Nýtt kvennablað - 01.05.1955, Side 13
Jóna. En það er þó gott að strákurinn er farinn. Hann
hefur látið svo mikið með hana Siggu, að ég hef verið
hrædd um hana fyrir honum. Þú skilur, að það getur
margt komið fyrir unglingana og hann verður sjálf-
sagt léttur á sér, drengurinn þessi!“
„Þetta eru nú ekki annað en börn,“ sagði Signý og
kafroðnaði, þegar hún heyrði Jónu rausa um það, sem
henni hafði sjálfri dottið í hug, þó hún léti það aldrei
heyrast, því hún var gætin kona í tali. „Það verða sum
börn undarlega fljótt fullorðin, eitt af þeim er Bensi
í Bakkabúð. Þess vegna skaltu hafa ráð, þó heimskur
kenni og láta Siggu þína vera í hæfilegri fjarlægð frá
honum. Það hafa fleiri tekið eftir því, hvað hann er
kompánlegur við hana.“
„Hún er nú víst alráðin í að fara í síldina með Hall-
fríði næsta sumar,“ sagði Signý og brosti að fátinu,
sem kom á Jónu. „Það læturðu aldrei viðgangast.“
„Auðvitað lætur mín stelpa eins o.g allar stelpur, þykj-
ast ætla í síld!“ En það verður hún Jóna mín, sem
tekur bar af skarið, gæti ég hugsað mér,“ sagði Jóna
hvatskeytislega. — „Ég læt það líklega afskiptalaust,
það verður sjálfsagt faðir hennar, sem þar ræður
mestu,“ sagði Signý. „Það er mikið þar að hafa.“
„Alltaf ert þú sama rolan! systir góð,“ sagði Jóna.
Árin hafa liðið eitt af öðru. Sigga er orðin tvílug
stúlka og stendur við rakstur fram á Stóru-Grundar-
eng'um. Þar er hún ráðin vinnukona betta ár. Þar eru
sléttar og gras^efna'- eneiar og húsbændurnir v'ðfoldn-
ir. Samverkakona hennar hét Gunnvör, þrítug stúl'ka,
sem búin var að vera á heimilinu lengi og nat bví saet
Sisrgu frá mörgu. Si^ga sagði henni aftur á móti frá
því. hvernig gekk í S'ldinni á Sirdufirði. Þar hafði hún
verið þrjú sumur. Fvrsta sumarið eekk hað á.qætlega.
Svo brást síldin algiörlega og álniginn dvínaði. og nú
hafði henni dottið í hug að prófa, hvernig það væri að
vera vinnukona í sveit.
Húsbóndinn á Stóru-Grund hét Bjarni, en húsmóð-
irin Friðrikka. Þau voru svo sem ekki ómerkilegar
manneskiur, sagði Gunnvör. Einna leiðinle°rast fannst
henni, hvað bau höfðu mikinn áhuga á hví að koma
börnunum í heldri manna tölu, eins og kallað var. Þau
töldu bað víst, að Guðni, sem var elztur svstkinanna,
yrði eitthvert afarmenni, ef hann kæmist á búnaðar-
skólann, og þangað átti hann að fara í haust. Dóttirin,
Steinunn var látin vera í kaupstaðarvist. Það var svo
mikið ffnna en vera heima í sveitinni .Það var fullTOtt
handa vinnukindum eins og henni og hennar líkum.
„Ó, það læt ég nú liggja milli hluta,“ sagði Sigga.
„Það getur verið nógu slæmt að vera í eldhúsunum í
sumum kaupstaðarhúsunum ög standa í stóru þvottun-
Vináttu sona Gunnhildar
vildi eg ekki kaupa
Undan hörku Haraldar
hingaS flýSu happar.
Ekki friSsœlt aldarfar,
óöld nærri stappar.
Ekki var það heiglum hent,
hingaS þeirra skipum rennt,
þó aldrei Gunnhildi um er kennt
svo af þyrfti aS raupa:
En vináttu sona Gunnhildar vildi eg ekki kaupa.
Samt viS geflið Gunnhildar
gátu ekki allir búiS.
Ut í líti'S íslandsfar
Ólöf hefur flúiS.
ÞorSi ’ún ckki á eigin grund
eiga heima nokkra stund —
lániS úti — lokuS sund —.
langt var til aS hlaupa:
En vináttu sorm Gunnhildar vildi eg ekki haupu.
Grimmdar hugur Gunnhildar
gat flœmt her úr landi.
En œskubrekin Ólafar —
á var nokkur vandi.
Kvennahvggjan keppist á
hvorug hina líta má.
UrræSin eru orSin smá
upp á fil aS hlauna:
En vináttu sona Gunnhildar vildi eg ekki kaupa.
Á farmannsskipi fegin kraup,
og farginu af ’enni létti,
viS Gunnhildi engin átti kaup
— mót ó’ðr’ út faSminn rétti.
Nú hennar sialdan minnast menn,
þó margir flýi land sitt enn,
og fólska Faralds firnist senn.
Af fáu er aS raupa:
En vináttu sona Gunnhildar vildi. eg ekki kaupa.
G. St.
um bar.“ „Hún Steinunft litla á nú lield ég ekki að vera
í eldhúsi, heldur í ákaflega léttri vist, og fær tilsögn í
útsaum og einhverri handavinnu þar til og með. Gott
ef hún á svo ekki að fara á kvennaskóla næsta vetur.“
„Það er ágætt,“ sagði Sigga. „Það ættu allar stúlkur
NfTT KVENNABLAÐ
11