Nýtt kvennablað - 01.12.1953, Blaðsíða 6

Nýtt kvennablað - 01.12.1953, Blaðsíða 6
Frú Sot'fía Ingrvarsdóttir Flinintug' IV. juní 1053 Þú ert fædd á frelsisdegi fríða kvennaval. Ljóma strá á lífs þíns vegi ljósB frelsis skal. Háttvisinnar heiðursmerki þig hefur lífið skreytt. Sýnir þú í vilja og verki að vizka guðs þig hefur leitt. Þú skalt fimmtug þakkir hljóta þúsundfaldar nú, lengi gæða lífsins njóta í ljósi af von og trú. Þú vilt frelsi og fegurð veita fylgi þitt og lið. Grýttri jörð í gróður breyta, glæöa dyggo og siogæðið. Heill! þér góða, göfga kona, gleðjast með þér nú hópar íslands svanna og sona, sýna hvernig þú, virðing hlýtur, verðskuldaða, er vex þó lengi enn. Með prúðmcnnskunnar lipurð laða munt lengi að þér vitra menn. Lilja Björnstóttir. Tár á lrodda telur enginn. Tárin vcita ró og frið. Kkki eru liau illa fcngin, |ió cln í laumi grátuni vi5. G. St. og svipti þannig Róm dýrðarljómanum af sigri sínum og setti hana skör lægra en Alexandríu. Hann Iét og ekki þar við sitja, heldur ánafnaði hann Kleópötru og hörnum þeirra konungsríki, sem samkvæmt lögum til- heyrðu Róm. Svo mikið var um dýrðir við þessa at- höfn, að reist voru hásæti úr gulli á silfurpöllum. Ófriður milli flokka Antonys og Octovíans var óhjá- kvæmilegur. Styrjöldin um heimsveldið, sem lauk með orustunni við Actium, var í aðsigi. öldungaráðið svipti Antony völdum, og stríði var lýst yfir árið 32 f. Kr. I huga Kleópötru voru vaknaðar efasemdir. Antony var ekki lengur hinn ungi djarfi herforingi. Hann var of líkur Bakkusi, guði vínsins og gleðinnar. Hervæð- ingin var hólfkák, skemmtanir sátu í fyrirrúmi, Kleó- patra fylltist gremju og fyrirlitningu og ástin kólnaði. Loks rann upp dagurinn, þegar Kleópalra lagði af stað með flota sinn og Antony með hersveitir sínar til Ambrosíuflóa í Grikklandi gegn her Octavíans. Ást Kleópötru og Antonys hafði næstum snúist upp í hat- ur. Þau voru ósammála um allt, sem snerti herferðina. Kleópatra, sem Antony hafði einu sinni brugðizt, van- treysti honum nú og skildi ekki, að hann var síðasta von hennar, og Antony, sem var tekinn að sljóvgast af víndrykkju, bar ekki traust til hennar. Þannig stóðu leikar, þegar flotarnir mættust og orustan mikla við Actium var háð árið 31 f. Kr. Þessi orusta hefur alltaf verið sagnfræðingum ráð- gáta. Bardaginn hafði staðið sex klukkustundir, og hvorugur aðilinn unnið á, þegar Antony sá allt í einu skipið, sem Kleópatra var á, vinda upp segl og hverfa úr orustunni ásamt öllum skipum hennar sextíu að tölu. Hann flúði strax á eftir henni, þó að ekki hefði verið barizt til úrslila. Þess hefur verið getið til, að Kleópatra hafi álitið orustuna tapaða og óttast að falla lifandi í hendur Octavíans, eða að þessi hugprúða kona hafi allt í einu misst kjarkinn. En þó finnst manni enn ólíklegra, að flótti Antonys hafi stafað af ragmennsku, og ekki er heldur hægt að fallast á skoð- un Plutarchs, að Antony hafi vegna blindrar óstar á Kleópötru varpað frá sér heimsveldi, þar eð hann ótt- aðist aðskilnað þeirra. Hvernig sem í þessu lá, var heimsveldi Egyptalands og Rómar glatað vegna þessarar óskiljanlegu fram- komu, og Octavían varð Augustus Cæsar, fyrsti keis- ari Rómar. Kleópatra flúði til Alexandríu, þar sem hún tók þegar að búast til varnar, en Antony fór til Libvu og gerði árangurslausar tilraunir til þess að fá hersveitir. Bæði vissu hver úrslitin yrðu, og beiskjan og ásakan- irnar hurfu úr hjörtum þeirra, en þau þráðu aðeins að 4 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.