Nýtt kvennablað - 01.01.1956, Side 11

Nýtt kvennablað - 01.01.1956, Side 11
líðan hennar, en leitarménn snéru aftur til bæjarins. En fregnin um hvarf stúlkunnar og væntanlegan dauða harst með járnhrautarlestum út um landið um morguninn og komst með aðal-lestinni alla leið til höfuðborgarinnar. Fólk talaði um hið mikla óveður í járnbrautarlestunum. Víða lágu stórir skaflar á veg- unum og töfðu umferðina. Og jrað fór hrollur um menn, er þeir fengu fréttina, og ósjálfrátt vöfðu margir yfirhöfnunum fastar að sér. „Hafið þér heyrt það?“ spurði maður nokkur, er hann kom inn í lestarklefa á síðustu viðkomustöð, áður en komið var til þorpsins. „Hvað?“ spurði sá, sem á var yrt. „Það er kona, sem hefur víst orðið úti í nótt. Hún hvarf í gærkvöldi og hefur sjálfsagt villzt í hríðinni.“ „Einmitt það,“ svaraði hinn. Hann var hár maður, fríður og greindarlegur og leit út fyrir að vera á fimmtugSaldri. „Hún átti heima fyrir utan bæinn og fór víst með bréf til þess að láta í póstkassann. En svo veit enginn, hvað af henni hefur orðið.“ Hávaxni maðurinn fór að leggja við hlustir. Hann sneri sér við. „Vitið þér, hvað hún hét?“ „Ja, ég heyrði það, en ég get ekki komið' því fyrir mig.“ Hávaxni maðurinn við gluggann sagði ekki meira. En það leit út fyrir að hann væri óþolinmóður eftir því að komast í ákvörðunarstað, og er hann kom til þorps- ins, flýtti hann sér út. Fólk stóð í hópum og talaði saman. Þetta hlaut að vera mjög lítill bær, þar sem hver atburður vakti al- NÝTT KVENNABLAÐ menna athygli. Hann spurði strax eftir gistihúsinu. Ein- hver vísaði honum veg þangað. Margir litu forvitnis- lega til hans, en síðan hélt fólk áfram að ræða saman. Þegar til gistihússins kom, spurði maðurinn eftir, hvar búgarðurinn Lundur væri. „Er maðurinn ef til vill í ætt við ungfrú Holt, sem þar átti heima?“ spurði gestgjafinn. Aðkomumaðurinn varð forviða yfir spurningunni, en svaraði henni neit- andi — og aftur varð hann gripinn óró og angist. „Ég hélt, að þér væruð skyldur henni og væruð búinn að fá fréttina,“ sagði gestgjafinn. „Ég hef heyrt um slysið. Var það ungfrú Holt?“ Gestgjafinn játti því. Og áður en hann gæti sagt meira, var ókunni maðurinn þotinn af stað í þá átt, sem honum hafði verið vísað á búgarðinn. Of seint, hugsaði hann. Of seint, og þó svo nálægt markinu. Á þetta að verða endirinn á för minni heim til ættjarðarinnar og tilraunum mínum að hafa upp á henni. Er þá öllu lokið með biéfinu, sem ég fékk í morgun? Kem ég aðeins hingað til þess að fylgja henni til hinztu hvíldar? Vonbrigðin voru sár, og þau höfðu komið svo óvænt. Nú var hann kominn út úr bænum og nam staðar á krossgötunum, óviss í jrví, hvert skyldi halda. — Þá mætti liann manni í háum snjóstígvélum með ullartrefil um hálsinn. — Ókunni maðurinn stöðV- aði hann og spurði til vegar að Lundi. „Ég er að koma þaðan. Þar er nú gleði og fögnuður á ferðum og mikið um að vera.“ „Hvernig stendur á því?“ spurði maðurinn hissa. „Segið þér mér, góði maður, hvaðan ber yður að?“ 9

x

Nýtt kvennablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.