Nýtt kvennablað - 01.05.1955, Side 12

Nýtt kvennablað - 01.05.1955, Side 12
Bensi hefði alltaf verið ágætis drengur. Fínu strák- arnir heilsuðu houm kompánlega, en töluðu lítið við hann annað en spyrja eft.r því, hvort hann hefði ekki haft það gott í vetur og hvoit hann ætlaði að fara að rífa upp fiskinn? Bensi lét vel yfir því, hvernig sér hefði liðið í Nor- egi, en hann ætlaði ekki að hreyfa bátinn þetta sum- aiið. Hann stóð skorðaður við bæjarvegginn í Bakka- búð. Þar átti hann að bíða þangað til eigandinn hefði tíma til að sinna honum, því Hannes formaður var ekki lengur í tölu Víkurbúa. Bensi vildi helzt að mamma hans væri ekkert að fara í kaupavinnu. Það var nóg að vinna í fiskinum, meðan hann yrði ekki sá maður að geta látið hana hafa það náðugt og hætta öllum þræl- dómi. Eftir hálfan mánuð var Hallfríður kölluð í síma. Það var sonur hennar, sem talaði við hana. Næstu daga var hre nt eins og allt ætlaði um koll að keyra. Það var svo mikil síld á Siglufirði að ekki var líkt því nógu margt kvenfólk til að salta. Þær ætluðu báðar að drífa sig út eftir, Hallfríður og Þorbjörg og vildu helzt fá fleiri. Þura gamla í Bót ætlaði að taka kúna af Þorbjörgu. Hún mátli selja það af mjólkinni, sem hún þurfti ekki sjálf að nota. Hún var aldeilis á himn- um uppi yfir slíku láni, því aldrei hafði hún átt kýr- lepp á ævi sinni, en nú fengi hún að hafa öll afnot af kú í margar vikur, alveg eins og hún ætti hana sjálf. Lilla, dóttir hennar ætlaði að drífa sig í síldina með þeim vinkonunum af Tanganum. „Bara að ég hefði getað farið líka,“ sagði Sigga litla í Bjarnabæ. „Og ég líka,“ sagði Bína í Móunum. „Þú hefðir varla fengið mitt samþykki til þess,“ sagði Gréta. „Það er ekki fyr- ir óreynda unglinga að lenda í slíku spillingarbæli, þó það sé passlegt svona kvensum eins og Þorbjörgu í Nausti og hennar líkum.“ Konurnar á reitunum voru gular og grænar af öf- und, þegar starfssystur þeirra lögðu af sfeð inn í Vík- ina, það yrði svo sem álíka, sem þær hefðu eftir sum- arið eða hérna heima, og þar að auki víst mikið léltari vinna. „Það er nú meiri vesöldin í þér, Nýja mín. að drífa þig ekki með þeim,“ sagði Jóna frænka. '„Þær fara nú í síldina með yngri krakka en liann Munda! Ég hefði svei mér skulað fara, ef ég væri ekki bundin við að þvo gólfin í búðar skrattanum og kontórnum, en það gefur þó krónur frádráttarlaust. Eitthvað kost- ar það sjálfsagt þetta ferðalag, fram og til baka.“ Ég hefði nú sjálfsagt orðið heldur svifasein við þessa síld,“ sagði Signý. „Svo þarf að hugsa um kúna. Og það held ég Jónasi þætti óviðkunnanlegt að koma að tómum kofunum. Ég efast líka um að hann vildi að ég væri að þvælast það með drenginn.“ „Það er alveg nýtt, ef hann hefur á móti því, að þú þrælir," hnusaði í Jónu. „Hitt er þó kannske enn þyngra á metunum, að þú sért heima t*l að stjana við hann, þegar hann kemur af sjónum. Ég segi svo ekki meira um það. Sjáum bara hvað þær koma með heim, þessar drósir. Ef okkur ofbýður það, förum við næsta sumar. Þorbjörg unir sér náttúrlega hvergi, nema þar sem Ándrés kenn- ari er. Hvað skyldu þau endast lengi til að dalla sam- an ógift, þau andstyggðarhjú. Líklega verður það eítt- hvað brennt fyrir endann ekki síður en hjónabandið hennar, garmsins!“ Svona gátu þær rausað dag eftir dag, Jóna og Gréta. Það komu fréttir með símanum, að það væri óskapleg síld, hefði aldrei verið annar eins landburður. Allar verkakonurnar í Víkinni voru staðráðnar í að fava í síld næsta sumar. Hætta við rækallans reitavinnuna, sem ekkert fékkst fyrir nerna þrældómurinn. Rétt fyrir göngurnar komu þær vrnkonurnar aftur og Bensi með þeim, en kennarinn ætlaði að verða lengur, og LiIIa úr Bót var búin að ná sér í kærasta. Óvíst að hún kæmi þetta haustið. Bensi var heima í hálfan mánuð. Hann fór á sjó á hverjum degi, sem gott sjóveður var með Kjartani í Móunum. Gréta var dauðhrædd, hélt að báturinn væri hriplekur og strák- urinn fyrirhyggjulaus glanni eins og hann hafði verið, en þegar allt gekk vel, og aflinn var góður, blessaði hún Bensa fyrir dugnaðinn og almennilegheitin. Kjart- an hafði verið í sveit þetta sumar og haft ólíkt minna upp úr sér en sumarið áður. Nú gerði hann þó nokkurt „innlegg.“ Bensi bað Siggu að sofa niður í Bakkabúð þennan vetur. Gamla konan hafði verið flutt fram í sveit um vorið og gat því ekki orðið til að stytta Hallfríði ein- verustundirnar. „Mér finnst þú varla eiga dóttur þína lengur, Nýja mín,“ sagði Jóna við systur sína einn morgun, þar sem hún sat í eldhús’nu yfir kaffibolla. Hún er orðin eins og dóttir Hallfríðar í Bakkabúð. Klukkan orðin 10 og hún ekki komin á fætur. Ég efast um að hún verði nokkurntíma sú manneskja að geta unnið fyrir sér.“ Signý andvarpaði mæðulega. „Það gengur svo, að móðirin á ekki börnin sín nema meðan þau eru ósjálfbjarga. Eftir það tekur heimurinn þau frá manni, að meira eða minna leyti. Þorbjörg hefur átt liana að mestu, síðan hún fór að gefá henni þessi föt. Það er ekki nema gott um það að segja. að hún sé henni þakk- lát. Síðan hændist hún að Hallfríði. IJún hefur líka verið henni góð, eins og öllum. Hún er hlýleg kona. Ég má ekki mögla yfir því, þó hún lúri á morgnana. Það er langt frá því, að hún sé orðin vel hraust enn- þá.“ „Þú gerir þér allt að góðu, vesalingur,“ sagði NÝTT KVENNáBLAÐ 10

x

Nýtt kvennablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.