Morgunblaðið - 14.07.2009, Qupperneq 11
Fréttir 11ALÞINGI
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 2009
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
ÖNNUR umræða um þingsályktun-
artillögu um aðildarviðræður við
Evrópusambandið hófst á Alþingi
síðdegis í gær og stóð fram á kvöld.
Umræðunum var slitið um hálf-
tíuleytið, þegar vel á annan tug
þingmanna var enn á mælendaskrá,
og verður þeim fram haldið í dag.
Snarpar umræður fóru fram og
hart sótt að stjórnarflokkunum,
einkum af hálfu þingmanna Sjálf-
stæðisflokksins.
Segja má að Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálf-
stæðisflokksins, hafi tekið forskot á
sæluna er hún lagði fram fyrir-
spurn um stjórnarsamstarfið til Jó-
hönnu Sigurðardóttur forsætisráð-
herra í óundirbúnum fyrirspurna-
tíma. Spurði Þorgerður hvort
stjórnarsamstarfinu væri ekki sjálf-
hætt, ef þingsályktunartillagan
næði ekki fram að ganga og vísaði
þar til ummæla forystumanna
flokkanna, auk ræðu Ásmundar
Daða Einarssonar, þingmanns VG,
á Alþingi sl. föstudag þess efnis að
honum hefði verið hótað stjórnar-
slitum vegna andstöðu sinnar við
málið.
Ný staða verður metin
Jóhanna svaraði því til að enginn
ætti að efast um að aðildarumsókn
að ESB væri mikilvægur þáttur í
stjórnarsáttmálanum og allir ættu
að vita um skiptar skoðanir á milli
flokkanna. Sagði Jóhanna að ef ekki
lægi fyrir samþykkt um að fara í
viðræður, þá myndu stjórnarflokk-
arnir setjast yfir þá nýju stöðu.
Þorgerður Katrín sagðist túlka
svör Jóhönnu þannig að Stein-
grímur J. Sigfússon, formaður VG,
gæti sagt að þingmenn hans ættu
að greiða atkvæði samkvæmt sinni
samvisku en þeir ættu engu að síð-
ur að fylgja því sem ríkisstjórnin
segði. ,,Þetta eru slæm skilaboð,
enn og aftur er Samfylkingin að
kúga vinstri græna, þingmenn
mega ekki kjósa samkvæmt sinni
sannfæringu,“ sagði Þorgerður. Jó-
hanna sagði engar hótanir vera
uppi í garð samstarfsflokksins en
síðan sagði hún í lok síðara and-
svars síns: ,,Við skulum vona að at-
kvæðagreiðslan verði með þeim
hætti að þessi ríkisstjórn starfi
áfram.“
Fór kliður um salinn og þing-
menn vildu margir meina að for-
sætisráðherra hefði þarna komið
með skýr skilaboð til samstarfs-
flokksins í ríkisstjórn.
Árni Þór Sigurðsson, þingmaður
VG og formaður utanríkismála-
nefndar, hóf aðra umræðu og fékk
að því loknu andsvör frá fjórum
þingmönnum Sjálfstæðisflokksins.
Meðal þeirra var Birgir Ármanns-
son, sem innti Árna eftir viðbrögð-
um við ummælum Jóhönnu á þingi
fyrr um daginn. Sagðist Árni Þór
ekki leggja neinn sérstakan skiln-
ing í ummæli Jóhönnu, taldi að hún
hefði sagt þau að óathuguðu máli.
Áfram deilt um ESB
Snarpar umræður um aðildarviðræður við Evrópusambandið stóðu yfir á Al-
þingi fram á kvöld Samfylkingin sögð kúga vinstri græna til fylgis við málið
Morgunblaðið/Ómar
Alþingi Ráðherrar Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, Árni Páll Árnason og Jóhanna Sigurðardóttir, stinga saman nefjum í þingsölum.
JÓHANNA Sig-
urðardóttir for-
sætisráðherra
tók undir með
Sigurði Inga Jó-
hannssyni, þing-
manni Fram-
sóknarflokksins,
á Alþingi í gær
um að skoða ætti
uppbyggingu á
Þingvöllum eftir
hótelbrunann í góðu samráði við
heimamenn og fleiri aðila. Þjóðin
öll ætti ef til vill að fá að segja álit
sitt á málinu. Jóhanna, sem skoðaði
brunarústirnar um helgina, sagði
brunann mikið áfall fyrir þjóðina.
Verði gert í
góðu samráði
Jóhanna skoðar
brunarústirnar.
JÓHANNA Sigurðardóttir forsætis-
ráðherra sagði að fulltrúar Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins, AGS, hefðu ekki
verið með neinar hótanir í garð Ís-
lendinga um að þeir yrðu að ganga
frá samningum um Icesave-
reikningana ef samstarfið við sjóð-
inn ætti að halda áfram snurðulaust.
Svaraði hún fyrirspurn Illuga Gunn-
arssonar, þingmanns Sjálfstæð-
isflokksins, á Alþingi í gær, sem vildi
vita hvort AGS hefði lagt málið fram
með þessum hætti. Vitnaði Jóhanna
til orða fulltrúa AGS um að lausn á
Icesave myndi greiða fyrir málum,
en í þeim ummælum fælust engar
hótanir.
AGS ekki verið með
neinar hótanir
GYLFI Magn-
ússon viðskipta-
ráðherra sagðist í
óundirbúnum
fyrirspurnartíma
á Alþingi í gær
ekki vita til þess
að stjórnvöld
hefðu sett stjórn-
um nýju bank-
anna reglur um
kennitöluflakk fyrirtækja. Ólína
Þorvarðardóttir, þingmaður Sam-
fylkingarinnar, spurði ráðherra um
kennitöluflakk sem viðgengist með
vitund og vilja nýju bankanna. Sagði
hún dæmi um að stórskuldug sjáv-
arútvegsfyrirtæki hefðu flutt eignir,
þ.m.t. kvóta, yfir í nýtt félag en skil-
ið skuldirnar eftir í því gamla.
Engar reglur um
kennitöluflakk
Gylfi Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
SEÐLABANKASTJÓRI, Svein Harald Øyg-
ard, kom ásamt sérfræðingum bankans fyrir
sameiginlegan fund fjárlaganefndar og efna-
hags- og skattanefndar Alþingis í gær. Rætt var
um ríkisábyrgð vegna Icesave-samninganna og
m.a. lögð fram umsögn Seðlabankans um samn-
ingana og áhrif þeirra á skuldastöðu ríkisins og
þjóðarbúsins í heild. Viðhalda á trúnaði á
ákveðnum tölum bankans þar til fram yfir
næstu fundi nefndanna, sem fram eiga að fara í
dag eða á morgun, en í áliti lögfræðinga bankans
eru Icesave-samningarnir gagnrýndir harðlega
sem og málsmeðferðin. Telja lögfræðingar
bankans að öll erlend lán tengd samningunum
muni gjaldfalla ef fyrirtæki á borð við Lands-
virkjun og Byggðastofnun greiði ekki lán, sem
eru hærri en 10 milljón pund, á gjalddaga.
Þingmenn óskuðu í gær eftir frekari gögnum
og útreikningum, samkvæmt upplýsingum
blaðsins, m.a. um skuldastöðu ríkisins og sveit-
arfélaganna í tengslum við Icesave-skuldbind-
ingarnar.
Leynisamningur óbirtur?
Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ósáttir
við upplýsingagjöf um Icesave-samningana og
er því haldið fram að eftir sé að birta ýmis skrif-
leg gögn, m.a. leynisamning við Breta um upp-
gjör á skuldbindingum vegna Icesave. Ekki náð-
ist í Guðbjart Hannesson, formann fjárlaga-
nefndar, en Helgi Hjörvar, formaður efnahags-
og skattanefndar, segist ekki kannast við neinn
leynisamning. Varðandi upplýsingar og álit
Seðlabankans segir Helgi það góðan grunn fyrir
málefnalega umræðu. Ljóst sé að skuldastaða
þjóðarbúsins sé mjög erfið og fá þurfi fram tölur
um mögulegar útflutningstekjur til að standa
undir skuldbindingunum. Því sé mikilvægara en
oft áður að koma hjólum atvinnulífsins í gang á
nýjan leik.
Kallað eftir frekari gögnum
Lögfræðingar Seðlabanka Íslands gagnrýna Icesave-samningana harðlega í áliti til þingnefnda
Áfram ríkir trúnaður á tölum frá bankanum um áhrif samninganna á skuldastöðu þjóðarbúsins
Morgunblaðið/Ómar
Fundir Þingnefndir funduðu stíft í gær um Icesave-málið og áhrif þess, m.a. fjárlaganefnd.
Í HNOTSKURN
»Búist er við að þingnefndir komisaman til fundar í dag eða á morgun
til að fjalla um Icesave-frumvarpið.
»Þingmenn stjórnarandstöðunnargagnrýna harðlega að enn hafi ekki
öll gögn verið birt um Icesave-málið.
»Meðal þeirra er Birgir Ármannssonsem ítrekað hefur ósk sína um að
viðkomandi þingnefndir fái heildarlista
um öll gögn og skjöl sem til eru hjá
stjórnvöldum um málið.
Óvissa er um hvenær tekst að afgreiða á
Alþingi frumvarp fjármálaráðherra um rík-
isábyrgð vegna Icesave-reikninga Lands-
bankans. Þingmenn stjórnarandstöðunnar
segja mörg gögn ekki enn hafa verið birt
og kalla eftir frekari upplýsingum.
Árni Johnsen, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, brá fyrir sig sjó-
mannamáli í umræðum um ESB-
umsóknina á Alþingi í gærkvöldi.
Sagði hann Samfylkinguna vera
með vinstri græna „í skreiðar-
pressu“ og allt væri gert til að
knýja málið í gegn. Sagði hann að
ESB myndi kokgleypa Ísland ef
það færi þar inn.
„Við Íslendingar erum ekki
fæddir til þess að gefast upp. Þess
vegna eigum við ekkert erindi inn í
nýja Sovét. Og þetta nýja Sovét er
miklu hættulegra en hið gamla.
Það ætlar sér að kokgleypa Ísland.
Og ef hið nýja Sovét kokgleypir Ís-
land, þá munu menn ekki hafa fyrir
því að hrækja beininu,“ sagði Árni
og var heitt í hamsi.
Samfylkingin með VG í skreiðarpressu