Nýtt kvennablað - 01.03.1953, Blaðsíða 14

Nýtt kvennablað - 01.03.1953, Blaðsíða 14
silunga og hann hafði dregið, sízt mátti hann við skaðanum því fjölrkylda hans var í manfiflesta býl- inu út undir tanganum. Næsta morgunn var risið snemma úr rekkjum, því nú var glaða sólskin og ákjósanlegur fiskþurrkur. Konurnar gáfu sér ekki tíma til að hita á katlinum, heldur hlupu út á reitina til að breiða fiskinn með hálfsofandi krakkana með sér. Þegar því var lokið fór hver heim til sín til að fá sér morgunkaffið. Hall- fríði duldist ekki að eittlivað var á seiði viðkomandi Bensa. Konurnar litu til þeirra mæðgina allt annað en hlýlega og sugu vandlætingarfullar upp í nefið. Þar að auki heyrðust dylgjur og glósur öðru hvoru. Gréta í Móunum var einna háværuct. „Við eigum sjálfsagt eftir að súpa seyðið af því hinar, sem fyrir komu í gærkvöld,“ heyrðist utan af reitnum, þaðan sem hún var að breiða fiskinn. „Það er meiri mæðan að svona fólk skuli flytiast í nágrennið.“ „Það er engin ástæða lil að kenna aumingia kon- unrii um þetta, eða kvarta undan henni. „Þetta er ágætis kona og hann er góður við mömmu sína, strák- anginn,“ sagði Signý í Bjarnabæ. Það var enginn efi á bví hvert væri aðal bitbeinið í þetta sinn. Það var Bensi. Hallfríður spurði son sinn hvon eitthvað hefði komið fyrir hann í gærkvöld eða nótt? „Ear held það sé varla hægt að sea>a að neitt hafi komið fyrir, nema að við fórum að veiða inn á höfða. Svo komu ríkismannasvnirnir og vildu reka okkur burtu. Þeear við vildum ekki gegna þeim, sóttu þeir gamla prófastinn. Hann þóttist eiga höfðann og sil- unqinn og alla veröldina, hevrðist mér. Þá hætium við, annað var það ekki,“ svaraði hann. „Segirðu nú satt. góði minn. Mér svnast konurnar vera svo óá- næeðar os vandlætingarfullar vfir einhveriu, sem þig hefur hent,“ saeði móðirin. ..Það er ekki að ui.dra, þo bær kenni í brióst um karlugluna fvrir að ganga suður á höfða og beria steinana með stafnum sínum. Hann hefur líklega getað hvílt sig á eftir.“ „Svona máttu ekki tala, góði minn. Hér bera allir virðimru fvrir bessum aamla embættismanni. Þú verð- ur að gera það h'ka. Revndu að laga þig eftir liinum dreng'iinum. Þú mátt ekki vera svona harðvítugur.“ „Og láta þá segía mér hvernig ég eigi að sitia og standa eins og þeir hafa eert. Nei hað verður ekkert af bví mamma. — Ég ætla mér ekki að verða höfð- ing'asleikia, þó þeim finnist það siálfsagt að vera það. kerþnva'-eörrnunum, sem vinna úti á reitunum,“ svaraði hann kergjulega. Þeaar konurnar voru búnar að hvíla sig dálitla stund var haldið út á reitina aftur til að snúa fiskin- 12 um. Nú varð Bína að fara úteftir. Sigga kjökraði yfir því að verða ein heima með Jóa. Hann var eitthvað að babla, sem hún þýddi þannig að liann vildi fara með Valda, svo hét hróðir Bínu. En mamma hennar sagðist ekki geta lagt það ú sig að bera hann úteftir og heim aftur. Hún væri áreiðanlega nógu þreytt, og bað hana að vera heldur í fjörunni. En Sigga varð ennþá volæðislegri á svpinn. Það var ólíkt skemmti- legra að vera úti á reitunum, þar var skrafað og hleg- ið og þar gat hún féngið að snúa fiskinum eins og hinar stelpurnar. Hún grét af meðaumkun með sjálfri sér, þar sem hún rogast ofan í fjöruna með drenginn í fanginu. Það kenndi enginn í brjósti uin hana, ekki einu sinni mamma hennar. Það áttu allar stelpur hetra en hún. Hallfríður var að loka bænum, þegar hún gekk fram hjá. „Viltu ekki heldur vera úti á reitunum í dag, Sigga mín? spurði hún. „Ég get ekki borið hann þangað, það er svo langt,“ anzaði Sigga snöktandi. „Bensi ber hann fyrir þig“, sagði Hall- fríður. Bensi kom skálmandi og tók drenginn á hand- legg sér. Sigga þurrkaði af sér tárin og skokkaði brosleit við hlið hans. Svona var Bensi alltaf góður, enginn var eins og hann, hugraði hún. En þegar út á reitina kom, saug mamma hennar hálf ólundarlega upp í nefið og sagði þurrlega. „Því ertu að þvælast með Jóa hingað og hefur ekki einu sinni sæng utan um hann, ef það skyldi kólna. Það er heldur styttra að fara með hann heim neðan úr fjörunni.“ „Það kólnar víst ekki,“ sagði Sigga, vonsvikin. Þá gegndi Þorbjörg í Nausti fram í, þó henni kæmi þetta mál lítið við. En hún var nú svoleiðis kona. að hún lét álit sitt í liósi um það ,sem talað var í kringum hana án þess að spyrja um levfi, og móti henni mæltu fáir. „Þér þykir náttúrlega hlutskipti dóttur þinnar svo ákiósanlegt að óþarfi sé að bæta það að neinu levti,“ sagði luin. „Það er þó dálítil tilbrevtni í bví að vera hérna i margmenninu, heldur en sitja alein heima í fjöru með þennan vesaling binn, og verða svo fvrir hrekkium og stríði af strákaflíflunum innan úr Vík- inni. Náttúrulega þvkir þér það lítilfiörlegt fyrst þeir tilheyra gamla prófastinum og kaupmanninum.“ En livað Siggu þótti vænt um Þorbjörgu fyrir að segja þetta, því auðvitað sagði móðir hennar ekkert til andmæla, enda hafði bað litla bvðingu. Jói var látinn sitia á kassa og Sigga gat hiálnað til að snúa fiskinum. Þegar því var lokið, settist Signý hjá hon- um, en Sigga fékk að fara í leiki með hinum telp- unum. Hallfríður settist hiá Signviu. Hún hafði með sér kaffibrauð, sem hún fór að gefa drengnum. Bensi var kominn í stórfiskaleik og allir strákarnir — Frak. NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.