda milli. Á eftir ræðunni lét hann syngja: Hve sælt er sérhvert land .... (315). Slík ánægja að syngja þennan sálm! Þurfa ekki ulltaf að taia í fyrstu eða annarri ]>ersónu. Hún skyggir á margan sálminn, hin gífurlega sjálfsum- hyggja. Þetta er skemmtilegasta ferð á „aðrar kirkjur“, sent ég hef farið. Okkar ágætu fræðimenn halda gullvægt í horfinu. Sá veraldarlegi nefnir karlmanninn. Kirkjan nefnir konuna: Sá veraldlegi: dugmikla höfðingjann — Kirkjan: fátæku móðurina. Af gnægð hjartans mælir munnurinn. Allir eiga sér aðdáendur. (15. marz). \ SAGA MANNKYNSINS Austurlenzkan konung langaði til að kynnast sögu , mannkynsins og fékk í hendur 500 bækur frá vitringi einum. Ilann var önnum kafinn við stjórnarstörfin og bað vitringinn að stytta söguna. Eftir 20 ár kom vitringurinn aftur, og þá var sagan ekki orðin lengri en svo, að liún komst fyrir i 50 bókum. En þá var konugurinn líka farinn að eldast og treysti sér ekki til að leggja í lestur svo stórra skræða, svo hann bauð honum að stytta hana ennþá. 20 ár liðu aftur og að þeim liðnum kom spekingurinn enn, hann var nú orð- inn gamall og grár, með eina bók, sem allri þeirri speki hafði verið komið í, sem konungurinn sóttist eflir. En þá lá konungrinn á banasænginni og hafði ekki einu sinni tíma til að lesa hana. Og þá sagði spekingurinn honum sögu mannsins í einni setningu. Hún var svona: Hann fæddist, þjáðist og dó. • Þegar blússa er þvegin, e.&a peysa, skal alltaf taka úr henni axlapúða og ermablöð. Er gott að skilja þræðinguna eftir í saumunum svo að hægt sé að festa það alveg á sama stað aftur. Annars er gott ráð að festa axlapúða með smellum, sérstaklega í þær flík- ur, sem oft þarf að ])vo. Munið að skola ullarföt úr vatni af sama hitastigi og þið þvoið þau úr, ekki úr köldu. : HANNYKÖAVERZLUNIN : Þuríður . i Sigur/onsdórtir Hankastræti 6 (GtJÐNÝ I>. GUÐJÓNSDÓTTIR) i Fjölbreytt iirval af hannyrðavörum. Sent í póstkröfu nm land allt. — Ábyrjað ef óslsað er. — SlMI 4082. NÝTT kvennablað Kostar 15 kr. árgangurinn; gjaldd. í júní. Alta blö'5 á ári. — Kernur ekki út sumarmánudina. Ajgreidsla: Fjölnisvegi 7 í Reykjavík. — Sími 2740. Ritstj. og ábm.: GuSrún Stejánsdóttir, Fjölnisvegi 7. IURCAXPRLNT

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.