Morgunblaðið - 14.07.2009, Síða 7
Fréttir 7INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 2009
„ÞETTA hefur gengið ótrúlega vel,
ekki síst miðað við að í hópnum er
fólk á aldrinum 14-49 ára og sumir
að fara í fyrsta skipti í svona hjóla-
ferð,“ segir Bragi Björnsson, leið-
angursstjóri í Bjarnabruninu svo-
nefnda. Í því hefur hópur úr
skátafélaginu Ægisbúum hjólað yf-
ir Sprengisand í minningu félaga
síns, Bjarna Páls Kristinssonar,
sem lést fyrir ári úr krabbameini,
þá tvítugur að aldri.
Í gær hjólaði hópurinn í Mývatns-
sveit úr Kiðagili. „Þegar við vökn-
uðum á sunnudag í Nýjadal voru
10-12 metrar á sekúndu og mót-
vindur svo við ákváðum að aka yfir
í Kiðagil.“ Í staðinn stendur til að
hjóla hringinn í kring um Mývatn í
dag en á morgun, þegar ár er liðið
frá andláti Bjarna, sækir hópurinn
minningarathöfn um hann í kirkj-
unni í Dimmuborgum.
Vegurinn yfir Sprengisand er
ekki sá sléttasti að hjóla eftir. „Fólk
finnur aðeins fyrir eymslum en þó
gengur enginn hjólbeinóttur eftir
ferðina.“ ben@mbl.is
Enginn gengur hjól-
beinóttur eftir ferðina
Í minningu Bjarna Hjólagarparnir fundu bæði fyrir rykinu og holunum á veginum en létu þó ekki deigan síga.
JAFNVEL þótt bæði norsk og bresk
stjórnvöld hyggist bólusetja alla íbúa
beggja landa við svínaflensu, munu
þau þurfa að for-
gangsraða bólu-
efninu með sama
hætti og íslensk
stjórnvöld. Þetta
segir Haraldur
Briem sóttvarna-
læknir og bendir
á að bóluefnið
muni berast þjóð-
unum í smáum
skömmtun frá
hausti og fram að áramótum. „Á
þeim tímapunkti höfum við hins veg-
ar möguleika á að kaupa meira bólu-
efni ef aðstæður gefa tilefni til,“ segir
Haraldur. Að hans sögn felst gríð-
arlegur kostnaður í því að kaupa
bóluefni fyrir alla þjóðina sem verði
svo hugsanlega aldrei þörf fyrir.
„Menn verða því að stefna þessu
inn í einhvern skynsemisfarveg. Við
metum stöðuna sem svo að þegar
bóluefnið loks verður tilbúið með
haustinu, muni útbreiðsla svínaflens-
unnar hafa verið með þeim hætti að
stór hópur landsmanna verði þegar
búinn að fá veikina,“ segir Haraldur
og bætir við: „Ég tel að við séum
nokkuð vel varin með því að bólu-
setja helming þjóðarinnar og um-
fram allt þá sem eru í áhættuhópi,
s.s. fólk með undirliggjandi sjúk-
dóma á borð við hjarta- og lungna-
sjúkdóma.“
Inflúensulyf fyrir 40% þjóðar
Haraldur minnir á að í landinu séu
inflúensulyf fyrir tæplega 40% lands-
manna, en lyfin eru notuð til að
lækna þá sem sýkst hafa af veirunni.
„Reynslan sýnir að árlega sýkjast
um 10% landsmanna í hverjum inflú-
ensufaraldri, en í heimsfaraldri ger-
um við ráð fyrir að 50% landsmanna
sýkist,“ segir Haraldur, en tekur
fram að enn sé þó of snemmt að spá
fyrir um hvernig svínaflensan muni
hegða sér. Spurður hvernig for-
gangsraðað verði, þ.e. hverjum bólu-
efnið muni standa til boða hérlendis,
segist Haraldur búast við því að sótt-
varnastofnun ESB komi með
ákveðnar ráðleggingar. Segir hann
erfitt að meta þetta fyrirfram og
bregðast þurfi við þegar ljóst verði
hvaða hópar verði fyrir mestu sjúk-
dómsbyrðinni.
Aðspurður segir Haraldur meiri-
hluta þeirra sem nú þegar hafa smit-
ast af svínaflensunni vera ungt fólk.
Tekur hann fram að það þurfi ekki
endilega að þýða að ungt fólk sé við-
kvæmara fyrir veirunni, eins og gilti
um spænsku veikina á sínum tíma,
heldur geti þetta einfaldlega endur-
speglað þá staðreynd að ungt fólk er
frekar á ferð og flugi um heiminn.
Vangaveltur hafa verið uppi um það
hvort stór hópur fólks sextíu ára og
eldri sé með gamalt mótefni við
flensunni og því betur varið, en Har-
aldur segir allt of snemmt að segja til
um það. silja@mbl.is
Erum nokk-
uð vel varin
Haraldur Briem
Aðrir þurfa líka að
forgangsraða við
bólusetningu
Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is
Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18
Patti Húsgögn
Landsins mesta úrval af sófasettum
íslen
sk fr
amle
iðsla
M-87
DL-634 3+1+1
Aspen-lux
Man 8356 Leðursett 3+1+1
NICE
man-8183 3+1+1
50%afsláttur
Öll sófaborð
íslen
sk fr
amle
iðsla
Roma
Tungusófar
Sófasett
Stakir sófar
Hornsófar
íslen
sk fr
amle
iðsla
íslen
sk fr
amle
iðsla
íslen
sk fr
amle
iðsla
íslen
sk fr
amle
iðsla
með seldum settum
BonnAspen
sws 8922
tilboð gildir aðeins til 17. júli
99.900 kr