Nýtt kvennablað - 01.01.1956, Síða 5

Nýtt kvennablað - 01.01.1956, Síða 5
margir eru þeir, sem eiga við einveru og ömurleik að búa og þrá að vera samvistum við fólk, því að einvera og aðgerðarleysi lamar manninn andlega og líkamlega. Fleira fólk nær háum aldri nú en áður, og þess vegna er sá hópur kvenna og kairla stærri en nokkru sinni fyrr, sem kemst á þann aldur, að það telst ekki lengur fullgilt til almennrar vinnu. Eftir þeim skýrslum, sem fyrir liggja, eru í landinu hátt á þriðja þúsund öryrkjar, þar af V3 í Reykjavík, og auk þess fólk ,sem fyrir aldurs sakir hefur ekki fulla starfsgetu. Sést á þessu, hve aðkallandi sú nauð- syn er, að þelta fólk — jafnt karlar og konur — eigi þess kost að vinna eftir því, sem það hefur orku og starfslöngun til. Þegar reiknuð er vinnuorka öryrkja, er að jafnaði miðað við algenga verkamannavinnu. Ef talað er til dæmis um 75% orkumissi, er þar með ekki sagt, að hlutaðeigandi sé svo til óvinnufær, því að ef hann get- ur fengið létta vinnu, sem samsvarar vinnugetu hans og hæfni, og vinnutími miðaður við það, getur hann skilað sæmilegum vinnuafköstum. Þar sem fyrir liggja lagaákvæði frá Alþingi frá 1952 um aðstoð til félagasamtaka eða einstaklinga, sem vilja beita sér fyrir því að koma á fót vinnustofnunum, sem veitt gætu öryrkjum og öldruðu fólki vinnu, hefur nú verið stofnað hlutafélag, Sunna h.f., sem hefur það markmið, að koma upp slíkri stofnun, þar sem unnið verður að léttum iðnaði. Hlutafélagið hefur fest kaup á eignum prjónastofunnar Þórelfar og verksmiðjunnar Sunnu, Bergþórugötu 3, og þar verður starfsemi þess til húsa. Gert er ráð fyrir, að 30 öryrkjar eða aldrað fólk geti unnið á stofnuninni fyrst um sinn, en auk þess verður nokkur hluti starfsliðsins fullvinnandi fólk. Þeir öryrkjar, sem óska eftir vinnu hjá félaginu, verða ráðnir í samráði við trúnaðarmann Trygginga- stofnunar ríkisins, sem er sálfræðingur að menntun. Fólk úr Reykjavík mun sitja fyrir vinnu. Samkvæmt tillögum Tryggingastofnunar ríkisins hef- ur ríkisstjórnin veitt 400 þúsund króna stofnlán til fyrirtækisins gegn ábyrgð Reykjavíkurbæjar á helmingi þeirrar upphæðar. Það mun flestum Ijóst, að stofnun sem þessi þarf mikið fjármagn til að geta gegnt því hlutverki, sem hún hefur á stofnskrá sinni. En ég vona, að skilningur og góðvilji ráðamanna og borgara verði fyrir hendi, svo að þessi félagsskapur megi eflast, því að hann er vísir að því, að sem flestir geti fundið manngildi sitt við hlið samborgara sinna og að ævikvöld gamla fólksins verði skemmtileg, þjóðleg kvöldvaka, þar sem það get- ur fengið að njóta arðs og ánægju vinnu sinnar. (Á8ur prentað í Iðnaðarmálum). HEDVIG WINTER: I lirlðiinii Margrét Jónsdóttir þýddi. Hún sat við gluggann og horfði á hæðina, sem lá hinum megin við garðinn og byrgði fyrir útsýnið. Árum saman hafði hún verið útilokuð fiá umheim- inum. Það var engu líkara, fannst henni, en að það væri þessi hæð, sem faldi hana, svo að hún vissi svo lítið um allar hreyfingar og alla baráttu úti í veröldinni. Og nú í dag, fyrsta sunnudag hins nýbyrjaða árs, sat hún og horfði á hæðina þakta hrími og snjó og trjá- runnana, sem glitiuðu í frostinu með óteljandi hrím- perlum. — Það brá svo við, að nú var sem henni opn- aðist útsýni langa leið upp yfir hálsinn, áfram langt út í buskann. Sjálfsagt var það bréfið í hendi hennar, sem hafði brotið hugsununum braut og gefið þeim byr undir vængi og lyft burt hinu þunga fargi, er svo lengi hafði haldið henni fjötraðri í smábænum með öllu hans tilbrevtingaleysi. Hún hafði grátið yfir þessu bréfi, og ennþá blikuðu tár í augum hennar. Höfðu þau máske hreinsað og skeipt sjón hennar, svo að hún sá nú langt út til fjarlægra héraða, þar sem hún hafði leikið sér og lifað í eftirlæti, eins og títt er um böin auðugra foreldra? Hin kyrrláta ró hvíldardagsins gaf henni frið, er hún sjaldan hafði, til þess að sökkva sér niður í minn- ingar liðinna daga. Minningar, er bréfið hafði vakið hjá henni. Hún sá fyrir sér gamla heimilið sitt, þar sem hún var fædd og uppalin, stóra búgarðinn með öllu annríkinu, þar sem fólkið var sistarfandi, og allt á ferð og flugi. Hún sá aldingarðinn fagia, með stórum ávaxtatrjám, er svignuðu undir þroskuðum ávöxtum, akra og engi og hið víða, frjálsa útsýni. Hún fylgdist með föður sínum, er hann gekk út á akrana. Hann hafði verið svo fríður og djarfmannlegur, er hann hreif hana burt frá bókum og skólasetu og tók hana með sér í langar gönguferðir út í skóg og haga. Og svo kinkuðu þau kolli og veifuðu til hennar, sem ávallt svaraði kveðju þeirra jafn blíð og brosandi. Hafði nokkur kona jafnazt á við móður hennar? Hafði nokkur haft jafn gott lag á að skapa í kringum sig svo mikla ró og unað og hún, sem tó'k á móti þeim með opnum örmum, er þau komu heim aftur? Hún minntist rökkurstund- anna, þar sem hún sat í ofnhlýjunni og hlustaði, ásamt föður sínum á ævintýrin, sem mamma hennar hafði sagt, og fallegu, gömlu kvæðanna og söngvanna, er hún hafði sungið. NÝTT KVENNABLAÐ 3

x

Nýtt kvennablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.