Nýtt kvennablað - 01.12.1955, Blaðsíða 14

Nýtt kvennablað - 01.12.1955, Blaðsíða 14
Jól í Reyíijavílíl Það er aðfangadagur. LeiS mín liggur að litlu bak- húsi við Grettisgötu, þar búa fátæk hjón með 4 börn. Kjallaratröppurnar hallast mikið niður, ég kvíði fyrir að komast inn í þessa íhúð, ef íbúð' skyldi kalla. Úti- hurðin hékk á eiprii löm og fjalirnar í ganginum víða brótnar niður, en þær voru hreinar, og hlýjan ilm lagði frá næslu dyrum. Góðleg kona koin fram og bauð mér inn. Þar logaði í lillurn ofrii og alll var svo hreint, að ég hikaði við að stíga á hvítþvegið trégólfið. Börnin komu brosandi á móli mér og sögðu: „Gleðileg jól!" Ó-já, ki'rkjuklukkurnar voru byrjaðar að senda hljóm sinn um bæinn, og allir fundu unaðinn, sem er ein- hvern veginn öðruvísi en allt annað, er snertir með- vitund okkar mannanna. Börnin kveiktu á smá kertuin og límdu þau lösl á borðið, enginn tók eftir því að klæðnaður sinn væri Iélegur, né liúsgögnin ólík venjulegu innbúi. AHt var þarna svo hreint, og innilegri hamingju hef ég hvergi séð. Hiónin sýndu mér nýja vettlinga og vasaklút, sem þau ætluðu að senda elztu dóttur sinrii, er var í vist vestur á Öldugötu. Ég bauðst til að taka þann böggul og koma honum til skila. Stóra húsið við Öldugötu var uppljórnað og skraut- legt út fyrir dyr. Ég hringdi bjöllunni. Frúin opnaði glugga og sagði nokkuð kuldalega: „Hver er þar?“ Ég sagði nafn mitt og spurði urn vinnustúlkuna Önriu Guðjónsdóltur. „Já, farið þér hinum megin og bíðið þar. Hún hlýtur að koma bráðum, ég sendi hana el'tir sleða, sem börnin gleymdu eirihvers staðar úti.“ Anna kom með sleðann, tók brosandi við jólagjöfinni og þakkaði fyrir. Nú var kallað til Önnu. Hún kvaddi mig og þaut inn gangiim. Og mikið var ég fegin að komast út. Þarna var einhver ókyrrð. Fólkið hljóp um stiga, kallaðist á og skellti hurðum. Einhver óskö]) af áhyggium, undirbúningi, móttöku margra gesta, eða skrautlegra klæða fjölskyldunnar. Seint um kvöldið, þegar Anna hafði tekið af öllum horðum, þvegið upp og skilað hverjum hlut á sinn stað, var hún bókstaflega orðin veik af þreytu. Þá var þó ekki tími til hvíldar. Börnin hlutu að vera orðin syfjuð. Þau komu hlaupandi til Önnu og urðu fegin að komast í rúmið, vildu þó endilega heyra eitthvað um sjálf jólin, og það gat Anna sagt þeim. Þegar þau voru sofnuð fór Anna upp háan stiga að herbergi sínu, til að hvíl- ast þar svolitla stund. Tyllir sér á stól og hallast fram á boröið: „Gleðileg jól, Haukur vinur minn. Hvar ert þú núna? Hvernig líður þér?“ Haukur Andréssosn var blaða- maður og skáld. Anna hafði hitt hann á balli, séð hvað hann var ólíkur öðrum þar, góður og svikalaus. Hann varaöi sig aldrei á annarra slægð í lélegum fé- lagsskap, drakk mikið og átti enga samleið með sínu daglega umhverfi. Fólkið benti á hann sem ræfil, jafn- vel fábjána, en það var Anna, sem sá gullið í grjótinu. Fann þessi slerku viðbrögð í orðum hans og hegðun. Hún gal ekki gert að því, roðnaöi þegar hann leit við og þráði að sjá hann aftur. Og bvers vegna mátti hún ekki una sér við þá sælu? Eru það örlög sumra manna að byrgja eða slökkva hverja einustu týru, sem logar á hreinum kveik? Antia hrekkur upp við einhvern hávaða, hiinging frá borðstofunni. Hún þvær sér úr köldu vatni og hlevpur niður. Þar er nú aldeilis glatt á hjalla. Fólkið hlær, syngur og hlakkar til að drekka kaffið. Enginn tekur eftir þreytlu, fallegu stúlkunni, sem hraðar sér við’ verkin. Hún á sinn hugarbeim — og jól undir stirndum himni — eða falin í lófa Hauks Andréssonar. Það er líkn gotl að eiga þau þar. Þess vegna brosir hún og býður ykkur öllum: Gleðileg jól! Kristín Sigfúsdóttir jrá Syðri-Völluin. tJr bréfi frá sœnskri konu. ----Ég vona, að þú hafir fengið bréf mitt frá Júgóslaviu. Ferð mín þangað var dásamleg. En það þarf mikla reynslu i ferðalögum og útheimtir helzt fiíllkomna þekkingu á öllum þremur heimsmálunum til þess að kona geti ferðazt þar ein síns liðs. Landið býr yfir mikilli og stórkostlegri náttúrufegurð. Dalmatia við Adríahafið með sínum töfrandi miðaldaborgum, Dubrovnik, Split og Trogir, er perla frá venetianska menn- ingartimabilinu. Maður verður gagntekinn. Júgóslavarnir eru mjög vingjarnlegir og hjálpsamir, en ákafiega fátækir vegna undangenginna stríða, og ef til vill vegna stjórnmálafyrirkomu- lags. Maður verður utan við sig og niðurdreginn að maíta alls staðar svo hræðilegri fátækt. Vestur-Evrópufólk vekur hvarvetna eftirtekt, hversu blátt áfram sem það er til fara. — Ég eignaðist vini bæði í Dubrovnik og í Sarajevo. Þar kynntist ég serbneskri verksmiðjustúlka, sem misst hafði alla fjölskyldu sína og for- eldraheimili í loftárás 1941. Ásamt tveimur frönskum konum heimsótti ég Montenegro (Svartfjallaland). Það var hreinasta ævintýri, eins og að koma í nýjan, óvæntan heim. í Dubrovnik sá ég Tito og konu hans og grisku konungshjónin, sem voru ó ferð í Júgóslavíu um þessar mundir. í sönghöllinni sat ég skammt frá Tito. Hann var vingjarnlegur að sjá og hefur víst gert landi sínu mikið igott. Mér var sagt, að Tito segði Júgó- slövum, að meðal annarra þjóða ættu þeir hvergi óvini, aðeins vini. Þeir virtust líka vera jafn vinsamlegir við allar þjóðir, er voru þar á sumarferðalagi. Mest bar á Þjóðverjum og Englend- ingum.-------- 12 NÝTT KVENNABT,AÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.