Nýtt kvennablað - 01.03.1953, Blaðsíða 13

Nýtt kvennablað - 01.03.1953, Blaðsíða 13
þegar sást til þeirra, sem völdin þóttust hafa. Nú voru fimm í hópnum, því sonur pakkhússmannsins var meS þeim. Hann var álitinn þeirra allra lákastur og var komið í sveit á sumrin, en nú var hann stadd- ur heima. Ragnar hét hann. „Nú verðum viS aS standa okkur,“ sagSi Bensi og bardagaglampa brá fyrir í augunum. „HvaS heldurSu þeir geri?“ spurSi Mangi í Skúrnum, kjarklausasti veiSimaSuritin. „Vertu nú ekki hræddur Mangi. ViS erum svo margir,“ sagSi Bensi, hughreystandi. Fimmmenningarnir sendu veiSiflokknum tóninn áS- ur en beir voru koinnir alla leiS fram á höfSann: ,,Ef þiS hættiS ekki aS stela frá okkur fiski og sil- ungi skuluS þiS hafa verra af.“ Bensi varS fyrir svör- unum eins og vanalega: „Hver hefur gefiS ykkur fiska sjávarins, lleybrækur góSar? ReyniS aS koma meS færi og draga fiska sjálfir, eins og hverir aSrir al- mennilegir strákar gera. Nú er nógur silungur hér viS höfSann og þeir eru sveimér ekki merktir vkkur heldur okkur. og þarna kom einn ekki ósköp dóna- legur. Ef þiS færiS vkkur ekki svolítiS frá, slöngva ég honum í ykkar auSvirSilegu hausa. — HeyriS þiS þaS.“ • Eldri kaupmannssonurinn, sem Var á aldur viS Bensa. gekk fram fvrir félaga sína, auSséS aS hann ætlaSi aS taka aS sér fotustn í bessu máli. „HevrSu hvaS ég segi Bensi skrattakollur! byrjaSi hann tals- vert valdsmannlega, „ef bú og þínir ómvndarlegu fé- Jagar hypiiS vkkur ekki burtu á stundinni skulum viS tafarlau°t henda ykkur í sióinn eins og hvérium öSr- um óbrifahræum. þar getiS þiS’ orSiS aS ekta þorsk- um. T>aS eruS þiS náttúrlega aS nokkrii leyti.“ „Komdu bara lagsi, þá skaltu verSa samferSa,“ s&gSi Bensi. Ingri félagarnir fóru aS færa sig frá sjónum. Snmir vildu ekki yfirgefa veiSina og færSu sig sunnar á höfSann. Árásarmennirnir færSu sig nær. „AnnaS hvort skuluS þiS gera,“ sagSi foringinn, „hætta öllum veiSiskap. eSa viS tökum til okkar ráSa, nefnilfga aS kaffæra vkkur í siónum,“ sgaSi hann, en þó hálf hikandi. „KomiS biS bara.“ sagSi Bensj. svo lalaSi hann til sinna félaga. „TakiS biS ))á bara nógu föstum tökum svo þeir geti ekki losaS sig, þá fá þeir baSiS meS okkur.“ „En þá drukknum viS allir,“ sagSi Mangi í Skúrn- um, lafhræddur. „ViS munum falla meS sæmd,“ sagSi Bensi. Þá hik- uSu fimmmenningarnir og töluSu eitthvaS sín á milli í hálfum hljóSum, snéru svo allt í einu viS og skálm- uSu sömu leiS og þeir komu. „Nú ætla þeir aS klaga/ ‘sagSi einhvér. „Lofum :þeim aS klaga, ógerSarormúnum þeim NÝTT KVENNABLAÐ arna, sagSi sá hugrakki drengur, sem allir settu traust sitt tiL Flestir krakkarnir voru búin aS fá eitthvaS á færi sín, meira aS segja Sigga, sem sjaldan hafSi rennt færri í sjó var búin aS ná í tvo væna silunga, þegar sást til fimmmenninganna aftur. Nú var sá sjötti i för meS þeim. Hann var ólíkt fyrirferSarmeiri og gekk hægar. ÞaS var enginn annar en gamli prófast- urinn meS silfurbúna göngustafinn og gullspanga- gleraugun. Hann var silfurhærSur öldungur, sem allir Víkurbúar báru djúpa lotningu fyrir, endá kom brátt ókyrrS á veiSiflokkinn, færin voru dregin upp og krakkarnir flýSu suSur fyrir höfSann meS silungana, sem þeir voru búnir aS veiSa. ASeins fimm stóSu eftir meS Bensa. Nú var jafnt á komiS. „Hver leyfir ykkur aS veiSa hér? spurSi prófastur- inri virSulega og sveiflaSi stafnum í áttina til Bensa. Strákarnir voru glaSklakkalegir á svip, því nú voru þeir vissir um sigur.' ,Mér hefur veriS sagt aS öllum væri leyfilegt aS veiSa hér,“ sagSi Bensi, kergjulegur á svip. „ÞaS eru missagnir,“ sagSi prófasturinn. „Ég á þetta land, þaS tilheyrir HöfSa, sem er mín eign. Vikin ög allir kofarnir og húsin eru á minni lóS og þess vegna á enginn meS áS veiSa hér, nema meS mínu leyfi og þaS veiti ég ekki ódælskum strákum eins og þér, sem ert í sífelldum erjum viS félaga þína og æsir aSra drengi til ófriSar og prakkaraskapar.“ Bensi glotti kæruleysislega og sagSi: „En ekki áttu þó silungana í sjónum, þó þú sért rikur og voldugúr." Prófasturinn sló stafnum í stein, til aS gefa orSum sínum meiri áherzlu. „HafSu þig burtu héSan. Ég vil ekki sjá þig eSa heyra til þín, ógerSaranginn þinn, sagSi hann. „FáSu mér silunginn, sem þú og hinir eru búnir aS veiSa í leyfisleysi.“ „Strákarnir þínir geta reynt aS veiSa sjálfir. Mér dettur ekki í hug aS láta mina silunga,“ sagSi Bensi og þaut af staS ásamt öllum hinum huguSu félögum sínum. Kjartan í Móunum þorSi ekki aS taka sína silunga, þeir urSu eftir. Þeir heyrSu aS þaS var bor- iS undir jjrófastinn, hvort ekki ætti aS elta þá og taka af þeim veiSina, en hann sagSi aS þaS væri bezt aS láta bá fara í friSi. Þeir veiddu varla hér aftur. Svo gekk þessi aéruverSugi sáttasemiari heim aftur. Dreng- irnir báru silunga Kjartans í Móunum meS fingrun- um, og héldu þeim langt frá sér, því þetta voru fínir drengir, sem ekki vildu óhreinka fötin sín. Einn gekk þó meS höndurnar í vösunum, því silungarnir voru ekki nema fjórir. Þeir sigruSu gengu út brekkubrún- irnar fyrir ofan víkina til þess aS verSa ekki á vegi sigúrvegaranná.' Kjartan kom héim'með jafn marga 11

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.