Nýtt kvennablað - 01.12.1953, Blaðsíða 14

Nýtt kvennablað - 01.12.1953, Blaðsíða 14
Anna, sem hélt sig þó ofurlítið við efni dagsins. „Mér finnst það ófyrirgefanlegt að innræta ekki börnunum ást og virðingu fyrir feðrum sínum, en það er víst ekki óvanalegt, að þeir séu álitnir skyldugir að skaffa fjöl- skyldunni peninga til hvers sem er, en fái lítið þakk- læti eða hlýju fyrir. Hallfríður og sonur hennar hafa sjálfsagt ekkert á móti því að hirða peningana frá hon- um þessum manni, þó það væri of gott fyrir hann að koma og fá kaffisopa og lofa hestunum að grípa niður því það sá ég að hann ætlaði þeirn. Hann var búinn að taka taumana ofan,“ rausaði hún í ströngum prédik- unartón, þá brá fyrir gleðinni í annað sinn í augum Jónasar. „Þú hefðir víst ekki orðið betri en aðrar, Anna mín, ef þú hefðir átt einhvern karlinn,“ sagði hann. „Það þykir mér ólíklegt, að ég hefði hagað mér svo gagnstætt Guðs boðorðum, sagði hún og saug þykkju- lega upp í nefið. „Og varla hefði ég liðið börnunuui mínum, að sýna honum annað en tilhlýðilega virð- ingu“, bætti hún við. „Það gengur svo, að þeir fá sjaldan beztu spilin, sem helzt kunna að spila úr þeim,“ sagði Jónas. Þá þykktist Anna en meir og fór út allt annað en ánægð á svip. Signý fór að spyrja mann sinn og dóttur hvað hefði gefið tilefni til þessarar umræðu. Sigga sagði henni hvað hefði komið fyrir. Hún sagðist nú vera hissa, því það væri ekkert óvanlegt, að sveitamenn drykkju kaffi í Bakkabúð. Tvíburabræðurnir hennar Grétu höfðu notað tæki- færið, meðan móðir þeirra var að drekka kaffið, og skokkað inn í Vík til að losna við alla siðavendni, en Kjartan var farinn að þekja aftur með Bensa. Móðir hans lét það afskiptalaust. Þær röltu heim með tóman þvottabalann og nöldruðu um Jónas í Bjarnabæ. Hann væri að sama skapi tannhvass og ókurteis sein Signý væri almennileg. Það hefði sjálfsagt ekki vantað prakkaraskapinn í hann, þegar hann hefði verið upj) á sitt bezta fyrst hann gat brosað að svona löguðum óartarhætti. Það var líka búið að gefa honum talsverða áminningu manntetrinu. Með þessum óvægu dómsorð- um endaði Anna ræðuna. Næsta morgunn, eldsnemma, kom Gréta að sækja þvottinn, sem blakti þurr á snúrunni. Nú lá talsvert betur á henni en kvöldið áður. Hún kom inn í eld- húsdyrnar til að þakka fyrir snúrulánið. Signý var að hella á könnuna og sagði, að hún syjri sér líklega til samlætis því varla hefði hún verið búin að hita á katl- inum heima hjá sér. „Ónei, það var ég sannarlega ekki, ég sá, að það yrði ekki langt þangað til færi að rigna. Hvílíkur rækallans rigningarhamur dagsdag- lega“, tautaði Gréta á leiðinni inn göngin. Jónas hafði alltaf gaman af að kíta við nágrannakonu sína og Vaxdropar Nú eru liðin 18 ár, síðan þetta skeði. Aftur hljómar glaðvær hlátur lítillar stúlku í eyrum Hvammshjónanna. Það er kom- in önnur Gerður í bæinn, bláeygð með bjart, hrokkið hár. Hún er yndislegt barn og minnir svo mikið á litlu stúlkuna, sem dó fyrir 18 árum: Elín er gift góðum manni og þau búa á hálfri jöiðinni. Þau eiga þessa litlu stúlku, sem er fjögurra ára göm- ul og dreng eins árs, sem heitir Þorgeir. Fósturforeldrar Elín- ar búa á móti þeim og þar ríkir friður, gleði og kærleikur, og öllum þykir þar gott að koma. Gerður kallar Sigrúnn mömmu og þykist rik að eiga þær tvær. Nú er hún farin að sofa inni í herberginu hjá eldri hjónunum, síðan drengurinn fæddist. Það er vorkvöld. tlti er kyrrt og hlýtt. Sigrún situr hjá rúini Gerðar, hún er rétt sofnuð, eftir dagsins önn. Sigrún horfir á litla andlitið á koddanum og strýkur létt um gullna hárið henn- ar, og ástúð og blíða skín úr auguin bennar. Sigránu hefur ekki farið mikið aftur í þessi 18 ár, nema hvað hárið er farið að grána í vöngunum. Hún hefur líka verið umvafin ástúð og kærieika af fósturdóttur sinni, sem alltaf kallar liana mömmu, síðan þær grétu báðar yfir horfnu vaxbólunum. Og maður henn- ar og tengdasonur hafa gert allt til að gleðja hana og styrkja. Og svo var guð svo góður, að senda henni þessa litlu stúlku, sem var svo lík litlu stúlkunni hennar, að henni fannst oft að þetta væri hún. Já, hún hafði mikið að þakka fyrir. Hún gat ekki gert að því, að það greip hana viðkvæmni, þar sem hún sat yfir sofandi barninu, og tárin komu fram í augun. Hún var orðin svo viðkvæm, síðan sorgin heimsótti hana. Ifún beygði höfuðið og heit þakkarbæn steig frá brjósti hennar. Bæn til hans, sem ræður yfir lifi og dauða. En allt i einu var hún um- vafin ástríkum örmum og tvær raddir hvísluðu samtímis blítt við eyra hennar, elsku mamma, elsku konan min. Elín og Þor- geir höfðu gengið hljóðlega inn í herbergið og sáu hana sitja þarna með hneigðu höfði, og þau grunaði, að hún væri í sorg- legum hugleiðingum. Hún leit upp og brosti gegnum tárin. „Ég var bara að þakka, allt það góða, sem mér hefur hlotnast á lífsleiði»ni,“ mælti hún blítt, „og líka fyrir sorgina. Hún liefur veitt mér meiri samúð og skilning á annarra sorgum og kennt mér að meta þann kærleika, sem ég hef orðið aðnjótandi hjá ykkur, elsku maðurinn minn og dóttir. Og svo hefur þú, elsku Ella mín, gefið mér Gerði þína. Hvers get ég krafizt meira? Nú skulum við öll í sameiningu biðja fyrir henni, elsk- unni litlu, áður en við gefum okkur svefninum á vald. Og þau krupu öll við litla rúmið og báðu í sameiningu fyrir litla sól- argeislanum sínum, sem þarna hvíldi í öllu sakleysi sínu. Endir. — A. ]. sjiurði bana hvernig hún hefði sofið eftir jiessi ósköp. sem höfðu hlaupið í hana út við snúruna í gærdag. „Já, jiað gekk svo sem bærilega að sofa,“ svaraði hún. „En það var svo ekki jiar með sagt, að það yrði til mikilla heilla, að ég reifst við Jiá syni mína og ræki þá burlu frá Bensa skömminni. Þeir stukku inn í Vík og komu heim bláir og blóðugir undan gamla prófasts- strákunum og Ragnari. Hann er nú kominn heim úr sveitinni, ekki batnar við hans komu.“ Framh. 12 NtTT KVENNABLAH

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.