Nýtt kvennablað - 01.05.1955, Page 15

Nýtt kvennablað - 01.05.1955, Page 15
ATHUGASEMD Fmmh. af bls. 7. miður. Flestar verðum við að sætta okkur við meðalmennskuna á þessu sviði. Þó hagur þjóðarinnar hafi stór- um batnað almennt, hina síðari ára- tugi og þægindi aukizt, her það enn við, að heimili séu stofnuð af litl- um efnum og lítilli getu til kaupa á öðru en því nauðsynlegasta lil búreksturs. Er það þá hverri ungri konu gleðiefni og hagur að eiga fallega og vel unna muni, sem koma strax að notum. Og eru það þá ein- mitt munirnir, sem unnir hafa verið í skólunum, sem hafðir eru til að prýða hið nýstofnaða heimili og eru oft uppistaðan í búnaði aðalstofunn- ar. Þess vegna er það von nn'n, að skólarnir haldi áfram að starfa á svipaðan hátt og verið hefur að þessu leyti. Hitt er svo aftur annað mál, að þeir mega ekki staðna um of í föst- um formum, hvað snertir handa- vinnukennsluna og á það ekki síð- ur við um vefnað. En þar tel ég verð- ugt verkefni fyrir hina vel menntuðu handavinnukennara að sjá um að útlíreiða nýjar aðferðir og fjöl- brevtileg mynztur og umfram allt irjnlend, ef hægt er, því það er þó fáránlegt að sjá íslenzkar konur sitja við að sauma myndir af dönskum herragörðum og trjágöngum. Eins og allir vita hefur aðsókn að húsmæðraskól- unum mikið dvínað hin síðari ár og eru til þess marg- ar ástæður, sem ekki verða ræddar hér. En ekki held ég að þetta myndi lagast, væri kennslunni breytt i ’það horf, sem þær mæltu með. bó aldrei nema stúlk- ur lærðu einhverjar fleiri aðferðir. Áhuginn hlýtur að dofna, ef lítill árangur sést af starfi. Kostnaðurinn við efniskaup yrði ef til vill eitthvað minni, en í unnum munum er líka mjög mikil og skemmtileg eign. Ég þekki unga stúlku, sem lokið hefur stúdents- prófi og langar að halda áfram námi. Hún sér eftir að hafa ekki verið einn vetur á húsmæðraskóla, ein- mitt vegna hinna ágætu muna, sem frænkur hennar og jafnöldrur koma með úr skólunum. fíulda Jónsdóttir. Sum SLirk] ólam Hvíti, þóttfcllti kjóllinn lincpptur niður úr. En 4 þeim köflótta aðeins hnapparnir, sem sjást á myndinni. RABARBARAKAKA (handa 6). 10 grannir raharbarastilkar. ca. 1 dl. vatn. — ca. 150 gr. sykur. 2 dl. mjólk, 2 egg, 30 gr. sykur, (4 stöng van lle, 25 gr. maisinamél, 30 gr. brauSmylsna, 1—2 dl. rjómi. Rabarbarasti'karnir þvegnir, yzta himnan tekin af, skornir i b'ta. soðnir i vatninu með sykrinum unz þeir meirna. Þetta má hykkja með ca. 5 gr. kartöflumjöli, hrærðu út í köldu vatni. Krem búið til úr mjólk, eggjum, sykri og maísinamjöli, van- illust. eða dropar. Hrært saman í skál, suða látin koma upp á mjólkimi og henni smátt og smátt hrært saman við. Suðun svo látin koma upp aftur. Ilrært í )>ar til það er kalt. Síðan lítið í glerskál, sitt lagið af hvoru, rabarbari og krem. Brauðmyls-\a fvrst og seinast. Flórsykur eða sykur ofan á til skrauts. Þeyttur rjómi borinn með. Reynið að forðast áhyggjur út af hlufum, sem þér getiS hvort sem er alls ekki breytl. NÝTT KVENNABLAÐ - AfgreiSsla: Fjolnisveg 7 í Reykit vík - Sími 2740 - Ritstj. og ihm.: Gw&rún Stefánsd. - Borgarprent

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.