Nýtt kvennablað - 01.12.1955, Blaðsíða 13

Nýtt kvennablað - 01.12.1955, Blaðsíða 13
„Þið eruð svoddan víkingar,u sagSi FriSrika. „Mér var kennt aS vinna meS verkfærunum, en ekki aS stySja mig viS þau og horfa á þau. Gunnvör þeysir aflur og fram og út og suSur um sveitina á hverjum sunnudegi yfir sláttinn. Ég gæti trúaS, að hún væri heldur duglítil mánudagana. Hina hafið þið víst alger- lega í „traföskjum", hún sést bara aldrei.“ „Hún er hér öllum ókunnug og hefur aldrei óskað eftir hesti,“ sagSi Friðrika. „Hitt er satt og rétt, aS ég hef hlíft henni. Hún er þreklítil. Hefur verið ákaflega heilsutæp alla sína ævi.“ „0, læt ég það nú vera. ökkur hefur sýnzt hún fá að vinna engu síður en Gunnvör," sagði Herdís Frið- riku þótti innilega vænt um, þegar maður hennar kom inn og kastaði kveðju á nágrannakonuna. Hægri hönd- in var reifuð. „Þú hefur faiið að prísa góða veðrið og færið, Herdís mín,“ sagði hann vingjarnlega. „Það er nú samt ekki vanalegt, að þú gangir á hæi," bætti hann við. „Það her nú fleira við en það vanalega hér á þessum bæjum. Ekki hefur það víst heyrzt fvrr, að menn komi skaðmeiddir heim, þó að þeir gangi til næsta bæjar,“ anzaði hún með sömu þykkjunni og áður. „Það kemur nú varla fyrir í okkar tíð,“ sagði Bjarni. „Þú segir það. Ég veit nú samt ekki betur en ég hafi þurft að hafa heita bakstra við’ hálsinn og eyrað á Hrólfi mínum í alla nótt. Svoleiðis lék hann hann, þessi geðslegi vetrarmannshrotti, sem þú ert búinn að taka á þitt heimili,“ sagði Herdís. „Nei, var hann svona hart leikinn,“ sagði Bjarni hógvær. ,.En ég verð nú að segia eins og satt er, að þetla var nauðvörn. Ann- ars hefði Hrólfur hryggbrotið hann. Og það óttaðist ég á tímabili.“ „Ég get nú svona hugsað að Hrólfur minn liafi tekið á honum, þá loksins hann komst að honum. En það ætlaði víst ekki að ganga vel. Hann beitti alltaf hnefunum, strákkvikindið,“ sagði hún. „Hann er nátt- úrlega alvanur að slást. Hefur lært það af Norðmönn- um,“ sagði Bjami. „Og þú stóðst hjá og gerðir ekkert til að hjáljra góðum nágranna þínum,“ sagði Herdís gremjulega. „Hvað skyldi ég svo sem hafa getaö með annarri hendinni,“ sagði Bjarni. „Enda datt mér ekki í hug, að Hrólfur yrði hjálparþurfi, þetta heljarmenni. Friðrika kom inn með kaffi á bakka, setti hann á borÖið og bað gest sinn að gera svo vel. „Ég er nú að vona að þú verðir rólegri, þegar þú hefur drukkið kaffið með okkur,“ sagði hún og settist við hlið manns síns við borðiö. „Já, einmitt það,“ hnusaði í Her- dísi. „Þú heldur það standi ekki djúpt i hug mínum, það sem hér gerðist í gærkvöld, ef kaffiskólpiö á að gera það gott.“ „Þú getur ekki kennt okkur um þetta, Herdís,“ sagði Bjarni. „Við tókum Hrólfi eins og vana- lega, og hann fór að spila við okkur.“ „Og tapaði,“ NÝTT KVENNABLAÐ FELUM YNI): Hvar er tengdamamma? greip Herdís fram í, „og það þolir hann ekki." „Það gat enginn kennt sér um það, Sama spilafólk eins og vanalega. Hann var bara eins og hann væri ekki með hugann við spilin. Hann mundi ekki hvað hann hafði sagt stundum,“ sagði Bjarni. „Allt út af þessari stelpu- tryppu, sem hingað er komin á ykkar heimili. Hann hugsar ekki um annað en hana. Þvílík fásinna í þessum ungdómi. Ekki gekk það svona til á mínum uppvaxtar- árum, að efnaðir og álitlegir menn eltust við einskis nýtar vinnukindur, sem þar að auki teldu sig of góðar handa þeim,“ sagði Herdís og lók kaffibollann eftir marg ítrekuð boð Frið'riku, lét nokkra sykurinola í hann og hrærði svo harkalega í, að kaffið skvettist út yfir barmana. „Ég vona að kaffið’ sé gott,“ sagði Frið- rika blíðmál. „Ég bað Gunnvöru að láta vel á könn- una. Vissi að þú kærðir þig ekki um bráðónýtt kaffi.“ Herdís saup á bollanum. „Það er hægt að kalla það drekkandi. Meira er það ekki,“ sagði hún. „Mér þykir það alltof sterkt,“ sagði Bjarni. „Ja svona. Ekki veit ég til hvers er þá veriö að láta nokkuð í pokann. Það mætti þá alveg eins drekka úr bæjarlæknum,“ sagði Herdís. Samt drakk hún þrjá bolla og virtist hressast töluvert. „Ojæja,“ dæsti hún, þegar því var lokið. „Nú langar mig til að tala við hana, þessa vinnukonu ykkar, undir fjögur augu. Ef hægt væri að láta hana sjá og skilja hverju hún er að kasta frá sér, þetta flón. Hefur hún aldrei minnzt á þetta við ykkur eða þið við hana?“ „Nei, við erum alveg ófróð um, hvað henni stendur til boða,“ sagði Bjarni. „Hefur sonur þinn beðið henn- ar eða hvað?“ (Framhald.) 11

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.