Morgunblaðið - 14.07.2009, Qupperneq 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 2009
STÆRSTUR
hluti sand-
síladauða í Norð-
ursjó er rakinn
til afráns fiska.
Mikilvirkustu af-
ræningjarnir þar
eru makríll og
þorskfiskar, að
því er fram-
kemur í nýlegri
grein Vals Bogasonar og Kristjáns
Lilliendahls um rannsóknir á sand-
síli (Þættir úr vistfræði sjávar 2008,
Hafrannsóknir 145, Harann-
sóknastofnunin 2009).
Makríll hefur gengið í auknum
mæli upp að landinu undanfarið.
Valur sagði að ekki hefði verið
rannsakað hvort makríllinn æti síli
hér. Til þess þyrfti að rannsaka
magainnihald makríls við landið.
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
SANDSÍLALEIÐANGUR Haf-
rannsóknastofnunar er hálfnaður
þetta sumarið. Búið er að safna
gögnum við Ingólfshöfða og frá
Vestmannaeyjum að Vík. Í dag verð-
ur rannsakað á Faxaflóa og síðan
haldið í Breiðafjörð. Leiðangrinum
lýkur á föstudaginn kemur. Þá tekur
við úrvinnsla gagna. Reiknað er með
grófum niðurstöðum í næstu viku og
nákvæmri niðurstöðu síðar.
Þetta er fjórða sumarið sem Haf-
rannsóknastofnun rannsakar sand-
síli við landið sunnan- og vestanvert.
Stofn sandsílis hefur verið að veikj-
ast allt frá síðustu aldamótum. Lík-
lega er afrán helsta ástæða þess og
við það bætist að árgangar 2005 og
2006 voru mjög lélegir.
Valur Bogason, útibússtjóri Haf-
rannsóknastofnunar í Vest-
mannaeyjum sem stýrir rannsókn-
inni, sagði að sér sýndist í fljótu
bragði að 2007 árgangurinn væri
uppistaðan í því sem fékkst við Vest-
mannaeyjar-Vík og Ingólfshöfða.
Eftir er að aldursgreina sýnin svo að
um áætlun er að ræða.
„Við fengum talsvert af síli frá
Pétursey að Vík, það mesta sem við
höfum fengið til þessa,“ sagði Valur.
Heldur minna fannst við Ingólfs-
höfða en á Víkinni.
Við Vestmannaeyjar sást talsvert
minna af síli en við Vík. Valur sagði
það jákvætt að nú sáust þar fleiri ár-
gangar en í fyrra og eitthvað fannst
við Eyjar af seiðum frá í vor. Valur
sagði þeim sýnast að uppistaðan þar
væri 2007-árgangurinn líkt og við
Vík og líklegt að sílin frá í vor væru
afkvæmi þess árgangs að mestu. Út-
lit er fyrir að nýliðun hjá sandsílinu
á þessum slóðum í fyrra hafi ekki
verið jafn mikil og 2007.
Elsta síli sem Valur hefur séð var
átta ára gamalt. Sandsílið byrjar
hrygningu eins árs. Verulega dregur
úr fjölda í árgangi sandsíla eftir að
þau ná fjögurra ára aldri því árgang-
arnir étast fljótt upp.
Talsvert af sandsíli við Vík
Hafrannsóknastofnunin er nú að rann-
saka sandsíli við Suður- og Vesturland
Morgunblaðið/Ómar
Sandsíli Krían og aðrir sjófuglar leita mikið í sandsíli sér og ungum sínum
til viðurværis. Einnig er sílið fæða stærri fiska á borð við ýsu og þorsk.
Talsvert fannst af sandsíli í sjón-
um frá Pétursey að Vík í Mýrdal í
sílarannsókn sem nú stendur yf-
ir. Við Vestmannaeyjar sást meiri
breidd í árgöngum en í fyrra og
þykja það jákvæð teikn.
„Í MÍNUM huga
snýst þetta bara
um það, erum við
í Nató eða erum
við ekki í Nató?“
segir Ellisif
Tinna Víðisdóttir
um þær áætlanir
sem voru uppi
um sameiningu
Varnarmála-
stofnunar og
Landhelgisgæslunnar í sparnaðar-
skyni. Aðild að Nató fylgi ákveðnar
reglur sem verði ekki umflúnar. Í til-
felli Varnarmálastofnunar gefi Nató
heimild fyrir því að stofnunin geti
unnið að ákveðnum verkefnum að
undangengnu vottunarferli. Því sé
ekki hægt að fara í breytingar á
varnarhlutanum án samþykkis Nató
og minnst ár taki áður en ný stofnun
sé samþykkt sem umsjónaraðili. Það
sé meðal annars ástæða þess að
Bandaríkjamenn hafi borið ábyrgð á
ýmsum hlutum loftvarnarkerfisins,
þ.m.t. ratsjárkerfinu frá brottför
þeirra 2006 og þar til árið 2007.
Ellisif segir Varnamálastofnun
hafa þurft að skera niður um rúm-
lega 337 milljónir á þessu ári sem sé
um 25% af kostnaði og þurfi aftur að
skera niður um 300 milljónir á því
næsta. sigrunrosa@mbl.is
Flókið að
spara í varn-
armálum
Tekur ár að fá
samþykki Nató
Ellisif Tinna
Víðisdóttir
UNNIÐ er að því að koma upp girðingu frá
Brautarholtsvegi að vegtengingu við Klébergs-
skóla á Kjalarnesi. Einnig á að útbúa bráða-
birgðaundirgöng undir Vesturlandsveginn og á
hvoru tveggja að vera lokið fyrir 19. júlí nk.
Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdasviði
Reykjavíkurborgar er ætlunin með þessum að-
gerðum að auka umferðaröryggi gangandi veg-
farenda. Girðingin er 2,5 metrar á hæð og verð-
ur 610 metra löng. Kostnaður vegna hennar og
bráðabirgðaundirganganna er innan við 9 millj-
ónir. Hjá framkvæmdasviði fengust þær upplýs-
ingar að stefnt væri að því að koma undirgöng-
unum í gagnið fyrir haustið í samvinnu við
Vegagerðina. silja@mbl.is
Undirgöng undir Vesturlandsveginn við Kjalarnes tilbúin innan skamms
Morgunblaðið/Ómar
Ætlað að auka öryggi gangandi vegfarenda
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur
ylfa@mbl.is
UMDEILT er hvort Ólöf Lilja Sigurðardóttir
átti að fá gullverðlaunin að loknu maraþoni í
Landsmótshlaupinu á Akureyri um helgina.
Ólöf hné niður vegna vökvaskorts tæpum
tveimur metrum frá markinu og eftir að nær-
stöddum mistókst að reisa hana við og fá hana
til að klára hlaupið af sjálfsdáðum var hún
studd yfir endalínuna.
Maraþonið var haldið sem kynningargrein í
tengslum við Landsmót UMFÍ og gaf ekki
stig á sjálfu mótinu. Að sögn Óskars Þórs
Halldórssonar, verkefnastjóra Landsmótsins,
er ljóst að dómara vantaði við endamarkið til
Hún segir síðustu kílómetrana í maraþoni
vera þá erfiðustu og þá geti hlauparar ekki
eytt orku í óþarfa. Hún hafi hins vegar þurft
að spyrja til vegar auk þess að biðja um vatn á
vatnsstöð þar sem starfsmennirnir voru nið-
ursokknir í samræður. „Þeir [skipuleggjend-
urnir] gerðu fullt af mistökum og sinntu
hlaupurunum ekki nógu vel,“ segir Ólöf.
„Málið er að þeir eiga að leiðbeina mér. Við
úrvinda hlaupararnir eigum ekki að þurfa að
biðja um þjónustuna. Við eigum nóg með að
hlaupa.“ Ólöf gagnrýnir einnig að síðustu 800
metrarnir hafi verið upp brekku. „Reyndur
hlaupari sagði að brekkur í lokin væru til þess
fallnar að koma í veg fyrir að fólk tæki aftur
þátt í maraþonum.“
„Flestir eru á því að auðvitað þurfi menn að
fara yfir marklínuna af sjálfsdáðum,“ bætir
hann við. „Ég þykist vita að í öllum alþjóð-
legum maraþonum sé það ekki viðurkennt [að
fólk sé stutt yfir endalínuna].“
Hlaupurunum ekki nægilega vel sinnt
Ólöf gagnrýnir skipulagið í kringum mara-
þonið. Hlaupið var um Eyjafjarðarsveitina áð-
ur en komið var aftur inn í bæinn og segir Ólöf
að leiðbeiningum hafi verið áfátt. „Ég hljóp
ein í gegnum bæinn og rataði ekkert. Það
voru engar merkingar svo ég hljóp inn vit-
lausar götur og þurfti að snúa við. Í raun fór
ég heilt maraþon og kannski rúmlega það því
ég tók aukalykkjur í bænum,“ segir Ólöf.
að skera úr um vafaatriði sem þetta. „Þetta er
í fyrsta skipti sem við höldum maraþon á Ak-
ureyri og við leiddum aldrei hugann að því að
svona tilvik gæti komið upp,“ segir hann.
Hjálp í mark yfirleitt ekki viðurkennd
Gagnrýnt að sigurvegari í maraþoni í Landsmótshlaupinu á Akureyri hafi verið studdur í mark
Flestir telja hlaupara þurfa að fara yfir endalínuna af sjálfsdáðum, segir einn skipuleggjenda
Aðstoð Ólöf Lilja studd yfir endalínuna.
Makríll er einn helsti
afræningi sandsíla í
Norðursjónum
Valur Bogason