Nýtt kvennablað - 01.12.1953, Blaðsíða 10

Nýtt kvennablað - 01.12.1953, Blaðsíða 10
ITr Þýzkakmd§för Framh. DÓMKIRKJAN í KÖLN Þegar við komum til Köln, vorum við öll heldur illa á okkur komin af þreytu, en með góSum vilja, eftir ágæta hressingu, lögSum viS af staS til aS skoSa borgina. AuðvitaS fórum við fyrst til hinnar frægu Kölnardómkirkju, sem var 600 ár í smíðum og kost- aði offjár. Fegurð hennar og tign er líka í fullu sam'- ræmi við tímann og kostnaðinn. Kirkjan stendur á súlum og göng og hvelfingar eru þar ótal margar. Alla daga er kirkjan opin og sífellt er straumur manna, sem fer inn í hana. Sumir koma aðeins til að sjá meistaraverkið, en aðrir til að krjúpa fram fyr- ir dýrðlingmyndirnar, sem eru þarna niargar, krjúpa fram til bænar. Misjafnir eru mennirnir, sem koma þarna. Og misjafnar eru bænirnar. Ef til vill sér mað- ur hvergi betri mynd af dæmissögunni um Faríseann og tollheimtumanninn, en einmitt í þessu stærsta must- eri Þýzkalands. Þar getur maður séð margan í ein- lægri lotningu, lotningu og heitri bæn, en þar er Iíka hægt að sjá sviplaus andlit þyljandi innantómar klausur án sannfæringar. ) SIGLING UPP RÍN Við fórum með skipi eftir ánni Rín. Glaðasólskin var, og þessvegna hægt að njóta útsýnis. Umhverfis Köln og upp með ánni er sléttlendi. Svo blánar fyrir fjöllum og þegar nær þeim kemur, sést að þau eru skógivaxin að ofan, en vínviður teygir sig um hlíðarn- ar neðanverðar. Þarna er það, sem hin frægu og góðu Rínarvín eru búin til. Efst uppi gnæfa gömlu riddara- borgirnar, hver með sína sögu, fléttaðri sorg og gleði. Þær hafa verið byggðar þarna efst uppi, bæði vegna útsýnis og svo hins, að þarna var erfitt að sækja að þeim. Margar gömlu riddarasögurnar hafa gerst jtarna. Uppi á hæstu tindum Siebengebirge eru rústir af höll- inni, sem Sigurður Fáfnisbani bjó í og hellirinn, þar sem hann drap orminn, sést. Á hæð einni, öðrum meg- in Rínar, eru rúslir af höll Rolands, sem var riddari Karls mikla. Eyja ein er í ánni, beint fram af höll- inni. Á henni er gamalt nunnuklaustur. Hinum megin er önnur höll, fögur fyrr á tímum, en nú í rústum. Á þessum slóðum gerðist á dögum Karls mikla „róman- tísk“ sorgarsaga. Roland riddari elskaði stúlklu, undur fríða, sem bjó í höllinni handan við ána. Einhverju sinni bauð keisarinn Roland og öðrum riddurum að fara til Spánar og gegna þar starfi, svo sem hann sagði til um. Förin var bæði löng og stórhættuleg. Ódrengur, sem var keppinautur Rolands í ástarmál- unum fór til stúlkunnar og sagði henni, að Roland væri látinn. Hélt hann að auðveldara yrði þá fyrir sig að vinna hana, ef hún vissi Roland dauðan. Svo varð samt ekki, því hún gekk í Eyjarklaustrið, til þess að geta séð höll ástvinar síns. það sem eftir væri æfinnar. Nokkru seinna kom Roland svo heim, en er hann heyrði fréttirnar varð hann þunglyndur og fór hvergi úr höllinni upp frá því. Lengi héldum við áfram eftir ánni. Við og við var komið í borgir. Farþegar komu og fóru. Sífelld til- breyting á landslagi og mönnum, alveg Jrangað til við sjálf stigum á land í einni af stærri borgunum við Rín, Koblenz. Þaðan tókum við lest til þorps eins inn í dalnum, sem kallað er Nassau. Það er lílið þorp, en yndis-fallegt með mjög mikilli eplarækt. Þar gelur maður fengið ókeypis nóg af eplum, og þarf ekki annað en að tína þau upp af jörðinni, því þau falla (af trjánum) mörg og stór. I BERLÍN Nú nálgast óðum sú stund, sem ég hafði lengi þráð. Við nálguðumst Berlín. Því auk þess sem Berlín er 4. stærsta borg veraldar með 41/^ milljón íbúa, er hún höfuð og heili j)ýzka ríkisins. Þar safnast saman færir menn, hver á sínu sviði, og leggja saman ráð sín og dáð, til þess að þjóðinni megi vegna vel. Og það var um Prússland, og J)á fyrst og fremst Berlín, sem Bis- marck sameinaði þýzku j)jóðina. Þar stóð hann einn gegn mörgum og hafði vilja sinn fram öllum til góðs. í Berlín sátu J)ýzku keisararnir og prússnesku kon- ungarnir, sumir til góðs, aðrir til ills, allt eftir mann- kostum. í Berlín var það, sem Bolsjevikar komust fyrst til valda árið 1918 eftir blóðuga byltingu, og í Berlín var það, sem þeir féllu tæpu ári seinna. Og margt gerist í stórborg, sem fáir vila um, }>ví mörg (>ru myrkraverk mannanna. í Berlín eru alls konar menn, allt frá ágætis mönnum niður í mestu úrhrök. Leið okkar lá nú til þessarar risaborgar. Landslagið meðfram brautinni frá Dessau er yfirleitt hrjóstugt, svo nógur tími var til að gera sér hugmyndir um stór- borgina. Og }>að var eins og ég hafði búizt við. Allar hinar borgirnar, sem við höfðum komið til, virtust eins og dvergabæir íniðað við Berlín. Við dvöldum ]>ar í 3 daga og skoðuðum allt, sem hægt var að skoða á svo skömmum tíma. Einn daginn fórum við til Potsdam, sem er angi af Berlín, út frá aðal-borginni. Það er talinn einn fegursti hluti hennar. Eintóm stórhýsi eru J>ar, og allt er byggt í stíl Friðriks mikla. Ilann lét byggja þetta hverfi, ásamt stórum garði. í höllinni í garðinum dvaldi Friðrik mikli með vildarvinum »ín- um sér til hressingar og skemmfunar. Konungurinn 8 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.