Nýtt kvennablað - 01.12.1955, Blaðsíða 5

Nýtt kvennablað - 01.12.1955, Blaðsíða 5
hvernig þeim yrði við. Reyndar hafði hún smám sam- an verið að fræða þá um herbergin og stærð hallar- innar, um landeignirnar og fleira, en það var eins og þeir gætu engu trúað. Það sýndi sig hér, að ekki rúm- aðist vit eða skilningur í huga þessa óbreytta alþýðu- fólks. Hún hlygðaðist sín sárlega að teljast til þessarar aumu stéttar. Auðvitað var hún svo ólík þessu fólki sem íramast mátti verða. Henni var eins og meðfædd- ur hæfileikinn til að hefja sig hátt yfir sína stétt. Þegar hún kæmi í höllina ætlaði hún að gleyma því, hvaðan hún kom og hver hún var. Hún hélt að þetta muncli hrífa. Þetta var svo áþreifanleg sönnun, að henni vaið ekki mótmælt. Eftirvænting hennar var sterk. Hún gerði sér í hugarlund, hvað það yrði skömmustulegt fólkið, sem allan þennan tíma hafði sýnt piltinum hennar megna torlryggni og ætlað hon- um allt illt. Fregnin var hálíðleg og verðskuldaði að vera borin fram á vitðulegan hátt. Því klæddist hún sínu bezta skarti og lét á sig allt perluskrautið. í þess- um hátíðaskrúða sté hún hljóðlát og alvarleg inn fvrir þröskuld hvers og eins, og sagði fréttirnar. Hún hafði vænzt þess að konurnar réttu sér hendina og segðu eitthvað á þessa leið: Nú sjáum við, að við höfum gert honum órétt. Við óskum þér hjaitanlega til hamingju. Já, hún hélt meira að segja, að sumar mundu bæta þessurn orðum við: Ég vona að þú glevmir mér ekki. þegar þú ert komin í höllina |)ína. Perlu-Sigga, sem var sáttfús og góð í sér, ætlaði að fyrirgefa þeim og sættast við þær af heilum huga. Hún þurfti aldrei á því að halda að lítillækka sig svo djúpt. Konurnar ypptu öxlum við fregninni. Sumar ráku upp hæðnishlátur og enn aðrar sögðu: Þú skalt vara þig Sigga. Hann á eftir að sýna það. hver hann er. Þannig töluðu þær. En Perlu-Sigga rauk á dyr og skellti hurðinni á eftir sér. Það var henni ekki sam- boðið að stíga inn fyrir þröskuld þessa ómerkilega fólks. Reiðin og gremjan sauð niðri í henni og hún gat varla varizt gráti. Ekki datt henni í hug að segja honum frá þessu. Niðurlæging þessa fólks var niður- læging hennar, af því að hún var svo ógæfusöm að vera komin af alþýðufólki. Hún þagði vandlega um þetta og gerði meir að segja allt, sem í hennar valdi stóð til að afstýra því að hann liefði nokkuð saraan við nágrannana að sælda. Hún varð Iostin skelfingu, er hún liugsaði til þess, hvernig honum mundi verða við, ef hann vissi, hvaða álit þeir hefðu á honum. Hún gætti hans því vandlega eins og ómálga barns. Sæi hún hann á tali við einhvern ókunnugan, var hún strax komin þangað. Þá bar stundum við, að hún bað hann að sækja fyrir sig viðarbúta í eldinn. er hún hafði sjálf NÝTT KVENNABLAÐ sagað eða höggvið, en það gerði hún einungis til að fjar- lægja hann. Hún var heldur ekki sein á sér að koma gestinum hurtu. Á þessu tímabili bauð hún nágrönn- unum ekki inn, og til allrar hamingju hafði hún tekið eftir því, að pilturinn hennar var ómannblendinn. Vel gat verið að hann fyndi það, þótt hann ympraði aldrei í þá átt, að þessi félagsskapur væri honum á engan hátt samboðinn. Þannig liðu dagar, vikur og mánuðir, reglulegir sæludagar. Þó voru þeir engan veginn áhyggjulausir. Fyrst og fremst voru það nágrannarnir, þetta hræði- lega fól'k, sem bæði var illgjarnt og heimskt, og svo líka stöðug hugsun um komandi tíma. Með þessar hugsanir hírðist Perlu-Sigga. Hann var undarlega hljóður og fátalaður um framtíðina og hún gat ekki farið að ræða um það að fyrra bragði, hvað hann ætl- aðist fyrir. En samt var Jrað nú atriði, sem hún braut heilann um, hvenær sá dagur rynni upp, að hölliri væri fullgerð, verkamennirnir lykju vinnu sinni, og hún gæti flutt eins og drottning í ríki sitt og sýnt öllum heiminum hvers konar maður unnusti hennar væri. Svo jtyrfti hún J)á líka einhvern undirbúning. Já, hún þráði að ræða þetta við piltinn,'en hann var eins og lokuð bók. Hún vissi ekki nema hann ætti for- eldra á lífi, og hræðslan um að svo væri, og að þau mundu líta niður á hana hélt vöku fyrir henni marga nóttina. Það var víst ekki viðeigandi að spyrja, og ])ví J)agði hún. Þrátl fyrir sæluna og hina brennandi hrifningu á piltinum var hún mjög einmana. Það hefði verið langt- um léttara, ef hún hefði getað rætt þessi mál við ein- hvern. En nágrannarnir höfðu komið þannig fram, að sóma síns vegna gat hún ekki framar stigið inn fyrir húsdyr þeirra. Eftir því sem tíminn leið varð benni óhægra. Hugur hennar fylltist stundum einhverjum óskiljanlegum kvíða. Og jafnframt þessu tók hún eftir ])ví að pilturinn 'hennar varð hljóðari og hljóðari og veitti henni sjaldan nein ástaratlot. Ekki dátt henni samt í hug að hann væri orðinn sér fráhverfur. Hitt var nær sanni, að áhyggjur ])jáðu hann, þótt ekki væri nú líklegt að jafnmikill mektarmaður og hann bæri þungar áhyggjur í brjósti. Undanfarið hafði hann reikað um, reikað út og inn, eins og hann hefði ekki eirð í sínum beinum. Loks áræddi hún að spyrja, hvort nokkuð væri að honum. Og þá fær hún loks að skyggnast inn í líf hans, því að auðvitað sýnir hann henni fulla einlægni. Nei, hann er ekki sjúkur. En hann hefur áhyggjur af eignum sínum og þó einkum höllinni og því, hvernig verkið gangi, hvort því sé ekki bráðum lokið. Hann skilur ekki hvers vegna ráðsmaður hans hefur ekki gert 3

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.